fbpx
Home / Fréttir / Bandarískur tundurspillir í Barentshafi

Bandarískur tundurspillir í Barentshafi

Tundurspillirinn USS Ross
Tundurspillirinn USS Ross

Bandaríski flotinn hefur enn einu sinni sent herskip inn á Barentshaf. Er þetta í þriðja sinn í ár sem það gerist og má líta á ferðir skipanna sem nýjan fastan lið í umsvifum flotans á þessum slóðum. Eru nú rúm 30 ár liðin frá því að bandarísk herskip sýndu sig reglulega á þessum slóðum.

Tundurspillirinn USS Ross sigldi inn á Barentshaf mánudaginn 19. október að sögn flotans en nú í vikunni efnir rússneski flotinn til æfinga á þessum slóðum.

John D. John, flotaforingi um borð í Ross, sagði þriðjudaginn 20. október að ferð skipsins sýndi að bandaríski flotinn gæti látið að sér kveða hvar sem er á heimshöfunum. Með siglingu sinni á þessum slóðum staðfesti áhöfnin vilja sinn til að stuðla að stöðugleika og öryggi á Atlantshafssvæðinu.

USS Ross er í sjötta flota Bandaríkjanna og sagði Kyle Raines, talsmaður flotans, að yfirstjórn flotans liti á Barentsahafið sem „eðlilegt athafnasvæði“ hans eins og Eystrasalt, Miðjarðarhaf og Svartahaf. Áhafnir flotans yrðu að hljóta þjálfun með æfingum á öllum þessum hafsvæðum.

Skoða einnig

Julian Assange sviptur ríkisborgararétti í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador hafa svipt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, ríkisborgararétti. Yfirvöldin segja marga ágalla hafa …