fbpx
Home / Fréttir / Sögulegar ákvarðanir á NATO-toppfundi

Sögulegar ákvarðanir á NATO-toppfundi

 

Frá toppfundi NATO í Varsjá,
Frá toppfundi NATO í Varsjá,
Á fyrri degi fundar síns í Varsjá (föstudaginn 8. júlí) ákváðu ríkisoddvitar NATO-ríkjanna 28 að efla fælingarmátt og varnir bandalagsins. Þeir ákváðu að senda aukinn herafla til austurhluta bandalagsins, tóku sögulega ákvörðun um eldflaugavarnarkerfið og ákváðu að varnir gegn tölvuárásum yrðu hluti af aðgerðaáætlun bandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að þessar ákvarðanir mundu stuðla að öryggi aðildarþjóðanna í hættulegri heimi.Fjögur herfylki undir merkjum NATO verða send til Eistlands, undir stjórn Breta, til Lettlands undir stjórn Kanadamanna, til Litháens undir stjórn Þjóðverja og Póllands undir stjórn Bandaríkjamanna. Þá var einnig ákveðið að styrkja varnir bandalagsins í suð-austur hluta þess.

Ríkisoddvitarnir staðfestu einnig að eldflaugavarnarkerfi NATO hefði verið tekið í notkun. Bandarísk herskip með heimahöfn á Spáni, ratsjá í Tyrklandi og fyrirflugstöðin í Rúmeníu starfa nú saman undir stjórn NATO.

Ákveðið var að efla varnir bandalagsins og bandalagsríkjanna gegn tölvuárásum.

 

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …