Home / Fréttir / Þýskaland: Snertilaus kortaviðskipti aukast vegna veirunnar

Þýskaland: Snertilaus kortaviðskipti aukast vegna veirunnar

9b08257728da690139cae0615ec79511672a854d3e55a32e31e27e2090207520

Kórónaveiran hefur þrýst viðskiptavinum verslana og þjónustufyrirtækja víðs vegar um Þýskaland til að taka upp snertilaus kortaviðskipti.

Nú er meiri en helmingur kortagreiðslna snertilaus í Þýskalandi miðað við 35% áður en kórónaveirukrísan kom til sögunnar.

Þegar greitt er án snertingar þurfa kortaeigendur ekki að stinga kortum sínum í posann, það nægir að halda kortinu yfir glugganum á honum.

Hræðsla við smitun ræður því að fólk kýs snertilaus viðskipti. Að greitt sé á þennan hátt samrýmist einnig ábendingum frá WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Þjóðverjar hafa almennt verið seinir að tileinka sér greiðslur með korti og frekar valið að borga með seðlum eða smámynt. Hafa þeir skapað sér sérstöðu meðal nágrannaþjóða sinna með þessu.

Það var fyrst á árinu 2019 sem fleiri greiðslur voru með kortum en seðlum.

Ástæðurnar fyrir kortatregðu Þjóðverja eru annars vegar þörfin fyrir að vernda einkalíf sitt og hins vegar óttinn við að skulda. Sé greitt með korti geta fjármálafyrirtæki og hugsanlega fleiri fylgst með eyðslu hvers og eins viðskiptavinar en eftirlit af þessu tagi er eitur í beinum Þjóðverja vegna reynslu þeirra af eftirlitsríkinu.

Minnt er á að þýska orðið Schuld þýðir bæði skuld og sekt. Hvorugt sé eftirsóknarvert að mati Þjóðverja.

Fyrst nýlega breyttu margir þýskir stórmarkaðir um stefnu og heimiluðu kortagreiðslur. Þeim var áður úthýst af mörkuðunum sama hve miklar fjárhæðir var um að ræða.

 

Skoða einnig

d732904406a9a685872c35e27d5632d064ed0a3ccbce4aa05eee423b81f0c0d2

Óvissa um framtíð klukkubreytinga innan ESB

Lokaákvörðunin er hins vegar innan einstakra ESB-ríkja. Þar verða yfirvöld að ákveða hvort áfram gildi …