Home / Fréttir (page 40)

Fréttir

Noregur: Rússi handtekinn – grunaður um njósnir í þinghúsinu

Frá norska þinghúsinu.

Norska öryggislögreglan (PST) skýrði frá því sunnudaginn 23. september að hún hefði handtekið rússneskan karlmann vegna gruns um að hann hefði sótt málstofu í norska þinginu, stórþinginu, til að njósna. Gripið var til víðtækra aðgerða í þinghúsinu til að kanna hvort Rússinn hefði hugsanlega skilið eftir hlerunarbúnað í húsinu. Tölvuprentarar …

Lesa meira

Merkel viðurkennir mistök vegna Maaßens

Angela Merkel.

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur beðist afsökunar fyrir að hafa orðið á í messunni við ákvaraðanir um stöðu fyrir Hans-Georg Maaßen, fyrrverandi yfirmann þýsku öryggis- og njósnastofnunarinnar. Hún segir að þessi mistök hafi nú verið leiðrétt. Hans-Georg Maaßen verður ekki aðstoðarráðherra í innanríkisráðuneytinu eins og ákveðið var í fyrri viku. Honum …

Lesa meira

Aquarius fær ekki siglingarfána

Björgunarskipið Aquarius.

Yfirvöld í Panama neita að skrá björgunarskipið Aquarius undir fána sinn. Þau tilkynntu á vefsíðu sinni að þau hefðu afturkallað skráningu skipsins Aquarius 2. Ástæðan fyrir afturkölluninni er sögð „alþjóðlegar skýrslur“ um að skipið hafi ekki farið að alþjóðareglum við meðferð á flótta- og farandfólki á Miðjarðarhafi. Þarna er einkum …

Lesa meira

Rök fyrir Póllandi sem virki NATO gegn Rússum

Myndin sýnir Melaniu Trump forsetafrú, Donald Trump Bandaríkjaforseta og Andrzej Duda Póllandsforseta fyrir framan minnismerkið um uppreisnina í Varsjá á Karsinski-torgi í Varsjá 6. júlí 2017.

Bandaríkjamenn þurfa traustan bandamann í miðhluta Evrópu. Pólverjar eru kjörnir til að gegna því hlutverki og ekki spillir að þeir eru fúsir til að borga með sér segir Salvatore Babones, aðstoðarprófessor í félagsfræði við Sydney-háskóla í Ástralíu, í grein á bandarísku vefsíðunni National Interest laugardaginn 22. september. Prófessorinn rifjar upp …

Lesa meira

Peningaþvætti Danske Bank reginhneyksli Evrópu

ok-danske-bank

Danske Bank birti miðvikudaginn 19. september skýrslu um peningaþvætti í útibúi bankans í Eistlandi. Lögfræðistofan Bruun & Hjejle vann 87 bls. skýrsluna fyrir bankann. Eftir að skýrslan var birt sagði Thomas Borgen aðalbankastjóri af sér. Málinu er þó ekki lokið vegna að þess að af opinberri hálfu er það enn …

Lesa meira

Rosenstein sagður hafa beitt sér gegn Trump

Rod Rosenstein

Í fyrra eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði rekið James Comey úr stöðu forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, ræddi Rod Rosenstein, vara-dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hvort hvetja ætti ráðherra til að nýta sér 25. gr. stjórnarskrárinnar til að bola forsetanum úr embætti. Hann benti einnig á þá leið að taka með leynd upp það …

Lesa meira

Bandaríkin: Þátttaka í prófkjörum sýnir sigur demókrata í nóvember

Þetta línurit birtist á vefsíðunni Axios og sýnir þátttöku í prófkjörum  flokkanna undanfarin ár til 12. september 2018.

Þátttaka í prófkjörum meðal demókrata vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum í nóvember nk. er meiri en meðal repúblíkana. Þetta hefur ekki gerst síðan 2008 og er breytingin rakin til ákafrar andstöðu við repúblíkanann Donald Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa ekki unnið meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings síðan 2008. Þeir töpuðu honum í kosningunum …

Lesa meira

Landgönguliðar æfa nærri Höfnum

8957554master

  Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu miðvikudaginn 19. september um heræfingu hér á landi í aðdraganda Trident Juncture æfingarinnar í Noregi. Um 400 manna bandarískt landgöngulið æfir 16. október í Sandvík, nærri Höfnum í Reykjanesbæ. Dagana 19. og 20. október verða vetraræfingar í Þjórsárdal með þátttöku 400 landgönguliða. Hér er …

Lesa meira

Eitrað fyrir rússneskum andófsmanni segja þýskir læknar

Pjotr Verzilov í sjúkrabíl í Berlín.

Læknar rússneska aðgerðasinnans Pjotrs Verzilovs í Berlín segja að mjög líklega hafi verið eitrað fyrir honum. Ekki sé nein önnur skýring á veikindum hans. Þau ógna ekki lengur lífi hans að sögn læknanna. Pjotr Verzilov sem tengist rússneska andófshópnum Pussy Riot er nú undir læknishendi í Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. Kai-Uwe …

Lesa meira

Þýsku stjórninni borgið – Maaßen gerður aðstoðarráðherra

Hans-Georg Maaßen, fráfarandi yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar.

Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku öryggis- og leyniþjónustunnar, BfV, var leystur frá embætti sínu þriðjudaginn 18. september en hækkaður í tign með því að verða aðstoðar-innanríkisráðherra. Á þennan hátt var komið í veg fyrir stjórnarkreppu. Málamiðlun náðist milli jafnaðarmanna (SPD) og innanríkisráðherrans, Horsts Seehofers, leiðtoga CSU í Bæjaralandi. Í þýskum fjölmiðlum …

Lesa meira