Home / Fréttir (page 9)

Fréttir

Rússneski herinn efnir til norðurhjaraæfingar

Rússar æfa fallhlífarhernað á norðurhjara.

Í Íshafinu fyrir norðan Rússland og 260 kílómetra austan við Svalbarða er eyjaklasinn Frans Jóseps-land. Í honum eru 192 eyjar. Leiðangursmenn í heimskautsleiðangri (1872-1874) á vegum austurríska-ungverska keisaradæmisins nefndu eyjaklasann eftir keisara ríkisins. Árið 1926 voru eyjarnar innlimaðar í Sovétríkin. Í lok apríl héldu Rússar heræfingu á svæðinu.  Hún var haldin til …

Lesa meira

Frontex: Snarfækkun á ólöglegu farandfólki í apríl

Úr búðum ólöglegs farandfólks á Grikklandi.

Evrópska landamærastofnunin, Frontex, segir að COVID-19-faraldurinn hafi svo að segja stöðvað för ólöglegs farandfólks til Evrópu. Í apríl voru aðeins 900 ólöglegir aðkomumenn skráðir af Frontex. Það jafngildir 85% samdrætti og er lægsta tala síðan Frontex hóf að taka saman þessar upplýsingar árið 2009. Segir stofnun að þessi umskipti megi …

Lesa meira

Rússar telja gengið á hlut Rauða hersins

Uppgjafarskjal Þjóðverja frá 8. maí 1945.

Rússneska utanríkisráðuneytið lýsti „megnri vanþóknun“ vegna yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar föstudaginn 8. maí sem virtist þakka Bandaríkjamönnum og Bretum sigur yfir Þýskalandi nazista árið 1945. „Á aðfarardegi heilags hátíðardags höfðu bandarískir embættismenn hvorki hugrekki né vilja til þess einu sinni að gefa til kynna óvéfengjanlegan hlut og hrikalegt mannfall Rauða hersins og …

Lesa meira

Kórónaveiran býr um sig í Hvíta húsinu

Director of the National Institute of Allergy and Infectious Diseases at the National Institutes of Health Dr. Anthony Fauci speaks about the COVID-19  (coronavirus) alongside Vice President Mike Pence and members of the Coronavirus Task Force in the Brady Press Briefing Room at the White House in Washington, DC, March 9, 2020. (Photo by SAUL LOEB / AFP) (Photo by SAUL LOEB/AFP via Getty Images)

Kórónaveiran hefur búið um sig í Hvíta húsinu, valdamiðstöð Bandaríkjanna. Þeir sem starfa næstir Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Pence varaforseta hafa greinst með veiruna. Fimmtudaginn 7. maí greindist herbergisþjónn Trumps með COVID-19 eftir að orðið veikur daginn áður. Forsetinn sagðist ekki hafa haft „mjög litla persónulega tengingu“ við þjóninn …

Lesa meira

Þrengt að rússneska Norðurflotanum í Barentshafi

Siglingaleið BSAH Rhône, í september 2018.

Tveir tundurspillar úr 6. flota Bandaríkjanna og bresk freigáta auk birgðaskips hafa undanfarna daga verið á siglingu um Barentshafs. Er þetta í fyrsta sinn síðan um miðjan níunda áratuginn sem þetta hefur gerst. Norski herfræðingurinn Per Erik Solli segir að þetta sé liður í reglubundnum siglingum bandarískra herskipa á norðurslóðum. …

Lesa meira

Kim Jong-un við hestaheilsu

Kim Jong-un í reiðtúr.

Kórea var hersetin af Japönum í seinni heimsstyrjöldinni.  Þegar þeir gáfust upp fyrir Bandamönnum í ágúst 1945 var Kóreuskaganum skipt í tvö hernámssvæði.  Réðu Sovétmenn norðursvæðinu en Bandaríkjamenn því syðra.  Suður – Kórea þróaðist með tímanum í lýðræðisríki og er nú eitt af auðugustu samfélögum veraldar.  Því miður átti sama …

Lesa meira

Kórónaveiran fjölgar kortum en fækkar seðlum í Þýskalandi

Tveggja metra reglan og kort í þýskri verslun.

  Þjóðverjar eru þekktir fyrir að forðast að greiða með kortum og kjósa þess í stað reiðufé viðskiptum. Nú velta þýskir fjölmiðlar því fyrir sér hvort COVID-19-faraldurinn og tveggja metra reglan neyði fólk til að nota kort eða greiða á netinu. Þýska fréttastofan DW spyr: boðar þetta endalok aflvaka seðlaviðskipta …

Lesa meira

Ísrael: Netanyahu má verða forsætisráðherra segir hæstiréttur

Benjamin Netanyahu

Um klukkan 23.00 að staðartíma miðvikudaginn 6. maí í Ísrael komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi útiloka Benjamin Netanyahu frá embætti forsætisráðherra. Niðurstaða dómstólsins var einróma á þann veg að hann hefði enga lagalega heimild til að verða við kröfu um að lýsa Netanyahu vanhæfan sem forsætisráðherra …

Lesa meira

Svíþjóð: COVID-19 hugsanlega frá Wuhan í nóvember 2019

Anders Tegnell

Heilbrigðisstofnun Svíþjóðar útilokar ekki að einstök tilvik af COVID-19 hafi borist til Svíþjóðar í nóvember 2019. Á þessu stigi er þó ekki markvisst unnið að því að leita að fyrstu tilvikunum. Frétt um þetta birtist eftir að sagt var frá því í Frakklandi að þar hefði karl verið smitaður af …

Lesa meira

Þrír bandarískir tundurspillar og bresk freigáta á Barentshafi

Breska freigátan HSM Kent við hlið bandaríska birgðaskipsins USNS Supply.

Þrír bandarískir tundurspillar og birgðaskip auk breskrar freigátu voru mánudaginn 4. maí við æfingar í Barentshafi fyrir norðan Noreg og Rússland. Bandarísk herskip hafa ekki verið á þessum slóðum síðan um miðjan níunda áratuginn. „Á þessum krefjandi tímum er mikilvægara en nokkru sinni að því látum stöðugt að okkur kveða …

Lesa meira