Home / Fréttir (page 70)

Fréttir

Fyrrverandi forseti Georgíu eftirlýstur og ríkisfangslaus í Úkraínu

Mikheil Saakashvili var vel fagnað af stuðningsmönnum við komuna til Úkraínu.

  Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir að Mikheil Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu og fyrrverandi héraðsstjóri í Odessa-héraði í Úkraínu, sé eftirlýstur vegna ásakana um „alvarleg“ afbrot eftir að hann fór á ólögmætan hátt inn í Úkraínu sunnudaginn 10. september og stofnaði til handalögmála á landamærunum við Pólland. Hann hafi við …

Lesa meira

Nágrönnum Rússa stendur ekki á sama um stóræfingu herja í nágrenni sínu

Rússneskir hermenn á Krímskaga.

Viðamikil heræfing Rússa og Hvít-Rússa, Zapad 2017, hefst í vikunni. Hún snýst um að verjast innrás hryðjuverkamanna frá þremur „ímynduðum“ Austur-Evrópulöndum. Hér verður stuðst við lýsingu þýsku fréttastofunnar  DW á heræfingunni. Æfingin stendur í viku og hest fimmtudaginn 14. september. Liðssveitirnar sem notaðar verða í Zapad 2017 eru kallaðar „norðursveitirnar“ …

Lesa meira

Í bígerð að leyfa Kínverjum að sitja undir stýri á finnskum vegum

Finnska ríkisútvarpið segir að aðstæðir eins og þessar í Lapplandi geti verið ökumönnum hættulegar.

Kínverskir ferðamenn í Finnlandi hafa til þessa ekki átt mátt sitja undir stýri á finnskum vegum þar sem ökuskírteini þeirra hafa ekki verið gild að finnskum lögum. Kína á ekki aðild að 19. samþykkt Sameinuðu þjóðanna um umferðaröryggi og þess vegna hafa finnsk yfirvöld ekki viljað viðurkenna ökuskírteini Kínverja. Nú …

Lesa meira

Rússar misnotuðu Facebook í bandarísku kosningabaráttunni

images-29

Netárás Rússa á Bandaríkin í forsetakosningabaráttunni árið 2016 snerist ekki eingöngu um að brjótast inn í tölvur fólks og flokka og leka bréfum dermókrata eða um að dreifa fréttum, upplognum eða sönnum og einhverju þar á milli á rússneskum miðlum eins og RT og Sputnik til að gera Hillary Clinton …

Lesa meira

Danir hafa fengið nóg af „skapandi lögskýringum“ Mannréttindadómstóls Evrópu

Úr Mannréttindadómstóli Evrópu.

Þeim fjölgar í Danmörku sem vilja losa sig undan mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er niðurstaða nýlegrar skoðanakönnunar meðal Dana. Lagaprófessor við Kaupmannahafnarháskóla lítur á niðurstöðuna sem andstöðu við það sem kallað er „skapandi lögskýring“ Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Alræmdur foringi glæpahópsins Loyal to Familia, Shuaib Khan, hefur mörg mjög alvarleg afbrot …

Lesa meira

Rússneskar „falsfréttir“ – skapa þjóðum okkar hættu

Claus Hjort Frederiksen og Peter Hultqvist.

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, og Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Danmerkur, birtu sameiginlega grein í svænska dagblaðinu Aftonbladet, 30. ágúst 2017. Hún birtist hér í lauslegri þýðingu.   Samskipti Svía og Dana hafa orðið sífellt nánari og má þakka það Eyrarsundsbrúnni. Þetta á þó ekki aðeins við um þá sem búa …

Lesa meira

Danske Bank sætir ámæli fyrir peningaþvætti valdamanna í Azerbaijdsan

33338

Danske Bank sætir þungu ámæli fyrir hlutdeild sína í peningaþvætti fyrir stjórnarherrana í Azerbajdsan. Berlingske Tidende birti þriðjudaginn 5. september frétt um að þessi stærsti banki Dana hefði árum saman leyft hindrunarlausar færslur á fé frá Azerbajdsan um útibú bankans í Eistlandi inn á reikninga fjögurra fyrirtækja í Bretlandi, alls …

Lesa meira

Múrmansk: Ný herflotaskóli settur við upphaf kennsluárs

Nemendur í rússneska flotaskólanum eru 12 ára eða eldri.

Við upphaf skólaársins í Rússlandi, föstudaginn 1. september, tók nýr skóli til starfa í Múrmansk á norðurströnd Rússlands, við Kóla-skagann, skammt frá landamærum Noregs. Yfirmaður rússneska herflotans, Vladimir Koroljov, setti skólann, nýja Nakhimov flotaskólann. Við hlið hans voru aðrir háttsettir menn flotans en fyrir framan þá stóðu fyrstu nemendur skólans, …

Lesa meira

Vígamenn frá Sýrlandi leika lausum hala í Þýskalandi

Sýrlenskt og þýskt vegabréf.

Frá því er sagt í Der Spiegel laugardaginn 2. september að tugir vígamanna frá hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi  hafi sótt um hæli í Þýskaland. Í fréttinni segir að þýsk öryggisyfirvöld hafi stofnað sérsveit til að glíma við vígamennina. Talið er að tæplega 60 fyrrverandi vígamenn frá Sýrlandi í hópi sem tengdist …

Lesa meira

Óupplýst, dularfull höfuðveikindi bandarískra sendiráðsmanna á Kúbu

Bandaríska sendiráðsbyggingin í Havana.

Margir bandarískir stjórnarerindrekar sem starfað hafa í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu glíma við varanlega heyrnarskerðingu og heilahristing segir í tilkynningu starfsmannafélags þeirra, American Foreign Service Association (AFSA), föstudaginn 1. september. Sama dag og tilkynningin birtist sagði bandaríska utanríkisráðuneytið að fjöldi þeirra starfsmanna á Kúbu sem glímdu við þennan …

Lesa meira