Home / Fréttir (page 50)

Fréttir

Mikilvægur leiðtogafundur NATO – tækifæri sem verður að nýta

Nýjar höfuðstöðvar NATO í Brussel.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson   Búast má við hitafundi þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna hittast í Brussel 11. – 12. júlí næstkomandi.  Þeir sem spá þessu, líkt og tímaritið The Economist sem hér verður vísað í, hafa aðallega áhyggjur af því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti geri á fundinum.  Skemmst er að minnast …

Lesa meira

N-Kóerustjórn segir afstöðu Bandaríkjastjórnar „ákaflega hörmulega“

Mike Pompeo kemur til viðræðnanna í Pyongyang.

Norður-Kóreustjórn sakar Bandaríkjastjórn um að krefjast einhliða kjarnorkuafvopnunar og segir afstöðu hennar „ákaflega hörmulega“. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir annað eftir fundi sína í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí. Utanríkisáðherrann sagði fundina hafa verið „árangursríkan“. Nú er tæpur mánuður frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti …

Lesa meira

Martin Schulz óttast fasisma á Ítalíu – vill nýja evrópska vinstri hreyfingu

Martin Schulz.

Martin Schulz, fyrrverandi forseti ESB-þingsins, var í fyrra kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna (SPD). Hann tapaði fyrir Angelu Merkel í þingkosningunum í september 2017. Snemma á þessu ári neyddist hann til að segja af sér flokksformennsku. Þótt Schulz megi sín nú lítils á þýskum stjórnmálavettvangi birtu þrjú blöð í þremur löndum: Le …

Lesa meira

May tryggir sér stuðning ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu

Breska ríkisstjórnin kom saman til 12 tíma fundar á Chequers, sveitasetri forsætisráðherrann utan við London.

    Breska ríkisstjórnin kom saman til 12 tíma fundar á Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans utan við London, föstudaginn 6. júlí og samþykkti „heildarafstöðu“ um samning Breta utan ESB. Theresa May, forsætisráðherra Breta, segir að sér hafi tekist að fá stuðning við áætlun um frjálsa verslun við ESB með iðnaðar- landbúnaðarvörur. …

Lesa meira

Sátt í stjórn Merkel um útlendingamál – Seehofer og Kurz vilja loka flóttaleiðinni yfir Miðjarðarhaf

Horst Seehofer og Sebastiajn Kurz í Vínarborg 5. júlí 2018.

Samstaða hefur myndast í þýsku ríkisstjórninni undir forystu Angelu Merkel um stefnuna í útlendingamálum. Jafnaðarmenn höfðu fyrirvara á samkomulagi leiðtoga kristilegu stjórnarflokkanna um útlendingamál. Fimmtudaginn 5. júlí náðist hins vegar samstaða milli allra stjórnarflokkanna þriggja um málið. Í samkomulagi stjórnarflokkanna er fallið frá því að koma á fót svonefndum viðkomumiðstöðvum …

Lesa meira

Merkel hvetur til sátta – AfD krefst afsagnar Merkel – SPD vill Seehofer á brott

Angela Merkel í þýska þinginu,

  Angela Merkel Þýskalandskanslari tók þátt í umræðum í neðri deild þýska þingsins, Bundestag. miðvikudaginn 4. júlí í fyrsta sinn frá því að hún setti niður deilu sína við Horst Seehofer, innanríkisráðherra og leiðtoga Kristilega sósíalflokksins (CSU) í Bæjaralandi. Lagði hún áherslu á að innan ríkisstjórnarinnar yrðu menn samstiga en …

Lesa meira

Trump ítrekar í bréfi til NATO-ríkja kröfu um 2% útgjöld til varnarmála

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, og Donald Trump Bandaríkjaforseti í Brussel í maí 2017.

    Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvað eftir annað látið í ljós óánægju vegna þess hve mörg aðildarríki NATO hafi ekki náð því marki að verja 2% af vergri landsframleiðslu sinni til varnarmála eins og að er stefnt fram til ársins 2024 samkvæmt niðurstöðu ríkisoddvitafundar bandalagsins í Wales í september …

Lesa meira

Sebastian Kurz tekur við forystu í ráðherraráði ESB

Sebastian Kurz.

Ríkisstjórn Austurríkis tók 1. júlí við forystu í ráðherraráði ESB. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, er formaður mið-hægriflokksins ÖVP. Í samsteypustjórn hans eru einnig ráðherrar í FPÖ, flokki til hægri við ÖVP. FPÖ á samstarf við ýmsa uppnámsflokka í Evrópu eins og flokk Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagið á …

Lesa meira

Samkomulag milli Merkel og Seehofers í útlendingamálum

Horst Seehofer kynnir að hann hafi samið við Angelu Merkel.

  Að kvöldi mánudags 2. júlí tókst samkomulag milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Horsts Seehaufers innnanríkisráðherra um framkvæmd útlendingastefnunnar. Seehaufer sem hótaði afsögn að kvöldi sunnudags 1. júlí á fundi með flokksmönnum sínum í Kristilega sósíalflokknum (CSU) í München dró hana til baka að morgni mánudags. Allan mánudaginn sátu þingflokkar …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn grunaðir um græsku vegna kjarnorkuvopna

Kim Jong-un og Donald Trump í Singapúr.

  Bandarískir leyniþjónustumenn segja að nýjar upplýsingar bendi til þess að Norður-Kóreustjórn ætli ekki að afsala sér kjarnorkuvopnum að fullu og öllu. Hún leiti þess í stað leiða til að fela hluta vopna sinna og einnig leynilegar vopnasmiðjur. The Washington Post (WP) birti frétt um þetta sunnudaginn 1. júlí. Efni …

Lesa meira