Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovitsj vildi fá að setjast að í Sviss en afturkallaði beiðni sína þegar við blasti að henni yrði hafnað sagði embættismaður svissneskrar útlendingastofu miðvikudaginn 26. september. Það var blaðið Tribune de Genéve (TdG) sem fyrst flutti fréttir af málinu og þar kom fram að svissneska sambands-lögreglan hefði …
Lesa meiraVinur Merkel settur af sem þingflokksformaður CDU/CSU
Angela Merkel Þýskalandskanslari varð fyrir pólitísku áfalli þriðjudaginn 25. september þegar náinn samstarfsmaður hennar undanfarin 13 ár, Volker Kauder, tapaði í kosningu um formennsku í sameinuðum þingflokki kristilegra CDU/CSU í þinginu í Berlín. Ralph Brinkhaus, varaformaður þingflokksins, náði kjöri í leynilegri atkvæðagreiðslu með 125 atkvæðum gegn 112 fyrir Kauder. Á …
Lesa meiraLaunmorðingi Skripals með heiðursmerki frá Pútín
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur veitt launmorðingja sem eitraði fyrir Sergei Skripal í Salisbury heiðursmerki sem ofursta í rússneskri njósnastofnun. Breska lögreglan kallaði þennan mann Ruslan Boshirov, rétt nafn hans er Anatolíj Vladimirovitsj Tsjepiga. Hann er 39 ára og hefur tekið þátt í stríðunum í Tsjetjeníu og Úkraínu. Rússlandsforseti lýsti hann …
Lesa meiraS-300 flaugar til marks um spennu milli Rússa og Ísraela
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði mánudaginn 24. september að Rússar ætluðu að láta sýrlenska hernum í té háþróaðan loftvarnabúnað. Tilkynning forsetans er talin til marks um vaxandi spennu milli Rússa og Ísraela. Hún kunni að auka líkur á lofthernaði yfir Sýrlandi. Ísraelar hafa árum saman lagst gegn því að …
Lesa meiraNoregur: Rússi handtekinn – grunaður um njósnir í þinghúsinu
Norska öryggislögreglan (PST) skýrði frá því sunnudaginn 23. september að hún hefði handtekið rússneskan karlmann vegna gruns um að hann hefði sótt málstofu í norska þinginu, stórþinginu, til að njósna. Gripið var til víðtækra aðgerða í þinghúsinu til að kanna hvort Rússinn hefði hugsanlega skilið eftir hlerunarbúnað í húsinu. Tölvuprentarar …
Lesa meiraMerkel viðurkennir mistök vegna Maaßens
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur beðist afsökunar fyrir að hafa orðið á í messunni við ákvaraðanir um stöðu fyrir Hans-Georg Maaßen, fyrrverandi yfirmann þýsku öryggis- og njósnastofnunarinnar. Hún segir að þessi mistök hafi nú verið leiðrétt. Hans-Georg Maaßen verður ekki aðstoðarráðherra í innanríkisráðuneytinu eins og ákveðið var í fyrri viku. Honum …
Lesa meiraAquarius fær ekki siglingarfána
Yfirvöld í Panama neita að skrá björgunarskipið Aquarius undir fána sinn. Þau tilkynntu á vefsíðu sinni að þau hefðu afturkallað skráningu skipsins Aquarius 2. Ástæðan fyrir afturkölluninni er sögð „alþjóðlegar skýrslur“ um að skipið hafi ekki farið að alþjóðareglum við meðferð á flótta- og farandfólki á Miðjarðarhafi. Þarna er einkum …
Lesa meiraRök fyrir Póllandi sem virki NATO gegn Rússum
Bandaríkjamenn þurfa traustan bandamann í miðhluta Evrópu. Pólverjar eru kjörnir til að gegna því hlutverki og ekki spillir að þeir eru fúsir til að borga með sér segir Salvatore Babones, aðstoðarprófessor í félagsfræði við Sydney-háskóla í Ástralíu, í grein á bandarísku vefsíðunni National Interest laugardaginn 22. september. Prófessorinn rifjar upp …
Lesa meiraPeningaþvætti Danske Bank reginhneyksli Evrópu
Danske Bank birti miðvikudaginn 19. september skýrslu um peningaþvætti í útibúi bankans í Eistlandi. Lögfræðistofan Bruun & Hjejle vann 87 bls. skýrsluna fyrir bankann. Eftir að skýrslan var birt sagði Thomas Borgen aðalbankastjóri af sér. Málinu er þó ekki lokið vegna að þess að af opinberri hálfu er það enn …
Lesa meiraRosenstein sagður hafa beitt sér gegn Trump
Í fyrra eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði rekið James Comey úr stöðu forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, ræddi Rod Rosenstein, vara-dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hvort hvetja ætti ráðherra til að nýta sér 25. gr. stjórnarskrárinnar til að bola forsetanum úr embætti. Hann benti einnig á þá leið að taka með leynd upp það …
Lesa meira