Home / Fréttir / Síðari launmorðingi Rússa í Salisbury nafngreindur

Síðari launmorðingi Rússa í Salisbury nafngreindur

Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir.
Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir.

Við rannsókn á opnum gögnum hefur tekist að ákvarða rétt nafn á síðari manninni af tveimur sem reyndu að myrða Sergei Skripal,

fyrrv. rússneskan njósnara, í Salisbury á Suður-Englandi 4. mars 2018. Hann er Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir.

Á  vefsíðunni Bellingcat var skýrt frá nafni mannsins mánudaginn 8. október og þess jafnframt getið að hann starfaði sem herlæknir innan GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Á vefsíðunni sérhæfa menn sig í að greina opinber rússnesk gögn og ræða við fólk til að sannreyna það sem frá stjórnvöldum og öðrum kemur.

Breska lögreglan notaði nafnið Alexander Petrov í vegabréfi mannsins þegar upplýst var um aðild GRU að morðtilrauninni. Hinn launmorðinginn ferðaðist undir nafninu Ruslan Boshirov en fyrir nokkru upplýsti Bellingcat að hann heitir Anatolíj Tsjepiga. Hann er ofursti í GRU og hefur fengið mörg heiðursmerki fyrir vaska framgöngu.

Mennirnir hafna öllum ásökunum um að þeir hafi verið í ólöglegum tilgangi í Salisbury. Þeir hafi farið þangað til að skoða frægu dómkirkjuna þar. Í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina RT í september sögðust mennirnir vinna við gerð og sölu fæðubótarefna.

Bresk yfirvöld láta hjá líða að segja nokkuð um niðurstöður rannsakenda hjá Bellingcat en fullyrða á hinn bóginn að mennirnir hafi farið að fyrirmælum frá æðstu stöðum í Moskvu. Því hafna Rússar.

Bellingcat  segir að Mishkin sé fæddur í júlí 1979 í þorpinu Lojga í Arkhangelsk-héraði í norðurhluta Rússlands. Fram til september 2014 hafi hann verið skráður til heimilis í höfuðstöðvum GRU í Moskvu. Á vefsíðunni segir jafnframt að Mishkin hafi oft ferðast til Úkraínu.

 

 

 

Skoða einnig

Myndin er tekin 12. ágúst 2019 í lokuðu borginni Sarov um 370 km fyrir austan Moskvu. Fólk kom saman til að kveðja fimm rússneska kjarnorkuvísindamenn sem fórust þegar reynt var að bjarga ónýtri, kjarnorkuknúinni stýriflaug.

Upplýst um rússneskt kjarnorkuslys á norðurslóðum

  Rússnesk stjórnvöld hafa beitt þöggun til að kæfa umræður um mannskæða sprengingu í kjarnakljúfi …