Home / Fréttir (page 8)

Fréttir

Ítalía: Stjórnlagakreppa magnast með utanþingsstjórn

Carlo Cottarelli, nýr forsætisráðherra Ítalíu.

Í leit að lausn eftir að forsætisráðherraefni uppnámsflokkanna á Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði sig frá verkefninu fól Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, mánudaginn 28. maí, hagfræðingnum Carlo Contarelli að mynda utanþingsstjórn. Ákvörðun forsetans er illa tekið af leiðtogum Fimmstjörnu hreyfingarinnar (M5S) og Bandalagsins sigurvegaranna í kosningunum 4. mars 2018. Forsetinn lagði …

Lesa meira

Þýskaland: Bandaríkjaher varar við töfum á umferð vegna hergagnaflutninga

Skriðdreki á leið um borð í flutningaskip.

  Bandaríkjaher hefur sent tilkynningar til stjórnvalda í nokkrum þýskum sambandslöndum um að búast megi við umfangsmikilli umferð þungra bryndreka á leið þeirra til hernaðarlega mikilvægra staða í austurhluta Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Hér sé um að ræða framkvæmd á ákvörðun NATO sem ber heitið Operation Atlantic Resolve. Sendir verða 3.300 …

Lesa meira

Ílaía: Stjórnarkreppa breytist í stjórnlagakreppu

Giuseppe Conte tilkynnir afsögn sína sem verðandi forsætisráðherra.

Giuseppe Conte sem ítölsku uppnámsflokkarnir tveir, Fimmstjörnu hreyfingin (M5S) og Bandalagið, höfðu tilnefnt sem forsætisráðherra sagði sig frá verkefninu að mynda ríkisstjórn sunnudaginn 27. maí eftir að forseti Ítalíu neitaði að samþykkja tillögu hans um efnahagsmálaráðherra. Deila varð innan stjórnarflokkanna þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins (hægrisinnað) neitaði að samþykkja höfnun …

Lesa meira

Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðarumsvifum Rússa

Myndin er tekin í St.Pétursborg sumarið 2017 þegar þar var efnt til flotasýningar.

  Rússar hafa aukið flotaumsvif sín í nágrenni við Noregi og hernaðarmáttur þeirra er vaxandi áhyggjuefni, sagði yfirmaður norska flotans við Reuters-fréttastofuna fimmtudaginn 24. maí. Norðmenn eiga land að Rússlandi á norðurslóðum og Rússar eiga mikið undir því að eiga greiða og opna leið að úthöfunum. Andreas Stensönes, yfirmaður norska …

Lesa meira

Óvæntur fundur Moons og Kims

Kim og Moon faðmast á þessari mynd  af fundi þeirra 26. maí 2018.

  Moon Jae-in, forseti S-Kóreu, efndi til óvænts fundar með Kim Jomg-un, einræðisherra í N-Kóreu, laugardaginn 26. maí við landamæri ríkjanna og ræddu þeir saman um hugsanlegan fund Kims með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Moon og Kim ræddu saman í tvær klukkustundir í landamæraþorpinu Panmunjom. Fyrr í vikunni aflýsti Trump boðuðum …

Lesa meira

Ítalía: Spenna vegna vals á efnahagsmálaráðherra uppnámsflokkanna

Giuseppe Conte forsætisráðherraefni kemur af fundi forseta Ítalíu.

Giuseppe Conte, verðandi forsætisráðherra Ítalíu, vann að því föstudaginn 25. maí að skipa mönnum sæti í ríkisstjórn sinni. Mest spenna er um val hans á efnahagsmálaráðherra. Afstaða hans ræður miklu um framgöngu Ítala í evru-samstarfinu. Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, samþykkti miðvikudaginn 23. maí tillögu uppnámsflokkanna tveggja, Fimmstjörnu hreyfingarinnar (M5S) og …

Lesa meira

Rússneskt stórfylki átti hlut að flugkeytaárás á áætlunarvélina MH17

Á kortinu sést hvar vélinni var grandað.

  Alþjóðsérfræðingar sem rannsakað hafa árásina á flugvélina MH17 frá Malaysian Airlines sumarið 2014 birtu bráðabrigða niðurstöðu sína fimmtudaginn 24. maí í hollenska bænum Bunnik. Flugskeyti sem skotið var af jörðu grandaði MH17 í júlí 2014 yfir landsvæði Úkraníu, alls fórust 298 manns með vélinni, farþegar og áhöfn. Flestir um …

Lesa meira

Trump blæs af fundinn með Kim

Mike Pence varaforseti og Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt Kim Jong-un, einsræðisherra í Norður-Kóreu, að hann muni ekki sækja fyrirhugaðan fund þeirra í Singapúr 12. júní. Þetta er efni bréfs sem Trump sendi Kim fimmtudaginn 24. maí. Forsetinn segist ekki vilja taka þátt í fundinum vegna „gífulegrar reiði og augljósrar óvináttu í síðustu yfirlýsingu …

Lesa meira

Norrænir forsætisráðherrar ræða öryggismál og 5G-tæknina

Katrín Jakobsdóttir, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs,Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands,

Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Örnsköldsvik í Svíþjóð dagana 22.-23. maí. Finnska ríkisútvarpið segir að á fundinum, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti, hafi meðal annars verið rætt um stöðu í löndum eins og Sýrlandi og Norður-Kóreu, Eystrasaltssvæðinu og Rússlandi. Í fyrri viku rituðu varnarmálaráðherrar  Finnlands og Svíþjóðar þríhliða …

Lesa meira

Svíþjóð: Öll heimili vöruð við vegna almannavarnahættu og stríðs

Forsíða bæklingsins sem fer á hvert sænskt heimili.

  Sænska ríkisstjórnin hefur hafið dreifingu á bæklingi til 4,8 milljón sænskra heimila með upplýsingum um viðbrögð ef til árásar komi. Bæklingurinn heitir Om krisen eller kriget kommer – Á hættu- eða stríðstímum – og er honum ætlað að veita almenningi leiðbeiningar um viðbrögð vegna „alvarlegra slysa, ofsaveðurs, tölvuárásar eða …

Lesa meira