fbpx
Home / Fréttir / Rússar efla enn heraflann í vesturhluta Rússlands

Rússar efla enn heraflann í vesturhluta Rússlands

Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Vladimír Pútín Rússlandsforseti,
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Vladimír Pútín Rússlandsforseti,

Rússar segjast ætla mynda þrjár nýjar herdeildir í vesturhluta Rússlands á þessu ári og halda úti í viðbragðsstöðu fimm langdrægum kjarnorkuhersveitum. Rússneskir fjölmiðlar höfðu þetta eftir Sergei Shoigu varnarmálaráðherra þriðjudaginn 12. janúar.

Shoigu sagði einnig nauðsynlegt að styrkja mannvirki og innviði að baki rússneska kjarnorkuheraflanum og nefndi sérstaklega hafnir kjarnorkukafbátanna og flugvelli langdrægra sprengivéla.

RIA Novosti fréttastofan vitnaði í Shoigu sem sagði að leggja bæri höfuðáherslu á að styrkja getu kjarnorkuheraflans og leggja lokahönd á geimvarnaáætlunina.

Herstjórn Rússa í vesturhluta Rússlands hefur höfuðstöðvar í St. Pétursborg.

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …