fbpx
Home / Fréttir / NATO: Útgjöld Evrópuríkja til varnarmála hækka á árinu 2016

NATO: Útgjöld Evrópuríkja til varnarmála hækka á árinu 2016

29_4_NATO logo laivan savupiipussa 16_63645891

Útgjöld evrópskra NATO-ríkja til varnarmála munu hækka í fyrsta sinn í áratug á árinu 2016. Þetta kemur fram í samtali The Financial Times við Jens Stoltrnberg, framkvæmdastjóra NATO, sem birtist mánudaginn 31. maí.

„Spáin fyrir árið 2016 sem reist er á tölum frá bandalagsríkjunum bendir til þess að á árinu 2016 gerist það í fyrsta sinn eftir mörg, mörg ár að evrópsku aðildarríkin auki útgjöld sín til varnarmála.

Óvissa blasir við okkur. Meiri ógnir blasa við okkur, meiri áskoranir í öryggismálum en um langt árabil.“

Á árinu 2015 vörðu evrópsk NATO-ríki 253 milljörðum dollara til varnarmála en Bandaríkin 618 milljörðum. Það jafngildir til 1,43% af vergri landsframleiðslu NATO-ríkjanna og skortir þá 100 milljarða dollar til að 2% markinu sé náð.

„Við eigum enn langa leið að markinu en heildarmyndin er betri en áður,“ sagði Stoltenberg.

Leiðtogafundur NATO verður í Varsjá 8. til 9. júlí. Þar verður tekin ákvörðun um fjölgun hermanna undir merkjum bandalagsins í austurhluta þess í Evrópu.

 

 

 

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …