fbpx
Home / Fréttir / Stjórnin á Kýpur býður ferðamönnum COVID-19-þjónustu

Stjórnin á Kýpur býður ferðamönnum COVID-19-þjónustu

Strandlíf á Kýpur
Strandlíf á Kýpur

Smitist ferðamaður í fríi á Kýpur af kórónuveirunni standa stjórnvöld á eyjunni straum af kostnaði hans vegna veikindanna. Þetta var tilkynnt miðvikudaginn 27. maí og er liður í viðleitni ráðamanna á Kýpur til að laða þangað ferðamenn að nýju.

Ætlunin er að greiða gistingu, mat, drykk og lyf fyrir COVID-19-sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Sjúklingarnir þurfa aðeins að borga fyrir leigubílinn út á flugvöll og flugið heim til sín.

Ákveðið er að 100 rúma sjúkrahús verði starfrækt einungis fyrir erlenda ferðamenn sem reynast smitaðir. Þá verða 112 gjörgæslueiningar með 200 öndunarvélum til taks fyrir alvarlega veika sjúklinga.

Opnað verður 500 rúma „sóttkvíarhótel“ einungis fyrir fjölskyldur sjúklinga eða aðra vandamenn.

Frá þessu er skýrt í fimm blaðsíðna bréfi sem sent er til ríkisstjórna, flugfélaga og ferðaskrifstofa þar sem gerð er nákvæm grein fyrir ströngum heilbrigðisreglum sem gilda á Kýpur til að tryggja að ferðamenn njóti fyllsta öryggis komi þeir til eyjarinnar. Ferðaþjónusta er grunnatvinnugrein á Kýpur.

Skoða einnig

Julian Assange sviptur ríkisborgararétti í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador hafa svipt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, ríkisborgararétti. Yfirvöldin segja marga ágalla hafa …