Home / Fréttir (page 90)

Fréttir

Rússnesk flotadeild fer úr Barentshafi á leið til Miðjarðarhafs – líkur á skot- og sprengjuæfingum austan Íslands

Siglingaleið rússnesku flotadeildarinnar - sprengjuæfingar austan Íslands.

  Talið er að rússneski flotinn efni til skot- og sprengjuæfinga fyrir austan Ísland og norðan Skotlands næstu daga. Flaggskip rússneska flotans, flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov og sjö önnur herskip sigldu laugardaginn 15. október af stað frá Severomorsk á Kóla-skaga. Úr Barentshafi fara þau á milli Noregs og Íslands og að …

Lesa meira

Rússneski flotinn færir sig upp á skaftið á Barentshafi – norsk fiskiskip hörfa af miðum

Rússneskur vígdreki.

  Stjórnendur norskra fiskiskipa þora ekki að stunda veiðar á miðum í Barentshafi af ótta við rússneskar skotflaugar og herskip segir í frétt norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 föstudaginn 14. október. „Þegar skotflaugar þjóta yfir skipunum líður mönnum ekki sérstaklega vel,“ segir Audun Maråk hjá samtökum úthafsveiðiskipa. Í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar sagði að …

Lesa meira

Þýska ríkisstjórnin vill stöðva sókn EES-borgara í félagslega aðstoð

Andrea Nahles

  Þýska ríkisstjórnin hefur stigið skref í þá átt að takmarka rétt EES-borgara til félagslegra styrkja. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um að atvinnuleysisbætur eða félagslegar bætur verði ekki greiddar til EES-borgara nema þeir hafi dvalist fimm ár í Þýskalandi, standi á eigin fótum eða hafi öðlast rétt …

Lesa meira

Blóðbað í Aleppo – pólitísk spenna magnast milli Rússa og Frakka

Vladimir Pútín

  Fjölmiðlar um heim allan flytja stöðugt fleiri fréttir af loftárásum flugherja Sýrlands og Rússlands á saklausa borgara í Aleppo, borginni í Sýrlandi sem hefur að stórum hluta verið jöfnuð við jörðu. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti er sakaður um stríðsglæpi vegna framgöngu liðsmanna hans og ásakanir af svipuðum toga eru hafðar …

Lesa meira

Utanríkismálanefnd ESB-þingsins snýst til varnar gegn lygamiðlun og áróðri Kremlverja

Frá ESB-þinginu

Utanríkismálanefnd ESB-þingsins samþykkti mánudaginn 10. október að innan ESB yrðu menn að snúast til varnar gegn áróðursþrýstingi á ESB frá Rússlandi og hryðjuverkasamtökum íslamista. Ekki er hvatt til þess að snúist verði gegn þessu með áróðri af hálfu ESB heldur á jákvæðan hátt með því að auka árvekni og stuðla að …

Lesa meira

Norski varnarmálaráðherrann áréttar mikilvægi njósna og vöktunar

Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs.

  „Staða Noregs í öryggismálum er nú alvarlegri en til þessa. Eftirgrennslan [njósnir] og vöktun eru meðal mikilvægustu verkfæranna sem við ráðum yfir til að tryggja öryggi norsku þjóðarinnar. Þótt starf á þessu sviði sé að miklu leyti unnið með leynd lýtur það ströngu lýðræðislegu eftitliti,“ þannig hefst grein sem …

Lesa meira

Sænski varnarmálaráðherrann segir Rússa ögra með skotflaugum í Kaliningrad

Peter Hultqvist

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ákvörðun Rússa um að senda skotflaugar fyrir kjarnorkuvopn til Kaliningrad feli í sér „ögrandi boðskap“. Ráðherrann sagði þetta við sænsku fréttastofuna TT mánudaginn 10. október en í lok fyrri viku bárust fréttir um flutning á Iskander-skotflaugum frá Rússlandi til hólmlendurnar Kaliningrad við Eystrasalt, milli Póllands og Litháens. Ríkisstjórn Svíþjóðar bárust fyrir fram boð …

Lesa meira

NATO heldur Rússum í skefjum segir formaður utanríkismálanefndar þings Lettlands

Chxrc1aXIAAgeYc

Skúli Halldórsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, sat ráðstefnu Varðbergs um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála fimmtudaginn 6. október. Hann birti frásögn af ræðu Ojārs Ēriks Kalniņš, formanns utanríkismálanefndar lettneska þingsins, á vefsíðunni mbl.is mánudaginn 10. október og birtist hún hér í heild: „Aðgerðir og hegðun yfirvalda í Rússlandi hafa verið stöðug …

Lesa meira

Þýski utanríkisráðherrann segir stöðuna gagnvart Rússum hættulegri nú en í kalda stríðinu – ítrekaðar ögranir gegn Finnum

Finnskur flugmaður tók þessa mynd af rússneskri orrustuþotu innan finnskrar lofthelgi.

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði við blaðið Bild laugardaginn 8. október að spennan milli Rússa og Vesturlandabúa væri „hættulegri“ núna en í kalda stríðinu. Sama dag birtust fréttir um að Rússar flyttu skotflaugar fyrir kjarnavopn til hólmlendurnar Kaliningrad. Tveimur dögum fyrr höfðu rússneskar orrustuþotur ögrað Finnum. Rússnesku skotflaugarnar eru við …

Lesa meira

Rússar flytja skotflaugar fyrir kjarnorkuvopn til Kaliningrad

Hér má sjá rússneska hermenn vinna við að setja Iskander-skotflaug á pall.

Rússneski herinn hefur flutt Iskander-M skotflaugar til hólmlendu sinnar Kaliningrad við Eystrasalt, milli NATO-ríkjanna Póllands og Litháens. Flaugarnar geta borið kjarnorkuvopn. Frá þessu var skýrt laugardaginn 8. október. Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, sagði: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotflaugarnar eru fluttar [til Kaliningrad] og notkun þeirra er …

Lesa meira