fbpx
Home / Fréttir / Aukin geislavirkni mælist á Eystrasaltssvæðinu

Aukin geislavirkni mælist á Eystrasaltssvæðinu

Aukin geislavirkni hefur mælst á gullitaða svæðinu.
Aukin geislavirkni hefur mælst á gullitaða svæðinu.

Finnska geisla- og kjarnorkuöryggisstofnunin (STUK) segist hafa fundið dálítið magn af geislavirkum kóbalt, rúten og sesíum ísótópum í loftsýnum sem tekin voru í Helsinki 16. og 17. júní. Geislamælingar í Svíþjóð og Noregi gefa svipaða niðurstöðu segja stofnanir þar.

Pia Vesterbacka, stjórnandi umhverfis-geislamælinum í STUK, segir við finnska ríkisútvarpið YLE, að ekki sé nein ástæða til óttast þar sem geislavirknin var svo lítil að hún skapi enga hættu.

„Magn geislavirkra agna er mjög lítið og það hefur engin áhrif hvorki á umhverfið né heilsu fólks,“ sagði hún.

Sýni frá sjö öðrum geislamælingastöðvum í Finnlandi hafa ekki enn verið greind.

„Enn er á sveimi geislavirkni frá Tsjernobíl-stórslysinu. Það sem mældist nú er rétt aðeins fyrir ofan þá geislavirkni sem jafnan mælist,“ sagði Vesterbacka og áréttaði að STUK mundi að sjálfsögðu rannsaka hvaðan geislavirknin kæmi.

Föstudaginn 26. júní sagði Stofnunin um framkvæmd banns við kjarnorkutilraunum (CTBTO) á Twitter að hún hefði greint geislavirkni yfir venjulegum mörkum dagana 22. og 23. júní. Birti hún kort af svæði þar sem virknin kynni að eiga upptök. Kortið nær yfir Danmörku og Noreg, Suður-Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltslöndin og vesturhluta Rússlands.

Vesterbacka vildi ekki taka þátt í vangaveltum um hvort geislavirknin kynni að eiga upptök í Rússlandi. STUK mundi reikna út dreifingu geislavirkninnar í samvinnu við finnsku veðurstofuna.

Vesterbacka lagði áherslu á að hækkunin á geislavirkninni benti ekki til þess að sprenging hefði orðið. Leki út í umhverfið mundi leiða til virkni sem væri tíu sinnum meiri.

 

 

Skoða einnig

Julian Assange sviptur ríkisborgararétti í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador hafa svipt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, ríkisborgararétti. Yfirvöldin segja marga ágalla hafa …