Home / Fréttir (page 8)

Fréttir

Bandarískar sprengjuvélar æfa með sænskum orrustuþotum yfir Svíþjóð

Hér eru fjórar sænskar Gripwn-orrustuþotur á flugi með B-1-sprengivélum Bandarikjanna yfir Svíþjóð.

Tvær bandarískar sprengjuþotur flugu frá Ellsworth-flugherstöðinni í Suður-Dakota í Bandaríkjunum til æfinga með þotum sænska flughersins og sænskum loftvarnasveitum á landi á Vidsel-æfingasvæðinu um 900 km fyrir norðan Stokkhólm, sagði fréttatilkynningu bandaríska flughersins fimmtudaginn 21. maí. Leiðangur vélanna tók 23 klukkustundir og fengu þær eldsneyti á lofti frá vélum sem …

Lesa meira

Kafbátaumsvif Rússa kalla á viðbrögð í GIUK-hliðinu

Úr greininni í riti IISS

Fræðimenn sem spá fyrir um þróun alþjóðamála á næstu áratugum gera ráð fyrir því að vægi norðurheimskautssvæðisins vaxi umtalsvert á tímabilinu. Umhverfi svæðisins tekur miklum breytingum sem veldur því að ríki sýna því meiri áhuga ekki síst efnahagslegan. Ýmsar aðrar breytingar eiga sér stað á svæðinu. Öryggisumhverfið hefur til að …

Lesa meira

Xi glímir við efnahagsvanda heima og erlendis

Xi Jiping Kínaforseti

Fjarað hefur undan fjárfestingaverkefni Kínastjórnar, belti-og-braut (BOB), vegna COVID-19-faraldursins. Kínversk yfirvöld takast nú á við efnahagsvanda á heimavelli og mörg ríkjanna sem tóku þátt í BOB-verkefninu hafa ekki lengur burði til að standa við skuldbindingar sínar. Val Kínverja stendur á milli þess að bjarga eigin efnahag eða gefa eftir skuldir …

Lesa meira

Norskar og sænskar orrustuþotur æfa með bandarískum B-1 sprengjuvélum

Fjórar norskar F-35 og tvær bandarískar B-1.

Um þessar mundir fara fram æfingar á landi og í lofti við Noreg með þátttöku norskra F-35 orrustuvéla og bandarískra B-1 Lancer sprengjuvéla, segir í tilkynningu norska hersins miðvikudaginn 20. maí. Þá var einnig sagt frá því í sænska blaðinu Dagens Nyheter er að sænskar Gripen orrustuþotur hefðu æft með …

Lesa meira

Merkel og Macron gera tillögu um ESB-kórónusjóð

Emmanuel Macron og Angela Merkel á fjar-blaðamannafundi 18. maí 2020.

Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynntu mánudaginn 18. maí að þau vildu standa að því að komið yrði á fót sjóði með 500 milljörðum evra til að blása nýju lífi í evrópskt efnahagslíf eftir áfallið vegna COVID-19-faraldursins. Stjórnmálaskýrendur lýsa þessari ákvörðun leiðtoganna sem sigri fyrir Macron sem tekist …

Lesa meira

Flutningar með lestum aukast frá Kína vegna COVID-19

silkevejen

Vegna CODIV-19-faraldursins beinist athygli meira nú en áður að vöruflutningum með járnbrautalestum milli Kína og Evrópu. Undir lok mars hélt fyrsta lestin, eftir tveggja mánaða hlé, frá Wuhan í 15 daga ferð til Duisburg í Þýskalandi. Frá því að fyrst var lagt upp í slíka lestaferð árið 2011 hefur járnbrautanetið …

Lesa meira

Kívnerjum bregst COVID-19-bogalistin á Filippseyjum

Forsíða misheppnaða myndbands kínverska sendiráðsins.

  Kínverska sendiráðið í Manila á Filippseyjum sendi nýlega frá sér myndband helgað þeim sem standa í framlínunni vegna COVID-19. Myndbandið ýtti hins vegar fljótt undir víðtæka reiði meðal netverja á Filippseyjum vegna þess að í texta í lagi sem er sungið á myndbandinu er óbeint vikið að Suður-Kínahafi sem …

Lesa meira

Flugrisarnir rumska í Evrópu eftir faraldurssvefninn

markwagtendonk

Smátt og smátt hefja farþegaflugvélar sig á loft að nýju eftir að hafa verið lagt mánuðum saman vegna COVID-19-faraldursins. Flugrisinn Air France-KLM rumskaði til dæmis í vikunni og hóf flug á átta leiðum. Czech Airlines og þýska Lufthansa senda vélar sínar á næstunni inn á gamalkunnar áætlanaleiðir, segir á checkin.dk, …

Lesa meira

Danski forsætisráðherrann boðar lög um öryggi farkerfa – skorður settar við Huawei

huawei-i-koebenhavns-sydhavn

Danskir sérfræðingar segja að dönsk stjórnvöld óttist nú síður en áður að troða Kínverjum um tær og að grípi því til öflugri varna fyrir danska lífshagsmuni. Á þennan veg hefst grein á vefsíðu Jyllands-Posten fimmtudaginn 14. maí þar sem sagt er frá því að þann dag hafi Mette Frederiksen, forsætisráðherra …

Lesa meira

Rússneskir tölvuþrjótar réðust á Merkel

Angela Merkel í þýska þinginu.

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að fyrir liggi „ótvíræða sannanir“ fyrir því að rússneskir tölvuþrjótar hafi gert atlögu að henni með „forkastanlegum“ tilraunum til njósna. Kanslarinn lét þessi orð falla eftir að Der Spiegel birti frásögn um að njósnastofnun rússneska hersins (GRU) hefði krækt í tölvubréf úr þingskrifstofu hennar árið 2015. …

Lesa meira