Home / Fréttir (page 50)

Fréttir

Breska stjórnin sækir að rússneskum auðmönnum og þrengir að Pútín

Vladimír Pútín og Oleg Deripska, rússneskur auðjöfur.

Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Kanada og Þýskalands hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir „lýsa fullu trausti“ á niðurstöðu Breta um að mennirnir tveir sem eru grunaðir um eiturefnaárásina í Salisbury á Englandi séu útsendarar GRU, njósnastofnunar rússneskas hersins. Breska ríkisstjórnin sækir að rússneskum auðmönnum með upptöku á fé …

Lesa meira

Hljóðlát andspyrnuhreyfing í liði Donalds Trumps

Donald Trump

Heimsathygli vekur að í The New York Times birtist miðvikudaginn 5. september nafnlaus grein á leiðaraopnu þar sem háttsettur embættismaður í Trump-stjórninni segir að innan hennar sé þögul andspyrnuhreyfing sem sporni gegn því að Bandaríkjaforseti vinni þjóð sinni og bandamönnum hennar meira ógagn en gagn. Donald Trump brást illa við …

Lesa meira

Heræfingar frá Kína til Íslands á næstu vikum

nato

„Á næstu vikum hefja bæði Rússar og NATO mestu heræfingar sínar frá lokum kalda stríðsins. Hundruð þúsunda hermanna, tugir þúsunda farartækja, hundruð flugvéla og tugir herskipa taka þátt í fjölda sýndaraðgerða sem ná frá Kína til Íslands, frá Norður-Atlantshafs til Miðjarðarhafs.“ Á þessum orðum hefst löng grein á bandarísku vefsíðunni …

Lesa meira

Rússneskir útsendarar gerðu eiturefnaárásina í Salisbury

Rússnesku útsendararnir.

Útsendarar njósnadeildar hers Rússlands stóðu að taugaeitursárásinni í Salisbury í Suður-Englandi 4. mars sl. Þeir beittu gömlu sovésku eitri, novitsjok, í tilraun til að drepa útlægan rússneskan njósnara, Sergei Skripal, sem leikið hafði tveimur skjöldum og dóttur hans Júlíu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði í neðri deild breska þingsins miðvikudaginn …

Lesa meira

Svissneski utanríkisráðherrann reynir enn sáttaleið við ESB

Ignazio Cassis, utanríkisráðherra Sviss.

  Fjöldi tvíhliða samninga mótar samstarf Sviss og ESB. Um langt skeið hafa farið fram viðræður um að einfalda samstarfið og koma á fót kerfi sem tryggir að í raun sé fylgt samræmdum reglum. Nú vill utanríkisráðherra Sviss höggva á hnútinn með því að hann fái umboð til að ræða …

Lesa meira

Blair segir að þingið felli Brexit-tillögu May

Frá Brexit-fundinum í Chequers.

  Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta, segir að Brexit-tillaga bresku ríkisstjórnarinnar verði felld í breska þinginu. Þetta kemur fram í einkasamtali við Blair á sjónvarpsstöðinni Euronews mánudaginn 3. september. Hann segir að tillagan sem Theresa May forsætisráðherra fékk samþykkta á ríkisstjórnarfundi í Chequers í júlí sé illa úr garði gerð …

Lesa meira

Rússar mótmæla efirlaunabreytingum

Mótmælendur í Moskvu sunnudaginn 2. september.

Þúsundir manna um allt Rússland mótmæltu sunnudaginn 2. september fyrirhuguðum breytingum á eftirlaunaaldri í landinu þrátt fyrir að Vladimír Pútín forseti flytti á dögunum sjónvarpsávarp og mildaði tillögurnar. „Við efnum í dag til mótmæla í öllu Rússlandi gegn þessum mannfjandsamlegu breytingum,“ sagði Gennadíj Zjuganov, leiðtogi rússneska kommúnistaflokksins í ræðu á …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn sker niður fjárveitingar til SÞ-flóttmannastofnunar fyrir Palestínumenn

2016_11_14-unrwa-staff-in-the-gaza-strip-strike-in-protest-against-the-organisations-neglect-of-its-employees-and-their-rights-10

Bandaríkjastjórn ætlar að hætta að veita fé til stofnunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem stofnuð var 1949 til aðstoða Palestínumenn sem flúðu þegar Ísraelsríki var stofnað. Nú njóta fimm milljónir manna aðstoðar stofnunarinnar en stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vill að SÞ endurskoði hverja telja eigi palestínska flóttamenn. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins …

Lesa meira

Rússar heimta leynd yfir SÞ-skýrslu um brot N-Kóreustjórnar

Myndin sýnir skip N-Kóreu í ólöglegum viðskiptum á hafi úti.

  Rússar hindra að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) birti skýrslu sem sýnir að Norður-Kóreumenn brjóta gegn ákvörðunum SÞ um takmarkanir á sölu olíu til Norður-Kóreu. Þar er að sögn starfsmanna SÞ meðal annars um að ræða olíusölu úr rússneskum skipum á hafi úti. „Skýrslan er lokuð vegna þess að við erum …

Lesa meira

Macron boðar Finnum gagnkvæmt varnarsamstarf

Emmanuel Macron og Sauli Niinistö.

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, í Helsinki fimmtudaginn 30. ágúst. Viðræðurnar snerust að verulegu leyti um varnarmál. Finnskir fjölmiðlar túlka orð Macrons um aukið varnarsamstarf innan ESB á þann veg að hann vilji að Finnum verði „næstum sjálfkrafa“ veitt aðstoð verði að þeim vegið. Á …

Lesa meira