fbpx
Home / Fréttir / GIUK-hliðið, öryggis- og varnarmál á borði íslenskra stjórnvalda

GIUK-hliðið, öryggis- og varnarmál á borði íslenskra stjórnvalda

GIUK-hliðið.
GIUK-hliðið.

Á Facebook-síðu Nexus, rannsóknarvettvangs fyrir öryggis og varnarmál, birtist mánudaginn 30. janúar grein á íslensku og ensku þar sem finna má stutt yfirlit yfir umræðurnar um GIUK-hliðið og íslensk öryggis- og varnarmál meðal annars í ljósi funda og ráðstefnanna sem Varðberg, Nexus og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir haustið 2016. Hér fer grein Nexus í heild:

Utanríkisráðuneytið mun leggja aukna áherslu á öryggis- og varnarmál á næstu misserum segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið.  Þannig verður samvinna á þessu sviði við hin Norðurlöndin og Bretland aukin og líklegt er að hið sama verði uppá teningnum hvað varðar Bandaríkjamenn þegar ný stjórn þar í landi hefur ákveðið hverjar áherslur hennar verða í þessum málum.  Guðlaugur telur að aukin samvinna við nágrannaþjóðir okkar muni ekki síst snúast um að eftirlit með GIUK hliðinu, en svo nefnist hafsvæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands, verði hert því Rússar hafa aukið mjög hernaðarumsvif sín á þessu svæði að undanförnu.  Undir þetta tekur Björn Bjarnason formaður Varðbergs samtaka um vestræna samvinnu.

GIUK hliðið kom við sögu á ráðstefnum sem Varðberg í samvinnu við NEXUS (rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála) og alþjóðamálastofnun héldu um breytta stöðu í öryggismálum í Norður Evrópu síðastliðið haust í tilefni þess að þá var áratugur liðinn frá því að bandaríski herinn hvarf af landi brott.  Minnst er á ráðstefnurnar í grein um varnarmál á Norður Atlantshafi í Morgunblaðinu þann 26. janúar síðastliðinn.  Þar kemur fram að eftir að kalda stríðinu lauk hafi ríki Atlantshafsbandalagsins ekki lengur talið mikla hættu á átökum á þessu svæði og því hafi mjög verið dregið úr varnarviðbúnaði á því.  Nú hafi Rússar hins vegar stóraukið útgjöld sín til hermála og þeir hafa ekki síst aukið umsvif sín á GIUK svæðinu.  Því er NATO að vakna upp við vondan draum.  Greinin beinir sérstaklega sjónum sínum að Bretlandi en varnarmáttur þeirra hefur verið svo mikið skertur að undanförnu, ekki síst eftir að þeir hættu rekstri kafbátaleitarvéla, að þeir eiga í erfiðleikum með að gæta flotastöðvar sinnar í Faslane.  Að sögn Magnus Nordenman hjá hugveitunni Atlantic Council, en hann var einn ræðumanna á fyrrnefndum ráðstefnum, er það svo að þó að Bretar og önnur NATO ríki hafi getu til að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta geti þau ekki gert það að staðaldri vegna niðurskurðar í fjárframlögum til þessa málaflokks.  Þetta kann hins vegar að vera að breytast því ríki Atlantshafsbandalagsins hafa ákveðið að spyrna við fótum, nokkuð sem má m.a. ráða af því að Bretar og Norðmenn hafa fest kaup á P-8 kafbátaleitarvélum og að Bandaríkjamenn hafa í huga að koma slíkum vélum fyrir í Keflavík.  Einnig eru uppi hugmyndir um að leggja svokallað DRAPES kerfi (Deep Reliable Acoustic Path Exploitation System) í GIUK hliðið, nokkuð sem myndi styrkja það til muna.

In a recent interview the Icelandic Minister for Foreign Affairs told the newspaper Morgunblaðið that the ministry will focus more on security and defence issues in the coming months.  This will include closer cooperation with the other Nordic countries and the UK and it is likely that the US will participate in this project when the new administration has set clear goals in this field.  According to the minister the security of the GIUK gap (an area in the North Atlantic between Greenland, Iceland and the UK) will be high on the agenda since Russia has increased it´s naval presence there in recent months.  Björn Bjarnason, president of Varðberg (Association on Western Cooperation and International Affairs) concurs with this assessment.

Varðberg in cooperation with NEXUS (Research Forum on Security and Defence) and the Institute of International Affairs at the University of Iceland held a series of conferences last autumn about the new security environment in Northern Europe and one of the things that was discussed was the GIUK gap.  Some of the things that were mentioned were repeated in an article in Morgunblaðið on January 26th.  The article states that after the Cold War NATO downgraded the possibility of an armed conflict in the North Atlantic and decreased it´s defence posture there.  This meant that when Russia increased it´s military presence there again the alliance was caught off guard.  Special mention is made of the UK which has lost so much of its defence capabilities, not the least because it stopped operating it´s Maritime Patrol Aircrafts, that it even has difficulty guarding it´s naval base at Faslane.  According to Magnus Nordenman from the Atlantic Council in Washington, who was one of the lecturers at the Varðberg conferences, the UK and other NATO countries still can monitor Russian submarine activity but defence cuts have made it difficult to do it regularly.  Things may be changing however because NATO has started to focus again on this region.  The UK and Norway have for instance decided to purchase P-8 aircrafts and the US is planning to position a squadron of them in Iceland.  Last but not least plans are being made to construct a system known as the DRAPES system (Deep Reliable Acoustic Path Exploitation System) in the GIUK gap which would strengthen it considerably.

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …