Home / Fréttir (page 5)

Fréttir

Réttarríkis-skilyrði truflar ESB-fjárlagagerð

Charles Michel, forseti lieðtogaráðs ESB, og Viktor Órban, forsætisráðherra Ungverjalands, á sumarfundi.

Sendiherrar Ungverjalands og Póllands hindruðu mánudaginn 16. nóvember að unnt yrði að samþykkja 1,8 trilljóna evru langtíma fjárlög ESB og endurreisnarsjóð vegna COVID-19-faraldurisins. Ríkisstjórnirnar eru samþykkar efni málsins en sætta sig ekki við að framkvæmd fjárveitinga sé bundin skilyrðum til stuðnings réttarríkinu. Á fundi sínum ræddu sendiherrar ESB-ríkjanna þann lykilþátt …

Lesa meira

Moldovía: Rússavinur tapar forsetaembættinu

Maia Sandu, nýkjörinn forseti Moldovíu.

Maia Sandu, fyrrverandi hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum, vann góðan sigur í síðari umferð forsetakosninga í Moldóvíu sunnudaginn 15. nóvember þegar hún sigraði sitjandi forseta Igor Dodon sem er hallur undir Rússa. Litið var á kosningarnar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Moldovía, fyrrverandi sovéskt lýðveldi, stefndi til frekari tengsla við ESB eða Rússland. …

Lesa meira

Bandarískir sérsveitarmenn æfa varnir Svíþjóðar

Hér eru bandarískir sérsveitarmenn á æfingu við strönd Svíþjóðar.

Bandarískir sérsveitarmenn eru nú á æfingu með sænskum hermönnum við strönd Svíþjóðar. Um er að ræða liðsmenn út sveit sem Bandarikjamenn nefna Navy SEAL, Green Berets, það eru sérþjálfaðir bátahermenn sem ásamt sænskum hermönnum búa sig undir að snúast gegn óvini sem fyrirvaralaust ógnar sænsku strandlengjunni. Yfirstjórn bandarískra sérsveitaraðgerða í …

Lesa meira

Visir.is: Tvíhliða samskipti Færeyja og Bandaríkjanna efld – Danir ekki við borðið

d96bc2d8f7a57e4f26f734efeb02a759e21612ceb10c72256e8e2ea254b3c34d_713x0

Á visir.is fylgjast fréttamenn vel með því sem gerist á sviði utanríkis- og öryggismála á Norður-Atlantshafi. Laugardaginn 14. nóvember birtist þar til dæmi neðangerind frétt eftir Kristján Már Unnarsson um þáttaskil í samskiptum stjórnvalda í Færeyjum annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Kristján Már skrifar: Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað …

Lesa meira

Valdatafl í Downing-stræti – Cummings tekur pokann sinn

Dominic Cummings kveður Downingstræti 10.

Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnsons, forsætisráðherra Breta, og höfuðsmiður sigurs brexit-manna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016, hvarf frá störfum í skrifstofu forsætisráðherrans síðdegis föstudaginn 13. nóvember. Hann gekk út Downing-stræti 10 með brúnan pappakassa í fanginu og á ekki afturkvæmt þangað. Áður hafði hann sagst ætla að hætta störfum í …

Lesa meira

Trump ræðst gegn Fox-sjónvarpsstöðinni

190828-baragona-fox-tease_ci4gr1

Donald Trump hefur sagt vinum sínum að hann hafi áhuga á að koma á fót stafrænu fjölmiðlafyrirtæki til að lemja á Fox News og grafa undan sjónvarpsfyrirtækinu sem hallar sér til hægri. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum á vefsíðunni Axios fimmtudaginn 12. nóvember. Sumir ráðgjafar Trumps telja að Fox …

Lesa meira

Lýðræðislegir stjórnarandstæðingar yfirgefa þingið í Hong Kong

Reknir af þing Hong Kong.

Lýðræðissinnaðir stjórnarandstæðingar á þingi Hong Kong sögðu miðvikudaginn 11. nóvember af sér til að mótmæla að fjórir úr þeirra hópi voru reknir af þingi eftir að stjórnvöld í Peking veittu heimastjórn borgarinnar nýja heimild til að takast á við mótmæli almennra borgara. Fyrr þennan sama miðvikudag samþykkti þing Kína ályktun …

Lesa meira

ESB-leiðtogar vilja meiri hörku við Schengen-landamæri

photo_verybig_193830

Leiðtogar ESB-ríkjanna ræddu um hertari landamæravörslu við ytri landamæri ESB þriðjudaginn 10. nóvember til að bregðast við hættunni sem stafar af öfgafullum íslamistum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti óskaði eftir leiðtogafundinum eftir hryðjuverk í Frakklandi og Austurríki. Hann hvatti til skjótra samræmdra viðbragða og fordæmdi það sem hann kallaði „misnotkun“ óvandaðra einstaklinga …

Lesa meira

Kosningaúrslitin og valddreifing í Bandaríkjunum

Þinghúsið í New Hampshire. Þar hafa repúblikanar nú meirihluta í báðum deildum.

Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu 3. nóvember síðastliðinn.  Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið á kosningunum á heimsvísu.  Mjög margir fylgdust spenntir með baráttu Donalds Trumps og Joes Bidens um forsetaembættið.  Ýmsir hafa einnig fylgst með baráttunni um laus sæti í öldungadeildinni og þó að spennan hafi verið …

Lesa meira

Joe Biden vann sigur á Donald Trump

Kamala Harris og Joe Biden fagna sigri.

Demókratinn Joe Biden flutti aðfaranótt sunnudags 8. nóvember að íslenskum tíma ræðu sem verðandi forseti Bandaríkjanna. Síðdegis laugardaginn 7. nóvember skýrðist að hann fengi meirihluta atkvæða í Pennsylvaniu-ríki og þar með þann fjölda kjörmanna sem þyrfti til að ná kjöri sem 46. forseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni sem verðandi forseti …

Lesa meira