Home / Fréttir / Ómönnuðum eftirlitsvélum fjölgar í bandaríska flotanum

Ómönnuðum eftirlitsvélum fjölgar í bandaríska flotanum

Ómönnuð eftirlitsvél af gerðinni MQ-4C Triton
Ómönnuð eftirlitsvél af gerðinni MQ-4C.

Sérfræðingar bandaríska flotans í eftirlitsflugi hafa pantað þrjá nýjar, langdrægar, ómannaðar eftirlitsflugvélar af gerðinni MQ-4C Triton sem notaðar eru til að njósna, eftirlits og könnunar á víðáttumiklum haf- og strandsvæðum.

Northrop Grumman Aerospace Systems í San Diego smíða vélarnar og er kaupverðið alls 255.3 milljónir dollara. MQ-4C Triton má halda úti í allt að 24 tíma í hverri lotu í allt að 10 mílna hæð yfir hafsvæði sem spannar allt að 2.000 sjómílum. Um borð í vélunum eru nemar sem skrá sjálfkrafa og skilgreina einstök skip á yfirborði sjávar.

Á vefsíðunni www.militaryaerospace.com segir miðvikudaginn 3. janúar að Triton-vélarnar muni gegna lykilhlutverki í eftirlitskerfi bandaríska flotans á þessari öld. Þær verði notaðar til að fylgjast með herskipum og kafbátum um heim allan. Unnt sé að samnýta Triton og P-8A Poseidon leitarvélarnar sem nú er flogið oftar frá Keflavíkurflugvelli en áður vegna vaxandi umsvifa rússneska kafbátaflotans í nágrenni Íslands.

Triton-vélin er búin afar fullkominni ratsjá sem kallast Multi-Function Active Sensor (MFAS). Með henni má líta til allra átta á stóru hafsvæði og nýta hana í hvaða veðri sem er til að finna, flokka, elta og nafngreina skip og annað sem áhuga vekur. Um borð í vélinni er einnig ratsjá sem fylgist með því sem gerist í lofti. Fyrsta tilraunin með MFAS var gerð í apríl 2015.

Annar hátæknibúnaður um borð í Triton-vélunum gerir kleift að taka lifandi myndir af öllu sem sést úr vélinni og greina rafeindamerki umhverfis hana.

Bandaríski flotinn fékk fyrstu mannlausu vélina af MQ-4C-gerð í nóvember 2017. Alls stefnir flotinn að því að eignast 68 Triton-vélar.

 

Skoða einnig

Morgan Johansson dómsmálaráðherra og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar (t.v.).

Sænskir stjórnmálamenn ræða beitingu hervalds gegn glæpahópum.

Jafnaðarmaðurinn Stefan Løfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði miðvikudaginn 17. janúar að hann útilokaði ekki að beita …