Home / Fréttir (page 60)

Fréttir

NATO og ESB árétta samvinnu sína í öryggismálum

Federica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafa setið á fundum í Brussel dagana 6. og 7. desember. Þriðjudaginn 6. desember ræddu þeir samstarf ESB og NATO og að fundinum loknum gáfu forseti leiðtogaráðs ESB, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO út rúmlega 2000 orða yfirlýsingu um samstarf NATO og ESB. Lögð er áhersla á …

Lesa meira

Tugir tyrkneskra starfsmanna hjá NATO sakaðir um aðild að valdaráni

36117275_303

Nokkrir tugir tyrkneskra herforingja sem störfuðu í höfuðstöðvum NATO í Brussel eða hjá Evrópuherstjórn bandalagsins, SHAPE, í Mons í Belgíu eru meðal þeirra rúmlega 125.000 manns sem Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sakar um að hafa gert árangurslausa valdaránstilraun gegn sér í júlí 2016. Erdogan kallar þá „hryðjuverkahermenn“. Þýska fréttastofan Deutsche …

Lesa meira

Forsætisráðherra Frakka biðst lausnar vegna forsetaframboðs

Manuel Valls kynnir framboð sitt á fundi með stuðningsmönnum.

  Manuel Valls (54 ára) hættir sem forsætisráðherra Frakklands þriðjudaginn 6. desember eftir að hann tilkynnti 5. desember framboð sitt í prófkjöri sósíalista um forsetaframbjóðanda vegna kosninga vorið 2017. Prófkjörið verður í janúar 2017. „Já, ég er frambjóðandi til forseta lýðveldisins,“ sagði Valls á fundi með stuðningsmönnum sínum í bænum …

Lesa meira

Ítalía: Stjórnarkreppa eftir fall forsætisráðherrans í þjóðaratkvæðagreiðslu

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur boðað afsögn sína eftir að yfirgnæfandi meirihluti Ítala hafnaði tillögum hans um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 4. desember. „Ríkisstjórn mín biðst lausnar í dag,“ sagði Renzi skömmu eftir miðnætti í sjónvarpsávarpi frá Palazzo Chigi. „Ég tek fulla ábyrgð á ósigrinum.“ Hann hvatti keppinauta sína til …

Lesa meira

Austurríki: Frambjóðandi græningja næsti forseti

Alexander Van der Bellen, nýr forseti Austurríkis.

Útgönguspár í forsetakosningunum í Austurríki benda til þess að Alexander Van der Bellen (72 ára), fyrrv. hagfræðiprófessor og leiðtogi græningja, hafi verið kjörinn forseti landsins í kosningum sunnudaginn 4. desember. Austurríska ríkissjónvarpið ORF sagði að allt benti til þess að Van der Bellen fengi 53,6%. Norbert Hofer (45 ára), verkfræðingi, …

Lesa meira

Ítalir greiða atkvæði – sigri nei-menn verður nýtt uppnám innan ESB

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á Ítalíu sunnudaginn 4. desember. Um 50 milljónir manna greiða þá atkvæði um hvort breyta eigi stjórnskipun landsins með því að minnka vald öldungadeildar þingsins. Jafnaðarmaðurinn Matteo Renzi forsætisráðherra telur að breytingin sé nauðsynleg til að skapa forsendur fyrir markvissari stjórnarháttum. Baráttan fyrir atkvæðagreiðsluna snýst þó meira …

Lesa meira

Skotflaugaæfingar skapa spennu milli Úkraínumanna og Rússa

Skotpallur Úkraínuhers

  Úkraínuher hóf fimmtudaginn 1. desember tveggja daga æfingar í suðurhluta Kherson-héraðs sem liggur að Krím. Í Moskvu segja menn þetta „hættulegt fordæmi“. Dmitríj Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði við rússneska dagblaðið Vedomosti að rússneski herinn mundi skjóta niður skotflaugar sem ógnuðu landi ríkisins. „Hér í Kreml viljum við ekki sjá …

Lesa meira

ESB-þing og framkvæmdastjórn kynna hernaðarleg áform sambandsins

Frá ESB-þinginu

  ESB-þingið samþykkti 22. nóvember ályktun um að ESB ætti að koma á fót „fjölþjóðlegum her“ með einhvers konar þátttöku „allra aðildarríkjanna“. Í ályktuninni segir einnig að nauðsynlegt sé að koma á fót ESB-aðgerðaherstjórn hún sé „skilyrði fyrir árangursríkri áætlanagerð, stjórn og framkvæmd sameiginlegra aðgerða“. Markmiðið er að koma á …

Lesa meira

Frakklandsforsetinn Hollande sækist ekki eftir endurkjöri

Forsíða Le Figaro föstudaginn 2. desember.

  Sósíalistinn François Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að kvöldi fimmtudags 1. desember að hann gæfi ekki kost á sér í forsetakosningunum vorið 2017. Hann er óvinsælasti forsetinn í stjórnmálasögu Fraklands. Hollande sagði ákvörðun sína tekna af tilliti til „æðri skyldu með hag þjóðarinnar að leiðarljósi“. Hann sagði: „Ég …

Lesa meira

Íslamskur öfgahyggjumaður leyndist innan þýsku leyniþjónustunnar

Höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, skammt frá Köln.

Starfsmaður þýsku leyniþjónustunnar (Bundesamt für Verfassungsschutz, BfV) gekk íslamistum á hönd án þess að vitað færi að hann hefði fallið fyrir öfgahyggju. Um er að ræða Þjóðverja sem fæddist á Spáni. Hann er sakaður um að hafa deilt trúnaðarupplýsingum á spjallsíðu íslamista. BfV staðfesti miðvikudaginn 30. nóvember að 51 árs …

Lesa meira