Home / Fréttir (page 50)

Fréttir

Frakklandsforsetinn Hollande sækist ekki eftir endurkjöri

Forsíða Le Figaro föstudaginn 2. desember.

  Sósíalistinn François Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að kvöldi fimmtudags 1. desember að hann gæfi ekki kost á sér í forsetakosningunum vorið 2017. Hann er óvinsælasti forsetinn í stjórnmálasögu Fraklands. Hollande sagði ákvörðun sína tekna af tilliti til „æðri skyldu með hag þjóðarinnar að leiðarljósi“. Hann sagði: „Ég …

Lesa meira

Íslamskur öfgahyggjumaður leyndist innan þýsku leyniþjónustunnar

Höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, skammt frá Köln.

Starfsmaður þýsku leyniþjónustunnar (Bundesamt für Verfassungsschutz, BfV) gekk íslamistum á hönd án þess að vitað færi að hann hefði fallið fyrir öfgahyggju. Um er að ræða Þjóðverja sem fæddist á Spáni. Hann er sakaður um að hafa deilt trúnaðarupplýsingum á spjallsíðu íslamista. BfV staðfesti miðvikudaginn 30. nóvember að 51 árs …

Lesa meira

Þýskaland: Vaxandi efasemdir um ágæti ESB – krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu

Flótta- og farandfólk á leið til Þýskalands.

Þjóðverjar hafa efasemdir um ágæti Evrópusambandsins eins og ýmsar aðrar aðildarþjóðir þess eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna, segir í frétt þýska blaðsins Die Welt þriðjudaginn 29. nóvember Tæplega tveir þriðju Þjóðverja, 62%, lýsa óánægju með ástandið innan ESB og hátt í helmingur, 42%, vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildar að sambandinu. Þetta er niðurstaða …

Lesa meira

Ráðstefna um ný viðhorf í öryggismálum Norðurlanda komin á netið

radstefna-2-panell

Nú er upptaka frá 2. ráðstefnu Varðbergs, Nexus og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands aðgengileg á netinu sjá hér: Ráðstefnan var haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns frá 14.00 til 17.00 fimmtudaginn 27. október. Fjórir fyrirlesarar frá Norðurlöndunum fluttu erindi um stöðu öryggismála í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Að lokum voru pallborðsumræður sem …

Lesa meira

Norðmenn panta 5 P-8A Poseidon kafbátaleitarvélar

P-8A Poseidon-vélar

Norðmenn hyggjast panta fimm Boeing Co P-8A Poseidon kafbátaleitarvélar til að fullnægja kröfum um aukið eftirlit á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Ine Eriksen Sörede varnarmálaráðherra tilkynnti þetta föstudaginn 25. nóvember. „Vegna breyttra aðstæðna í öryggismálum er nauðsynlegt að herða eftirlit með þróuninni í nágrenni okkar. Við verðum þess vegna að auka …

Lesa meira

Frakkland: Fillon vann stórsigur í forsetakjöri Lýðveldisflokksins

5039694_6_e8fb_francois-fillon-candidat-a-la-primaire-de_e671189cd90aa991b3a6e6ca074aa5e6

François Fillon (62 ára) vann góðan sigur í seinni umferð prófkjörs  franska Lýðveldisflokksins (mið-hægri) sunnudaginn 27. nóvember. Hann hlaut 66,5% atkvæða en Alain Juppé (71 árs) 33,5%. Alls kusu 4.380.377 í seinni umferðinni en 4.272.880 hver kjósandi greiddi eina evru fyrir atkvæðaseðilinn. Tekjur flokksins voru rúmlega 9 milljónir evra en …

Lesa meira

Við fall Daesh finnast gögn um fyrirhugaðar árásir í Evrópu

Hermenn Íraks á leið til Mósúl.

  Breski hershöfðinginn Rupert Jones er í bakvarðasveit þeirra sem herja nú gegn liðsmönnum Daesh (Ríkis íslams) í Írak. Hann segir mánudaginn 28. nóvember við blaðamann telegraph.co.uk að fundist hafi upplýsingar á stöðum sem hryðjuverkamennirnir yfirgefa sem sýni að þeir hafi undirbúið hryðjuverk í Evrópu. Talið er líklegt að meira …

Lesa meira

Fillon sigurstranglegur í forsetaprófkjöri franskra mið-hægrimanna

François Fillon

  Síðari umferð prófkjörs mið-hægri manna um forsetaframbjóðanda vorið 2017 er sunnudaginn 27. nóvember. Þar keppa tveir fyrrverandi forsætisráðherrar,  François Fillon og Alain Juppé. Allt bendir til þess að sigurvegarinn verði næsti Frakklandsforseti. Fillon boðar róttækar umbætur í frönskum efnahags- og atvinnumálum í anda Margaret Thatcher. Hann segir jafnrframt að …

Lesa meira

Erdogan hótar ESB að opna landamærahliðin

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði föstudaginn 25. nóvember að Tyrkir mundu ekki áfram stöðva för farand- og flóttafólks til Evrópu ef ESB héldi áfram að beita þá þrýstingi. Daginn áður hafði ESB-þingið samþykkt að setja skyldi aðildarviðræður ESB og Tyrkja á ís. Erdogan sagði í Istanbúl og beindi orðum …

Lesa meira

Finnar búast til varnar gegn blendings-hernaði Rússa

p9-Hill-a-20150304-870x615

Nokkur aðildarríki NATO og ESB hafa áform um að koma á fót rannsóknarsetri í Helsinki til að kanna leiðir til að bregðast við blendings (hybrid) hernaði sagði embættismaður finnsku ríkisstjórnarinnar við Reuters-fréttastofuna mánudaginn 21. nóvember. Sameiginleg landamæri Finna og Rússa eru um 1.300 km löng en Rússar hafa verið sakaðir …

Lesa meira