Þingkjörinn umboðsmaður þýska hersins, Jafnaðarmaðurinn Hans-Peter Bartels, hvetur til þess að þýski flotinn hætti að senda freigátur í verkefni á vegum NATO, ESB og SÞ. Hann telur herinn einfaldlega ekki ráða yfir nógu mörgum skipum til þess. Rætt var við Bartels í Bild am Sonntag 11. febrúar og sagði hann …
Lesa meiraTölvuárás gerð á vetrarólympíuleikanna
Sérfræðingar Suður-Kóreustjórnar vinna að því að upplýsa hvernig tölvuþrjótum tókst að trufla setningarathöfn vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang föstudaginn 9. febrúar. Þráðlaust innra kerfi og netsamband var rofið. Mark Adams, talsmaður alþjóðaólympíunefndarinnar, sagði að allt benti til árásar á netkerfið en nú hefðu varnir þess verið auknar. Hann sagðist ekki ætla að …
Lesa meiraÍsraelar missa orrustuþotu vegna átakanna í Sýrlandi
Ísraelsk F-16 orrustuþota féll til jarðar eftir að skotið var á hana frá Sýrlandi að lokinni árás á írönsk skotmörk í Sýrlandi, sagði í tilkynningu Írsaelshers laugardaginn 10. febrúar. Tveir flugmenn björguðust í fallhlíf áður en vélin skall á jörðu í norðurhluta Ísraels. Þeir voru fluttir á sjúkrahús og er …
Lesa meiraÞýskaland: Martin Schulz á útleið úr forystu SPD – verður ekki ráðherra
Martin Schulz, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD), tilkynnti föstudaginn 9. febrúar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir ráðherraembætti í næstu ríkisstjórn Þýskalands. Hann hafði verið orðaður við embætti utanríkisráðherra og látið í ljós áhuga á að gegna því. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni innan flokks síns fyrir að lýsa þessum …
Lesa meiraÓvissa í öryggismálum einkennir ársskýrslu MSC
Árlega öryggisráðstefnan verður haldin í München dagana 16. til 18. febrúar. Fimmtudaginn 8. febrúar birtist úttekt á stöðu öryggismála í heiminum sem samin er af sérfræðingum ráðstefnunnar og ber að þessu sinni fyrirsögnina: Að brúninni – og til baka? og lýsir hún óvissunni sem talin er ríkja um þessar …
Lesa meiraSoros safnar fé til að halda Bretum í ESB
Brexit-samkomulag, það er úrsagnarskilmála Breta, og stuðla þannig að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu eða þingkosningum. Segir The Telegraph að þetta komi fram í aðgerðaáætlun sem lekið hafi verið frá undirbúningsnefnd aðgerðanna. Í skjalinu segir að með baráttunni sem hefjist nú undir lok febrúar sé stefnt að því að „vekja þjóðina til …
Lesa meiraStóru þýsku flokkarnir boða stjórnarsamstarf til 2021
Forsvarsmenn Evrópusambandsins fögnuðu miðvikudaginn 7. febrúar að tekist hefði samkomulag um samstarf stjórnarflokkanna í Þýskalandi á kjörtímabilinu til 2021. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, SPD, og væntanlegur utanríkisráðherra sagði að með endurnýjun stjórnarsamstarfsins yrðu Þjóðverjar að nýju „virkir og leiðandi afl innan Evrópusambandsins“. Á blaðamannafundi með forystumönnum kristilegu samstarfsflokkanna sagði Schulz …
Lesa meiraIskander-kjarnaflaugar í Kaliningrad
Fullyrt er að Rússar hafi komið fyrir varanlegum Iskander-eldflaugum í hólmlendu sinni Kaliningrad, við Eystrasalt milli Litháens og Póllands. Flaugarnar geta borið kjarnavopn. Rússneska RIA Novosti-fréttastofan vitnar mánudaginn 5. febrúar í Vladimir Shamanov, formann varnaramálanefndar neðri deildar rússneska þingsins, sem segir Iskander-flaugar hafa verið sendar til Kaliningrad án þess að …
Lesa meiraUtanríkisráðherra ræddi ný viðhorf í öryggismálum á fundi SIPRI
Í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands flutti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, erindi í Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnuninni í Stokkhólmi (SIPRI) fimmtudaginn 18. janúar. Ráðherra gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hefðu í öryggismálum á Norður-Atlantshafi á undanförnum árum með vaxandi umferð rússneskra herflugvéla og kafbáta, sem og viðbrögðum …
Lesa meiraGrikkland: Hundruð þúsunda mótmæla sáttatillögu í Makedóníu-deilunni
Talið er að um 140.000 Grikkja hafi komið saman á Syntagma-torgi fyrir framan þinghúsið í Aþenu sunnudaginn 4. febrúar til að mótmæla að nágrannaríki Grikklands beri heitið Makedónía. Margir Grikkir eru þeirrar skoðunar að með þessu vakni kröfur um að héraðið Makedónía í Grikklandi verði tekið undan grískum yfirráðum. Lögfræðingurinn …
Lesa meira