Home / Fréttir / Eldur í rússneskri sprengjuverksmiðju

Eldur í rússneskri sprengjuverksmiðju

.

Reykjarstrókur frá sprengjuverksmiðjunni.
Reykjarstrókur frá sprengjuverksmiðjunni.

Nokkrir háir hvellir heyrðust frá sprengjuverksmiðju í miðhluta Rússlands laugardaginn 1. júní. Talið er að um 80 manns hafi slasast og 180 nálægar byggingar skaðast að sögn heilbrigðisráðuneytisins.

Ráðuneytið sagði að 38 slasaðra ynnu í verksmiðjunni. Hinir búa í Dzerzhinsk, bæ með um 230.000 íbúa. Fimmtán voru fluttir á sjúkrahús.

Óljóst var hvað olli sprengingunum. Talsmaður björgunarliðs heimamanna sagði „tæknilega sprengingu“ hafa orðið og hún leitt til eldsvoða á um 100 fermetra svæði.

Verksmiðjan er um 400 km fyrir austan Moskvu. Eldurinn breiddist út í skógi skammt frá verksmiðjunni en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva hann.

Í verksmiðjunni er framleitt TNT-sprengiefni. Hún var reist á Sovét-tímanum og framleiðsla hennar skiptir miklu fyrir Rússa, hernaðarlega og borgaralega.

 

Skoða einnig

Þátttakenur í Berlínarfundinum um Líbíu.

Þjóðverjar stíga nýtt skref með Líbíufundinum

Í leiðara sínum þriðjudaginn 21. janúar fjallar danska blaðið Jyllands-Posten um leiðtoga- og ráðherrafund 11 …