Home / Fréttir (page 80)

Fréttir

Pútín bíður Trumps með ákvörðun um brottrekstur bandarískra sendiráðsmanna – flott segir Trump

Bandaríska sendiráðið í Moskvu.

Rússneska utanríkisráðuneytið lagði föstudaginn 30. desember til við Vladimír Pútín Rússlandsforseta að hann ræki 35 bandaríska stjórnarerindreka úr landi eftir að Bandaríkjastjórn rak jafnmarga rússneska sendiráðsmenn frá Bandaríkjunum. Pútín féllst ekki á tillöguna heldur sagðist vilja bíða og fylgjast með stefnumörkun Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn rekur 35 rússneska sendiráðsmenn úr landi – Rússar segja stjórnmálasambandið eyðilagt

Vladimír Pútín og Barack Obama.

Bandaríkjastjórn tilkynnti fimmtudaginn 29. desember að tveimur aðsetrum Rússa í Maryland og New York yrði lokað en þau hafa verið notuð fyrir starfsmenn sendiskrifstofa Rússa og til njósnastarfsemi. Frá og með hádegi föstudaginn 30. desember verður rússneskum stjórnarerindrekum bannað að fara inn á svæðin segir í The New York Times. …

Lesa meira

Þýska lögreglan handtekur Túnisa í Berlín vegna hryðjuverksins 19. desember

Vöruflutningabíllinn sem notaður var við hryðjuverkið í Berlín.

Þýska lögreglan handtók miðvikudaginn 28. desember 40 ára gamlan Túnisa vegna gruns um aðild hans að hryðjuverkinu sem framið var 19. desember þegar vöruflutningabíl var ekið á mannfjölda á jólamarkaði á Breitscheidplatz í Berlín. Tólf mann biðu bana vegna hryðjuverksins og 48 særðust. Túnisinn var handtekinn í Tempelhof-hverfinu í suðurhluta …

Lesa meira

Kínversk flotadeild undir forystu flugmóðurskips á Suður-Kínahafi

Kínverska flugmóðurskipið Liaoning. Myndin frá 2012.

Kínversk flotadeild undir forystu eina flugmóðurskips Kína, Liaoning, sigldi suður á bóginn eftir Suður-Kínahafi mánudaginn 26. desember eftir að hafa farið fyrir sunnan Tævan sagði í tilkynningu taívanska varnarmálaráðuneytisins og í frétt Reuters-fréttastofunnar 26. desember. Kínverjar segja um venjubundna æfingu að ræða. Í frétt Reuters segir að ferð herskipanna veki meiri athygli en ella vegna þess …

Lesa meira

Þjóðverjar vilja aukið eftirlit með myndavélum

Almenn öryggisleit í Þýskalandi.

Ný könnun í Þýskalandi á vegum YouGov sýnir að 60% Þjóðverja vilja auka eftirlit með myndavélum á götum og torgum. Niðurstaðan var birt sunnudaginn 25. desember en könnunin var gerð eftir að vöruflutningabíl var, 19. desember, ekið inn í mannfjölda á jólamarkaði í Berlín, 12 létust og um 50 særðust. …

Lesa meira

Drónar og efnavopn Daesh kunna að ógna öryggi Evrópumanna

Liðsmaður al-Kaída heldur á dróna sem hann segist hafa náð frá Daesh.

Hryðjuverkasamtökin Daesh (Ríki íslams) hafa beitt efnavopnum og sprengjudrónum á vígvellinum í Írak og Sýrlandi. Nú óttast eftirgrennslanastofnanir, sérfræðingar og Europol (Evrópulögreglan} að samtökin muni nota þessar aðferðir til árása á Vesturlöndum og beita þar efnavopnum, geislavirkum efnum og sýklavopnum., segir í Jyllands-Posten sunnudaginn 25. desember. Í blaðinu er vitnað …

Lesa meira

Frakkar herða öryggisgæslu við kirkjur um jólahelgina

Dómkirkjan í Strassborg

      Frökkum kemur mjög á óvart að hryðjuverkamanninum Anis Amri skuli hafa tekist að komast með leynd um Frakkland á leið sinni frá Berlín til Ítalíu. Í bakpoka hans fannst lestarmiði með TGV-hraðlest frá Chambéry í Savoie-héraði í Frakklandi til Tórínó á Ítalíu. Lögregla skaut hann til bana …

Lesa meira

Grænland: Danir enduropna herstöð til að halda Kínverjum í burtu

Loftmynd af herstöðinni í Grønnedal á Grænlandi.

Í fréttaskýringu sem Martin Breum skrifar á vefsíðuna The Arctic Journal og birtist föstudaginn 23. desember segir að svo virðist sem Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hafi haft bein afskipti til að koma í veg fyrir að kínverskt fyrirtæki gæti keypt yfirgefna herstöð Dana í Grønnedal á Grænlandi. Danski flotinn …

Lesa meira

Berlínar-hryðjuverkamaðurinn felldur af ítölsku lögreglunni í Mílanó

Þarna var hryðjuverkamaðurinn frá Berlín felldur.

Anis Amri, Túnisinn sem grunaður er um að hafa ekið flutningabíl inn í jólamarkað í Berlín að kvöldi mánudags 19. desember, var skotinn til bana í skotbardaga við ítölsku lögregluna í Mílanó aðfaranótt föstudags 23. desember. Marco Minniti, inannríkisráðherra Ítalíu, skýrði frá þessu að morgni föstudagsins á blaðamannafundi í Róm. …

Lesa meira

Hryðjuverkið í Berlín vekur Þjóðverja vegna hættunnar af íslamistum

Minnst látinna við Brandenborgarhliðið í Berlín.

Vegna stærðar sinnar er Þýskaland ákjósanlegur áfangastaður fyrir íslamista segir Nicola Barotte, blaðamaður franska blaðsins Le Figaro fimmtudaginn 22. desember. Í landinu eru um 8.000 salafistar, boðendur öfgakennds íslams, þeir voru innan við 7.000 fyrir tveimur árum. Oft hefur verið vakin athygli á hættunni sem þessu fylgir. Bent er á …

Lesa meira