fbpx
Home / Fréttir / Brotist inn netafkima glæpagengja

Brotist inn netafkima glæpagengja

encrypted-phone-service-enrochat-dismantled-2

Breska lögreglan hefur undanfarna þrjá mánuði handtekið meira en 700 manns fyrir meðferð skotvopna, fíkniefnasölu, peningaþvætti auk annarra afbrota. Lögreglunni hefur tekist að brjóta upp skipulagða glæpahópa sem lengi hafa staðið utan seilingar réttvísinnar.

Til þessara aðgerða var unnt að grípa vegna upplýsinga frá lögregluyfirvöldum í Frakklandi og Hollandi. Þeim tókst að brjótast inn í dulkóðað net- og símakerfi, EncroChat, sem hundruð manna sem nú eru grunaðir um glæpastarfsemi nýttu sér. Yfirmenn lögreglumála líkja innbrotinu í þetta lokaða kerfi við það þegar breskum sérfræðingum tókst að lesa Enigma-dulkóðunarkerfi þýska hersins í síðari heimsstyrjöldinni.

Bent er á að EncroChat hafi ekki verið notað af glæpamönnum úti á vettvangi heldur af þeim sem stjórnuðu aðgerðum. Má lýsa þeim sem lykilmönnum skipulagðrar glæpastarfsemi. Þeim sem líta á sig sem „ósnertanlega“.

Bresk yfirvöld telja að um heim allan hafi notendur lokaða kerfisins verið um 60.000, þar af um 10.000 innan Bretlands. Notendurnir voru greindir með því að safna og grandskoða milljónir orðsendinga og hundruð þúsunda mynda. Netþjónar EncroChat voru í Frakklandi. Meðal þess sem einkenndi kerfið var að innan þess gilti „dauðakóði“ sem mátti nota til að eyða tafarlaust öllu sem var á viðkomandi farsíma.

Kerfið er ekki lengur virkt. Stjórnendur EncroChat áttuðu sig 13. júní 2020 á því að kerfið væri ekki lengur óhult og sendu út fyrirmæli um að öllum farsímatækjum skyldi grandað. Sagt er að kostað hafi 2.500 dollara að leigja þá í sex mánuði. Símana var aðeins unnt að nota í samskiptum við aðra síma innan EncroChat.

Vegna innbrotsins í EncroChat-kerfið lagði breska lögreglan hald á nokkur hágæða úr og dýra bíla, tvö tonn af fíkniefnum, meira en 70 skotvopn og stór seðlabúnt, alls meira en 91 milljón dollara í seðlum. Í einni aðgerð náðust 8 milljón dollarar, hæsta fjárhæð í sögu Scotland Yard.

Þá segist breska lögreglan að sérhæfðir hópar innan hennar hafi einnig notað upplýsingarnar til að koma í veg fyrir mannrán og aftökur sem glæpagengi hafi skipulagt hvert gegn öðru. Framkvæmd um 200 líflátshótana hafi verið hindruð.

Samstarf Frakka, Hollendinga og Europol

Fulltrúar lögregluyfirvalda í Frakklandi og Hollandi auk Evrópulögreglunnar (Europol) og Evrópusaksóknaranna (Eurojust) lýstu á sameiginlegum blaðamannafundi fimmtudaginn 2. júlí hve mikill árangur hefði orðið af sameiginlegum aðgerðum og rannsóknum til að brjóta upp EncroChat.

Með sameiginlegum rannsóknum hefur undanfarna mánuði verið unnt að hlera, deila og greina milljónir orðsendinga milli glæpamanna við undirbúning þeirra á alvarlegum afbrotum. Miklu skipti að lögreglumenn gátu lesið orðsendingarnar þegar þær voru sendar, eins og þeir stæðu yfir grunlausum sendendum segir í fréttatilkynningu Europol.

Upplýsingarnar hafa nýst við fjölmargar rannsóknir vegna refsibrota og leitt til -tekist hefur að bregða fæti fyrir þá sem ætluðu að fremja mörg brotanna. Má þar nefna ofbeldisverk, spillingu, morðtilraunir og meiriháttar fíkniefnaflutning. Upplýsingarnar verða greindar enn frekar því að í þeim er að sögn yfirvalda að finna ómetanlegan fróðleik um skipulagða glæpahringi.

Europol telur að þessir hringir fái ekki þrifist án þess að nýta dulkóðaðar orðsendingar og upplýsingatæknina til samskipta sín á milli.

Frakkar hófu rannsóknir á EncroChat árið 2017 og árið 2019 tengdust Hollendingar rannsóknum Frakka með milligöngu Evrópusaksóknara (Eurojust) sem tengdi saman réttarvörslukerfi ríkjanna og í apríl 2020 bættist Europol við þá sem að rannsókninni komu. Allt frá 2018 hafði Europol komi að athugunum Frakka og Hollendinga sem miðstöð upplýsinga um skipulagða glæpastarfsemi í

 

Skoða einnig

Julian Assange sviptur ríkisborgararétti í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador hafa svipt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, ríkisborgararétti. Yfirvöldin segja marga ágalla hafa …