Home / Fréttir (page 42)

Fréttir

Arftaki Merkel svarar Macron um framtíð ESB

Annegret Kramp-Karrenbauer.

  Annegret Kramp-Karrenbauer (AKK) arftaki Angelu Merkel á formannsstóli kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi brást við ESB-hugmyndum Emmanuels Macrons Frakklandsforseta sunnudaginn 10. mars. AKK birti grein í Welt am Sonntag en 4. mars kynnti Macron hugmyndir sínar um framtíð ESB í blöðum í 28 aðildarlöndum ESB. Í skýringu Die Welt …

Lesa meira

Skipulega vegið að netfrelsi í Rússlandi

Mólmælafundur gegn aðför að netfrelsi í Moskvu.

Rússneskir þingmenn stíga nú lokaskrefin við afgreiðslu á lagafrumvarpi sem miðar að því að gjörbreyta reglum um notkun internetsins í Rússlandi. Mótmælendur frumvarpsins hafa efnt til útifunda í Moskvu, St. Pétursborg og annars staðar í landinu. Þeir segja að verði það að lögum einangrist Rússar og öll þjóðin sæti ritskoðun. …

Lesa meira

Freigátan Helge Ingstad komin í flotkví

helge-ingstad-salvage-norway-800x534

  Björgunarmenn hafa lokið við að lyfta norsku freigátunni KNM Helge Ingstad á strandstað og flytja hana í flotkví. Freigátan sökk fyrir fjórum mánuðum eftir árekstur við olíuskip og hefur marað hálf í kafi síðan skammt frá Bergen. Þeir sem unnu að björguninni voru starfsmenn Scaldis Salvage & Marine Contractors …

Lesa meira

Norski olíusjóðurinn hverfur frá fjárfestingum í olíu og gasi

a551c33e119926b0312e9204e7ae9f88

Norska fjármálaráðuneytið boðaði föstudaginn 8. mars að ætlunin væri að draga úr fjárfestingum risavaxna norska olíusjóðsins í olíuvinnslufélögum í því skyni að „minnka áhættu í norsku efnahagslífi af samlegðaráhrifum vegna olíuverðs“. Um er að ræða stærsta þjóðarsjóð í heimi og segir The Financial Times að líklegt sé að umhverfisverndarsinnar noti …

Lesa meira

Rúmenska ríkisstjórnin beitir sér í Brussel gegn saksóknara

Laura Codruta Koevesi.

Fyrrverandi aðalsaksóknari Rúmeníu gegn spillingu á undir högg að sækja í heimalandi sínu. Stjórnvöld vilja hindra að Laura Codruta Koevesi verði ráðin í nýtt starf á vegum ESB í Brussel, sem aðalsaksóknari á vegum sambandsins gegn fjármálamisferli. Laura Codruta Koevesi var fimmtudaginn 7. mars kölluð til yfirheyrslu í Búkarest hjá …

Lesa meira

ESB-dómstóll segir Hamas vera hryðjuverkasamtök

Hamas-félagar vilja stríð við Ísrael.

  Hamas-samtökin sem berjast gegn tilvist Ísraels hafa lengi krafist þess í réttarsölum ESB-ríkja að verða afmáð af lista yfir hryðjuverkasamtök. Annar æðsti dómstóll ESB hafnaði þessari kröfu Hamas með dómi miðvikudaginn 6. mars – réttmætt er að kalla Hamas hryðjuverkasamtök. Í því felst að þau geta ekki leyst út …

Lesa meira

Frakklandsforseti boðar endurnýjun ESB

Emmanuel Macron

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti birti opið bréf í 28 aðildarlöndum ESB þriðjudaginn 5. mars. Hann leggur til að leiðtogar ESB-ríkjanna hefji endurskoðun á sáttmálum ESB til að takast á við viðfangsefni vegna innflytjenda og öryggismála. „Endurreisn“ Evrópu ætti einnig að ná til þess að verja gildi ESB gegn „þjóðernislegri þröngsýni“ …

Lesa meira

Eistland: Stjórnarandstaðan sigrar í þingkosningum

Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins.

Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Eistlands, Umbótaflokkurinn, mið-hægri flokkur, sigraði Miðflokkinn, mið-vinstri flokk, í þingkosningum sunnudaginn 3. mars. Flokkur hægrisinna hlaut aukið fylgi í kosningunum. Kjörstjórn tilkynnti að morgni mánudags 4. mars að Umbótaflokkurinn hefði fengið 28.8% atkvæða, 34 þingmenn af 101 í þinginu, Riigikogu. Flokkurinn hafði 30 þingmenn. Miðflokkurinn fékk 23,9% og …

Lesa meira

Hart sótt gegn endurkjöri forseta Alsírs

Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsírs.

Hundruð lögreglumanna og hermanna voru á verði í Alsírborg, höfuðborg Norður-Afríkuríkisins Alsírs, sunnudaginn 3. mars þegar talið var víst að forseti landsins mundi tilkynna opinberlega framboð sitt til forseta í fimmta sinn. Alla vikuna settu mótmælaaðgerðir svip á borgarlífið og staði víðar um landið. Vildu mótmælendur koma í veg fyrir …

Lesa meira

Svíi handtekinn grunaður um njósnir fyrir Rússa

_105830406_gettyimages-497911038

Sænska lögreglan handtók að kvöldi þriðjudags 26. febrúar 45 ára sænskan karlmann sem grunaður er um njósnir fyrir Rússa. Hann starfaði hjá Volvo-bílaframleiðandum við að þróa fullkomin öryggiskerfi vegna aksturshæfni bifreiða án bílstjóra. Þegar maðurinn var handtekinn sat hann á næturklúbbi með rússneskum embættismanni sem er grunaður um að vera …

Lesa meira