fbpx
Home / Fréttir / Forseti Litháens óttast hernaðarbrölt Rússa í Sýrlandi

Forseti Litháens óttast hernaðarbrölt Rússa í Sýrlandi

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.
Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, telur „áhyggjuefni“ að Rússar láti meira að sér kveða hernaðarlega í Sýrlandi. Það kunni að lengja átökin þar.

„Fréttir um að Rússar búi um sig hernaðarlega í Sýrlandi eru vissulega áhyggjuefni,“ sagði ráðgjafi forseta Litháens við frétta-útvarpsstöðina Ziniu Radijas þriðjudaginn 15. september. „Sé barist er það til marks um ábyrgðarlausa stefnu að senda herlið inn á átakasvæðið. Á þessu stigi er aðeins unnt að harma að alþjóðasamfélagið hafi ekki mótað sér sameiginlega afstöðu um leið til að leysa málið.“

Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur upplýst að Rússar hafi sent stórskotavopn og sjö skriðdreka til herflugvallar á forræði ríkisstjórnar Sýrlands. Sýrlensku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sem starfa frá Bretlandi telja Rússa ætli sér leggja flugvöll í Latakia, stjórn Sýrlands fer þar með öll völd. Rússar hafa sent hundruð tækni- og hernaðarráðgjafa til flugvallarins.

Rússar segjast á hinn bóginn ekki flytja annað en hjálpargögn til stríðshrjáðra í Sýrlandi.

Rússar styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sem hefur nú um fimmtung landsins á valdi sínu.

Leiðtogar Vesturlanda vilja að hann segi af sér.

Heimild: Baltic Times

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …