Home / Fréttir / Lögþingskosningar í Færeyjum 31. ágúst

Lögþingskosningar í Færeyjum 31. ágúst

Stjórnarbyggingar Færeyja eru á Þinganesi í Þórshöfn.
Stjórnarbyggingar Færeyja eru á Þinganesi í Þórshöfn.

Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja úr Javnaðarflokknum, boðaði þingkosningar í Færeyjum laugardaginn 31. ágúst við setningu lögþingsins mánudaginn 29. júlí.

Gengið skal til þingkosninga fjórða hvert ár í Færeyjum og síðast var kosið þar 1. september 2015.

Lögþingið er jafnan sett á þjóðhátíðardegi Færeyinga, Olai. Aksel V. Johannesen boðaði til kosninga í setningarræðu sinni á þinginu.

Aðild að landstjórninni undir forsæti Johannesens eiga: Javnaðarflokkurinn, Tjóðveldi og Framsókn. Stjórnin hefur um langt skeið notið minna fylgis í skoðanakönnunum en fylking borgaraflokkanna, Fólkaflokksins og Sambandspartiets. Fjórir stóru flokkarnir − Javnaðarflokkurinn, Tjóðveldi, Fólkaflokkurinn og Sambandspartiet – eru með svipað fylgi í könnunum þannig að nokkur spenna ríkir í aðdraganda kosninganna.

Frjálslyndi Sambandspartiet hefur mestan stuðning í könnunum. Þegar kosið var til þingsins í Kaupmannahöfn í júní hlaut flokkurinn annan tveggja færeyskra þingmanna þar. Þá hélt Javnaðarflokkurinn sínum þingmanni.

Skoða einnig

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, boðar afsögn sína. Við hlið hans situr Matteo Salvini sem sprengdi stjórnarsamstarfið.

Stjórnarkreppa á Ítalíu að frumkvæði Salvinis

  Forsætisráðherra Ítalíu Giuseppe Conte sagði af sér þriðjudaginn 20. ágúst og ríkir stjórnarkreppa í …