Home / Fréttir (page 86)

Fréttir

Leiðtogafundur NATO í Varsjá: Merkasti viðburður í sögu Pólverja frá 1989 segir forsætisráðherrann

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og Andrzej Duda, forseti Póllands.

  Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag, föstudaginn 8. júlí, með þátttöku ríkisoddvita 39 ríkja, þar af 28 frá NATO-ríkjunum. Um 6.000 lögreglumenn gæta öryggis fundarmanna en skipuleggjendur bókuðu 4.000 hótelherbergi vegna fundarins og 2.000 fjölmiðlamenn hafa verið skráðir í fréttamiðstöðinni vegna hans. Andrzej Duda, forseti Póllands, …

Lesa meira

Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, harðorðari um varnaryfirlýsingu en staðgengill rússneska sendiherrans

Fréttastofa ríkisútvarpsins ræddi við staðgengil rússneska sendiherrans í Reykjavík, Alexey V. Shadskiy. Myndin er úr fréttatíma sjónvarpsins á ruv.is

    Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, rituðu miðvikudaginn 29. júní undir yfirlýsingu um varnir Íslands sem utanríkisráðherra segir að „formfesti“ núverandi stöðu varnarsamstarfs ríkjanna innan ramma varnarsamningsins frá 1951 og sameiginlegrar yfirlýsingar ríkjanna frá október 2006 við brottför varnarliðsins. Fréttastofa ríkisútvarpsins leitaði miðvikudaginn 6. …

Lesa meira

Ríkisoddvitar Finna og Svía í vinnu-kvöldverði NATO í Varsjá

sauli niinist stefan lfven

  Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía, verða meðal leiðtoganna sem taka þátt í vinnu-kvöldverði á leiðtogafundi NATO í Varsjá föstudaginn 8. júlí. Verður þetta í fyrsta sinn sem ríkisoddvitar ríkjanna tveggja sem standa utan hernaðarbandalaga taka þátt í slíkum trúnaðarfundi þar sem menn skiptast frjálslega á skoðunum. …

Lesa meira

Sænskur leyniþjónustuforingi varar við drónum og segir klofning innan ESB gagnast Rússum

Sænskur skriðdreki

  Yfirmaður leyni- og öryggisþjónustu sænska hersins segir að ómönnuð flugför, drónar, skapi öryggisógn. Hann segir einnig að klofningur innan ESB þjóni hagsmunum Rússa. „Við sjáum að Rússum gagnast sundrung innan ESB og þeir vilja gjarnan ýta undir hana og einnig innan NATO. Það auðveldar Rússum að fylgja fram eigin …

Lesa meira

NATO-leiðtogar ákveða öflugri varnir í austurhluta Evrópu á væntanlegum fundi í Varsjá

Jens Stoltenberg kynnir væntanlegan leiðtogafund NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að á leiðtogafundi bandalagsins í Varsjá föstudaginn 8. júlí og laugardaginn 9. júlí verði teknar lykilákvarðanir um að styrkja herafla bandalagsins í austurhluta Evrópu. Leiðtogar bandalagsríkjanna 28 komu síðast saman í Wales í september 2014 og lögðu þá áherslu á að útgjöld til varnarmála yrðu …

Lesa meira

Pútín vekur undrun með ummælum um herafla við finnsku landamærin

Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.

  Valdimir Pútín Rússlandsforseti var í Finnlandi föstudaginn 1. júlí. Sauli Niinistö Finnlandsforseti bauð honum til sumarhúss embættis síns. Það eitt að Pútín fari til Vesturlanda er fréttnæmt en athyglin hefur þó mest beinst að því sem hann sagði um rússneskan herafla í í nágrenni Finnlands og hvernig stöðu hans yrði breytt ef Finnar færu í NATO. Pútín sagði …

Lesa meira

Helmingi fleiri drukkna á flótta yfir Miðjarðarhaf í ár en í fyrra

Flóttamannabátur veltur á Miðjarðarhafi.

. Alls hafa 2.899 farand- og flóttamenn drukknað við tilraun til að komast yfir Miðjarðarhaf til Evrópu frá áramótum. Þessar tölur birti International Organiztion for Migration (IOM) föstudaginn 1. júlí en þær sýna að fleiri hafi farist í ár en á sama tíma í fyrra. Fjölgun dauðsfalla milli ára er …

Lesa meira

Danska varnarmálaráðuneytið vill aukin afnot af Keflavíkurstöðinni og nánara samstarf við ISAVIA

Danska eftirlitsskipið Knud Rasmussen sem oft má sjá í Reykjavíkurhöfn.

    Danska varnarmálaráðuneytið birti mánudaginn 27. júní 248 bls. skýrslu um framtíðarverkefni sín á norðurslóðum (Arktis). Af skýrslunni má ráða að samvinna við Íslendinga og aðstaða á Keflavíkurflugvelli skiptir Dana mjög miklu við framkvæmd þessara verkefna. Víða í skýrslunni kemur fram hve mikilvægt er fyrir dönsku herstjórnina að eiga …

Lesa meira

Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna árétta gildi varnarsamstarfsins í yfirlýsingu

Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

  Síðdegis miðvikudaginn 29. júní birtist fréttatilkynning á vefsíðu utanríkisráðuneytisins um að Lilja D. Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefðu þann sama dag ritað undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf á sviði varnarmála. Robert O. Work var hér á landi í byrjun september 2015. Hann ræddi við Gunnar …

Lesa meira

Smáskrefa-aðferð Angelu Merkel er stefna ESB gagnvart úrsögn Breta

Angela Merkel í Brussel

Ákvörðun breskra kjósenda fimmtudaginn 23. júní um að segja Bretland úr Evrópusambandinu var kynnt á leiðtogaráðsfundi ESB í Brussel þriðjudaginn 28. júní þegar David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, sat síðasta fund sinn í ráðinu. Samþykktu leiðtogarnir að gefa breskum stjórnvöldum svigrúm þar til arftaki Camerons hefði verið valinn. Eftir að hafa orðið undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni sagði Cameron af …

Lesa meira