Home / Fréttir (page 41)

Fréttir

Ítalía: Kveikti í skólabíl með 51 nemanda um borð

Flak skólabílsins.

Karlmaður rændi skólabíl með 51 nemanda úr efri bekkjum grunnskóla í bænum San Donato Milanese á Norður-Ítalíu miðvikudaginn 20. mars áður en hann kveikti í bílnum til að mótmæla afstöðu ítalskra yfirvalda til farandfólks og flóttamanna. Allir nemendurnir komust heilu og höldnu út úr bílnum áður en eldurinn varð honum …

Lesa meira

NATO við góða heilsu 70 ára

BRUSSELS, BELGIUM - DECEMBER 04: Flags of the NATO member states stands in the NATO headquarters on December 04, 2018 in Brussels, Belgium. (Photo by Thomas Trutschel/Photothek via Getty Images)

Fjórða apríl verður þess minnst víða, þar á meðal á hátíðarfundi Varðbergs í Veröld, húsi Vigdísar, að 70 ár verða liðin frá stofnun NATO. Á vefsíðu bandarískra tímaritsins Foreign Affairs birtist miðvikudaginn 20. mars grein eftir Charles A. Kupchan, prófessor í alþjóðastjórnmálum, við Georgetown-háskóla í Washington undir fyrirsögninni: NATO vegnar …

Lesa meira

Pompeo í Norðurskautsráðinu til fylgjast með Kínverjum

Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson á blaðamannafundi Hörpu.

  Íslendingar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi í Rovaniemi í Finnlandi 6. til 7. maí. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stefnir að því að sitja fundinn til að staðfesta vaxandi áhuga Bandaríkjastjórnar á að fylgjast með hagsmunagæslu Kínverja á norðurslóðum, sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins föstudaginn 15. mars. Átta ríki …

Lesa meira

Norðmenn saka Rússa um GPS-truflanir

Viðræður Norðmanna og Rússa í Osló.

  „Við viðurkennum rétt Rússa til æfinga og þjálfunar, við getum hins vegar ekki samþykkt að þar með sé vegið að öryggi í norskri lofthelgi,“ sagði norska varnarmálaráðuneytið í svari til vefsíðunnar Barents Observer sem birtist mánudaginn 18. mars. Ráðuneytið staðfestir að truflun Rússa á GPS-sendingum í landamærahéruðum beggja ríkja …

Lesa meira

Bandaríkjamenn huga að keppni við Kínverja á norðurslóðum

Herstöð Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi.

Stjórn Trumps vinnur að gerð nýrrar varnarstefnu fyrir norðurskautssvæðið þar sem ríkt tillit er tekið til keppninnar við Kínverja. Háttsettir bandarískir embættismenn fylgjast æ betur með því sem Kínverjar taka sér fyrir hendur um heima allan. Þannig hefst frétt í The Washington Post föstudaginn 15. mars. Í skjalinu verður dregið …

Lesa meira

May ætlar að gera þriðju atlögu að Brexit-niðurstöðu

_106040532_hi052935247

Háttsettir aðstoðarmenn Theresu May segja í einkasamtölum að þeir telji hana „búna að vera“ og hún kunni að neyðast til að birta dagsetningar um afsögn sína ætli hún að fá meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi um efnislega Brexit-tillögu sína. Þetta segir í breska íhaldsblaðinu The Daily Telegraph laugardaginn 16. mars …

Lesa meira

Nýja-Sjáland: Blóðbað meðal múslima í Christchurch

47936145_401

Sorg og ótti ríkti meðal múslima á Nýja-Sjálandi föstudaginn 15. mars eftir að minnsta kosti einn öfgamaður hafði skotið á tvær moskur í borginni Christchurch. Fréttir af árásinni vöktu reiði og sorg um heim allan. Að minnsta kosti 49 féllu í árásunum og tugir annarra særðust. Fólkið var við bænagjörð …

Lesa meira

Ítalía: Leikið á listaverkaþjófa

Krossfestingin eftir Brueghel yngri.

  Innbrotið virtist ganga fullkomlega samkvæmt áætlun. Þjófarnir brutu upp sýningarskápinn í ítalskri kirkju snemma morguns miðvikudaginn 13. mars og stungu af með 3 milljón evru málverk eftir 17. aldar flæmska listmálarann Pieter Brueghel yngri. Sama kvöldið upplýsti lögreglan hins vegar að allt væri ekki sem sýndist: stolna myndin var …

Lesa meira

Bandaríski flotinn býr sig undir siglingar í Norður-Íshafi

Flugmóðurskipið Harry S. Truman við æfingar undan norðurströnd Noregs.

Bandaríski flotinn vinnur að áætlunum um að senda nokkur herskip um Norður-Íshaf næsta sumar. Komi til þess verður um stefnubreytingu af hálfu Bandaríkjastjórnar að ræða til að bregðast við rússneskum umsvifum á þessum slóðum og hugsanlega setja skorður við þeim. Þetta segir Malte Humpert á vefsíðunni High North News þriðjudaginn …

Lesa meira

Schengen-kröfur trufla vísindamenn á Norðaustur-Grænlandi

Station Nord

Deilur um landamæraeftirlit á Norðaustur-Grænlandi hafa þvingað danska háskóla til að aflýsa rannsóknaleiðöngrum og stofnað þátttöku Dana í mestu norðurskauts-rannsóknum sögunnar í hættu, segir í upphafi úttektar sem Andreas Krog birti á dönsku vefsíðunni Altinget.de laugardaginn 9. mars. Frá árinu 2015 hafa danskir og annarra þjóða vísindamenn flogið beint frá …

Lesa meira