fbpx
Home / Fréttir / Forseti Úkraínu útilokar ekki árás Rússa á Finna og Eystrasaltsþjóðirnar

Forseti Úkraínu útilokar ekki árás Rússa á Finna og Eystrasaltsþjóðirnar

 

Petro

Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði AFP-fréttastofunni mánudaginn 3. ágúst að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði áform um að ráðast „inn í alla Evrópu“ og taldi hann að Eystrasaltsríkin og Finnland yrðu hugsanlega næstu fórnarlömb hans.

„Pútín ætlar að ganga eins langt og við leyfum honum,“ sagði Porosjenkó í samtali við frönsku útvarpsstöðina RF1: „Ekki aðeins gagnvart Úkraínu heldur allri Evrópu.“

Þá sagði forsetinn einnig:

„Hefðuð þið spurt mig fyrir tveimur árum hefði ég sagt óhugsandi að þetta ástand yrði vegna þess að það yrði ekki leyft að skapa það innan öryggiskerfisins sem varð til að heimsstyrjöldinni lokinni. Sé ég spurður í dag verð ég því miður að segja að allt geti gerst vegna innlimunar Krímskaga og Austur-Úkraínu. Þetta sýnir að unnt er að brjóta upp hið hnattræna öryggiskerfi.

Er árás á Eystrasaltsríkin hugsanleg? Já. Er árás á Finnland hugsanleg? Já, og Finnar vita það.“

Forsetinn lýsti einnig átökunum sem nú eru í austurhluta Úkraínu milli hers Úkraínu og aðskilnaðarsinna með stuðningi Rússa sem átökum um öryggi Evrópu. Hann sagði:

„Þegar við tölum um átökin í austurhluta Úkraínu ræðum við ekki aðeins um baráttu fyrir sjálfstæði okkar og fullveldi heldur baráttu fyrir lýðræði. Við berjumst einnig fyrir frelsi og öryggi alls evrópska meginlandsins.“

 

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …