Home / Fréttir (page 42)

Fréttir

Bandaríkin: Þátttaka í prófkjörum sýnir sigur demókrata í nóvember

Þetta línurit birtist á vefsíðunni Axios og sýnir þátttöku í prófkjörum  flokkanna undanfarin ár til 12. september 2018.

Þátttaka í prófkjörum meðal demókrata vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum í nóvember nk. er meiri en meðal repúblíkana. Þetta hefur ekki gerst síðan 2008 og er breytingin rakin til ákafrar andstöðu við repúblíkanann Donald Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa ekki unnið meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings síðan 2008. Þeir töpuðu honum í kosningunum …

Lesa meira

Landgönguliðar æfa nærri Höfnum

8957554master

  Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu miðvikudaginn 19. september um heræfingu hér á landi í aðdraganda Trident Juncture æfingarinnar í Noregi. Um 400 manna bandarískt landgöngulið æfir 16. október í Sandvík, nærri Höfnum í Reykjanesbæ. Dagana 19. og 20. október verða vetraræfingar í Þjórsárdal með þátttöku 400 landgönguliða. Hér er …

Lesa meira

Eitrað fyrir rússneskum andófsmanni segja þýskir læknar

Pjotr Verzilov í sjúkrabíl í Berlín.

Læknar rússneska aðgerðasinnans Pjotrs Verzilovs í Berlín segja að mjög líklega hafi verið eitrað fyrir honum. Ekki sé nein önnur skýring á veikindum hans. Þau ógna ekki lengur lífi hans að sögn læknanna. Pjotr Verzilov sem tengist rússneska andófshópnum Pussy Riot er nú undir læknishendi í Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. Kai-Uwe …

Lesa meira

Þýsku stjórninni borgið – Maaßen gerður aðstoðarráðherra

Hans-Georg Maaßen, fráfarandi yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar.

Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar, BfV, var leystur frá embætti sínu þriðjudaginn 18. september en hækkaður í tign með því að verða aðstoðar-innanríkisráðherra. Á þennan hátt var komið í veg fyrir stjórnarkreppu. Málamiðlun náðist milli jafnaðarmanna (SPD) og innanríkisráðherrans, Horsts Seehofers, leiðtoga CSU í Bæjaralandi. Í þýskum fjölmiðlum …

Lesa meira

Bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsir vilja til að fjárfesta í grænlenskum flugvöllum

Viljayfirlýsing varnarmálaráðuneytisins.

  Bandaríska varnarmálaráðuneytið boðaði í tilkynningu mánudaginn 17. september að það ætlaði að taka þátt í flugvallarframkvæmdum á Grænlandi. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fagnaði þessu þriðjudaginn 18. september. Á vefsíðu grænlenska útvarpsins, KNR, segir ráðherrann: „Mér sýnist það öllum til gleði að nú komi skýrt í ljós að það sé …

Lesa meira

Þyskaland: Hriktir í stjórnarsamstarfinu vegna örlaga njósnaforingja

Hans-Georg Maaßen og Horst Seehofer.

Enn á ný ríkir óvissa um framtíð ríkisstjórnar Angelu Merkel í Þýskalandi, samsteypustjórnar kristilegu flokkanna (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD). Nú er það vegna þess að SPD krefst þess að Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar, BfV, verði rekinn. Maaßen lét fyrr í mánuðinum nokkur umdeild ummæli falla vegna mótmælanna …

Lesa meira

Pussy Riot félagi til Berlínar vegna afeitrunar

Pjotr Verzilov .

  Félagi í andófshópnum Pussy Riot í Rússlandi segir að einn úr hópnum hafi verið fluttur til Þýskalands laugardaginn 15. september til lækninga en grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir honum. Maria Alekhina sagði The Associated Press að flogið hefði verið með Pjotr Verzilov til Berlínar en skýrði …

Lesa meira

Rússar litu á Finna í NATO sem óvini, segir Finnlandsforseti

niinisto%cc%88-frankfurter-allgemeine-zeitung

Sauli Niinistö Finnlandsforseti tekur á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, í þriggja daga opinbera heimsókn í Helsinki mánudaginn 17. september. Af því tilefni sat Niinistö fyrir svörum hjá blaðamanni þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung föstudaginn 14. september. Blaðamaðurinn spurði um fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Helsinki …

Lesa meira

Farand- og flóttafólki yfir Miðjarðarhaf fækkar um helming

rettungsschiff-aquarius-faehrt-wieder

Alls hafa 74.500 flótta- og farandmenn farið yfir Miðjarðarhaf til Evrópu fram í miðjan september á þessu ári. Næstum 1.600 manns hafa týnt lífi á þessari hættulegu siglingu síðan í janúar 2018. Þetta kemur fram í skýrslu IOM, Alþjóðastofnunar fyrir farandfólk, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þetta …

Lesa meira

Ungverjar og Pólverjar snúa bökum saman gegn ESB

Viktor Orbán og Andrzej Duda.

  ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 12. september að Ungverjum skyldi refsað fyrir að brjóta gegn gildum ESB og lögum og rétti. Utanríkisráðuneyti Póllands sendi frá sér tilkynningu sama dag um að fulltrúi Póllands mundi greiða atkvæði gegn slíkum refsiaðgerðum hvarvetna í ESB. Innan ráðherraráðs ESB verða fulltrúar allra ríkja að samþykkja …

Lesa meira