fbpx
Home / Fréttir / Bandarískum hermönnum fagnað í Póllandi

Bandarískum hermönnum fagnað í Póllandi

Bandarískir hermenn sýna fána sinn við komuna til Póllands.
Bandarískir hermenn sýna fána sinn við komuna til Póllands.

Beata Szydlo, forsætiráðherra Póllands, og Antoni Macierewicz varnarmálaraðherra tóku þátt í hátíðlegri athöfn laugardaginn 14. janúar til að fagna komu nokkur þúsunda bandarískra hermanna til landsins.

„Sérhver pólsk fjölskylda verður að njóta öryggis. Það er skylda pólska ríkisins, ríkisstjórnarinnar að skapa öryggi. Í dag höfum við stigið stórt skref í þá átt,“ sagði forsætisráðherrann í ræðu sinni.

Í bandaríska stórfylkinu sem verður í Póllandi og öðrum löndum í austurhluta Evrópu eru 3.500 hermenn og rúmlega 1.000 farartæki og skriðdrekar.

Með því að efla viðbúnað á austurvæng NATO vilja aðildarríkin sýna Rússum hverju þeir mæta hugi þeir að yfirgangi þar á borð við þann sem þeir sýndu í Úkranínu á árinu 2014 og síðan.

Rússar skilgreina aðgerðir NATO af sinni hálfu sem „ógn“ en um er að ræða mestu beitingu bandarísks herafla í Evrópu síðan kalda stríðinu lauk.

Dmitríj Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns, sagði í Moskvu: „Við lítum á þetta sem ógn. Þessar aðgerðir eru hótun í garð hagsmuna okkar og öryggis. Einkum þar sem um er að ræða að þriðji aðili eykur hernaðarlega viðveru í nágrenni landamæra okkar.“

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …