fbpx
Home / Fréttir / Rússneski Norðurflotinn opnar nýja íshafsstöð

Rússneski Norðurflotinn opnar nýja íshafsstöð

Nýja flotastöðin á Kotelníj-eyju.
Nýja flotastöðin á Kotelníj-eyju.

Rússneski Norðurflotinn hefur komið sér fyrir í nýrri stöð á Kotelníj sem hluti af Nýju Síberíu-eyjunum. Á næstunni verða fleiri rússneskar herstöðvar opnaðar við Norður-Íshaf.

Fyrsti búnaður vegna herstöðvarinnar var fluttur til Kotelníj-eyju í september 2013. Þar voru á ferð þrjú skip úr Norðurflotanum, sjö stuðningsskip og fjórir kjarnorkuknúnir ísbrjótar sem fluttu meira en 10.000 tonn af búnaði og byggingarefni.

Yfirmaður Norðurflotans, Vladimir Korolev, var í beinu myndsambandi við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði honum að allt gengi samkvæmt áætlun.

Nú þremur árum síðar er stöðin tilbúin til notkunar fyrir Norðurflotann. Um er að ræða 42 byggingar sem hafa verið skoðaðar að úttektarmönnum og fengið samþykki þeirra.

Þetta er nyrðsta herstöð á 75 breiddargráðu. Þar geta 250 manns búið. Byggingarnar eru samtengdar með göngum svo að menn þurfa ekki að fara á milli húsa utan dyra. Húsin standa á stálstoðum og þreföld járnklæðning er á þeim til að þau standist heimskautarokið og kuldann. Sérstök áhersla hefur verið lögð á umhverfisvæna meðferð á úrgangi og við öflun á vatni. Rafmagn til ljóss og upphitunar er framleitt af díselvélum.

 

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …