fbpx
Home / Fréttir / Áform um að fjölga skipum bandaríska flotans í 355

Áform um að fjölga skipum bandaríska flotans í 355

Á myndinni sést nýjasta herskip Bandaríkjanna, Zumwalt.
Á myndinni sést nýjasta herskip Bandaríkjanna, Zumwalt.

Ray Mabus, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, sagði föstudaginn 16. desember að bandaríski flotinn þyrfti að ráða yfir 355 skipum til að verja Bandaríkin og hagsmuni þeirra um heim allan.

Ráðherrann gaf yfirlýsinguna þegar birt var skýrsla sem unnin hefur verið á þessu ári um skipulag bandaríska flotans og þarfir hans til langs tíma.

Í skýrslunni er lagt til að alls verði 355 skip í flotanum: 12 flugmóðurskip, 104 stór herskip, 52 lítil herskip, 38 landgönguskip og 66 kafbátar.

Í kosningastefnuskrá sinni gerði Donald Trump, verðandi forseti, ráð fyrir 350 skipa flota.

Nú eru 273 skip í bandaríska flotanum segir á vefsíðu flotans.

Skoða einnig

Færeyingar velja Ericsson en hafna Huawei við 5G-væðingu

Færeyska símafélagið, Føroya Tele, ætlar að 5G-væðast með farkerfi frá sænska fyrirtækinu Ericsson en ekki …