Home / Fréttir (page 6)

Fréttir

Bolton fer hörðum orðum um Alþjóðasakamáladómstólinn

index

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, fór hörðum orðum um Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) í Haag í ræðu í Washington mánudaginn 10. september. Dómstóllinn fjallar nú um mál gegn bandarískum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað menn grunaða um hryðjuverk. Þeir sátu í leynilegum fangelsum í Afganistan. Bolton segir að …

Lesa meira

Spáð í áhrif hernaðarsamstarfs Rússlands og Kína

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping Kínaforseti.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Fyrir nokkru var sagt frá því hér á vardberg.is að nú í september yrði umfangsmikil rússnesk heræfing, svokölluð Vostok-2018 (Vostok þýðir austur á rússnesku), haldin í austur­hluta landsins.  Umfang hennar sést af því að um 300 þúsund rúss­neskir hermenn taka þátt í henni sem er hvorki …

Lesa meira

Glíman við launmorðingja Rússa hættulegri nú en 1978

GRU-mennirnir hikuðu ekki við að standa fyrir framan eftirlitsmyndavélar á brautarstöðinni í Salisbury.

Leyniþjónusta Búlgaríu sendi ítalskan launmorðingja sem hlaut dulnefnið Piccadilly til London í september 1978 og 7. september fann hann útlægan andófsmann, Georgi Markov, á biðstöð strætisvagna skammt frá Waterloo brú, stakk hann í hægri mjöðm með tóli sem spýtti lítilli kúlu með eitrinu ricin í holdið. Við 37°hita bráðnaði efnið …

Lesa meira

Hergögn streyma til Noregs vegna Trident Juncture-æfingarinnar

Þilfar þýska flutningaskipsins Ark Germania,

  Mikið magn hergagna er tekið að streyma til Noregs vegna NATO-heræfingarinnar Trident Juncture sem hefst í næsta mánuði. Varnarmálaráðherrann Frank Bakke-Jensen og dómsmálaráðherrann Tor Mikkel Wara voru báðir í Fredrikstad þegar flutningaskipið Ark Germania kom þangað föstudaginn 7. september. Aldrei fyrr hefur jafnmikið af hergögnum verið flutt til Noregs …

Lesa meira

Bandaríska varnarlínan langt fyrir norðan GIUK-hliðið

Rauði punkturinn er í Barentshafi, nálægt heimahöfnum rússneska Norðurflotans.

. Eftir að 2. floti Bandaríkjanna var virkjaður að nýju í maí á þessu ári með höfuðstöðvar í Norfolk í Virginíuríki hefur einnig verið ákveðið að þar verði ný Atlantshafsherstjórn NATO eins og var í kalda stríðinu. Innan herstjórnakerfis NATO féll Keflavíkurstöðin, flotastöð Bandaríkjanna á Íslandi, undir Atlantsherstjórnina. Nú stefnir …

Lesa meira

Trump segir „snáka“ vera alls staðar

Þessi mynd birtist hjá Axios til að lýsa líðan Trumps.

Á bandarísku fréttavefsíðunni Axios segir fimmtudaginn 6. september að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé ekki aðeins í uppnámi vegna væntanlegrar bókar eftir Bob Woodward um stjórnarhætti hans sem kemur út í næstu viku undir heitinu: Ótti (e. Fear). Forsetinn sé einnig fullur grunsemda í garð margra innan stjórnkerfisins – hvort sem …

Lesa meira

Breska stjórnin sækir að rússneskum auðmönnum og þrengir að Pútín

Vladimír Pútín og Oleg Deripska, rússneskur auðjöfur.

Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kanada og Þýskalands hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir „lýsa fullu trausti“ á niðurstöðu Breta um að mennirnir tveir sem eru grunaðir um eiturefnaárásina í Salisbury á Englandi séu útsendarar GRU, njósnastofnunar rússneskas hersins. Breska ríkisstjórnin sækir að rússneskum auðmönnum með upptöku á fé …

Lesa meira

Hljóðlát andspyrnuhreyfing í liði Donalds Trumps

Donald Trump

Heimsathygli vekur að í The New York Times birtist miðvikudaginn 5. september nafnlaus grein á leiðaraopnu þar sem háttsettur embættismaður í Trump-stjórninni segir að innan hennar sé þögul andspyrnuhreyfing sem sporni gegn því að Bandaríkjaforseti vinni þjóð sinni og bandamönnum hennar meira ógagn en gagn. Donald Trump brást illa við …

Lesa meira

Heræfingar frá Kína til Íslands á næstu vikum

nato

„Á næstu vikum hefja bæði Rússar og NATO mestu heræfingar sínar frá lokum kalda stríðsins. Hundruð þúsunda hermanna, tugir þúsunda farartækja, hundruð flugvéla og tugir herskipa taka þátt í fjölda sýndaraðgerða sem ná frá Kína til Íslands, frá Norður-Atlantshafs til Miðjarðarhafs.“ Á þessum orðum hefst löng grein á bandarísku vefsíðunni …

Lesa meira

Rússneskir útsendarar gerðu eiturefnaárásina í Salisbury

Rússnesku útsendararnir.

Útsendarar njósnadeildar hers Rússlands stóðu að taugaeitursárásinni í Salisbury í Suður-Englandi 4. mars sl. Þeir beittu gömlu sovésku eitri, novitsjok, í tilraun til að drepa útlægan rússneskan njósnara, Sergei Skripal, sem leikið hafði tveimur skjöldum og dóttur hans Júlíu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði í neðri deild breska þingsins miðvikudaginn …

Lesa meira