Home / Fréttir (page 4)

Fréttir

Moldóva: Forseti og ríkisstjórn deila um NATO-skrifstofu

470f9bd7-c656-481d-af27-afeda1026038_mw800_s

Forseti Moldóvu, Igor Dodon, er hliðhollur Rússum og mótmælir áformum um að NATO komi á fót tengslaskrifstofu í landi sínu. Hann segir að þetta fyrrverandi sovéska lýðveldi eigi að standa utan við „geopólitísk átök“ milli ráðamanna í Washington og Moskvu. Forsetinn lét þessi orð falla þriðjudaginn 26. september nokkrum vikum …

Lesa meira

Röskun Kínverja á valdajafnvæginu hefur áhrif á norðurslóðum

Fundur utanríkisráðherra Noregs og Kína.

„Við verðum að treysta mun meira á eigin varnarmátt í fælingarskyni á næstu árum,“ segir Øystein Tunsjø við Norsku varnarmálastofnunina í viðtali við Hege Eilertsen í viðtali sem birtist á vefsíðunni High North News mánudaginn 25. september. „Norðurslóðir eru mjög neðarlega á forgangslista hjá Bandaríkjamönnum, mikilvægasta bandamanns Norðmanna,“ segir prófessorinn …

Lesa meira

Erfið leið Kúrda til sjálfstæðis

la-1506367291-rjovwye23f-snap-image

Kúrdar eru um 35 milljónir nokkuð sem gerir þá að fjórða stærsta þjóðernishópnum í Mið-Austurlöndum (hinir þrír eru Arabar, Tyrkir og Íranir).  En þrátt fyrir að þeir séu svona fjölmennir eiga þeir ekki eigið ríki.  Þess í stað búa þeir sem minnihlutahópar í ýmsum ríkjum.  Flestir eru þeir í Tyrklandi, …

Lesa meira

Utanríkisráðherra N-Kóreu hótar að skjóta niður bandarískar hervélar

Ri Yong Ho utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði mánudaginn 25. september að N-Kóreustjórn hefði rétt til að verja sig með því að skjóta niður bandarískar flugvélar, jafnvel væru þær utan lofthelgi N-Kóreu. Ri Yong Ho utanríkisráðherra sagði þetta þegar hann ræddi við fréttamenn á hóteli skammt frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Hann …

Lesa meira

Merkel boðar nýja stjórn fyrir jól – klofningur innan AfD

Frauke Petry, leiðtogi AfD, ætlar ekki í þingflokkinn að loknum kosningasigri.

Angela Merkel hefur fengið nægt fylgi til að leiða ríkisstjórn Þýskalands fjórða kjörtímabilið í röð. Það verður hins vegar erfitt fyrir hana að mynda meirihluta að baki sér og stjórn sinni á þingi í ljósi úrslita þingkosninganna sunnudaginn 24. september. Eftir að talningu lauk í 299 kjördæmum landsins nam samanlagt …

Lesa meira

Þýskaland: Ríkisstjórn stóru flokkana fallin – Merkel áfram næsti kanslari

Forystumenn AfD fagna sigri.

Kristilegu flokkarnir töpuðu miklu fylgi í þýsku sambandsþingskosningunum þótt flokkarnir CDU/CSU séu enn stærstir á þingi með stuðningi um 33% kjósenda. Jafnaðarmenn (SPD) fengu verstu útreið í þingkosningum frá stríðslokum með aðeins um 20% atkvæði. Þjóðernisflokkurinn Alternativ für Deutschland er sigurvegari kosninganna með um 13% atkvæða. Frjálsir demókratar fengu um …

Lesa meira

Bretar varaðir við refsivendi ESB

2016-10-05-1475670108-7560650-brexit1

Bretar hafa sagt skilið við Evrópusambandið og verða búa sig undir árásir hefnigjarnra búrókrata sem munu reyna að refsa þeim í Brexit-viðræðunum segir fyrrverandi innanbúðarmaður í skrifstofuveldi ESB sem hefur mátt þola 17 ára þrengingar eftir að hafa risið gegn búrókrötunum. Robert McCoy var árum saman látinn sæta hörðu með …

Lesa meira

Bandaríkjamenn senda sprengjuvélar norður með strönd N-Kóreu

Sprengjuvél af þessari gerð sendu Bandaríkjamenn norður með strönd N-Kóreu.

  Bandaríkjastjórn sendi laugardaginn 23. september sprengjuvélar frá Guam undir vernd orrustuvéla frá flugherstöðinni í Okinawa íJapan í alþjóðlega lofthelgi austur af strönd Norður-Kóreu. Tilgangurinn var að sýna N-Kóreumönnum mátt Bandaríkjanna segir bandaríska varnarmálaráðuneytið. Með sprengjuvélunum af B-1B Lancer-gerð og orrustuvélunum af F-15 gerð sem fylgdu þeim var N-Kóreumönnum sýnt …

Lesa meira

Þýskaland: AfD spáð velgengni í þingkosningunum – Merkel hefur sterka stöðu

Alice Weidel og Alexander Gauland helstu  talsmenn AfD.

Kosið verður til þýska sambandsþingsins sunnudaginn 24. september. Allt bendir til þess að Angela Merkel kanslari sitji áfram í embætti sínu fjórða kjörtímabilið í röð. Hún varð kanslari árið 2005. Spenna hefur myndast kosningarbaráttunni í lokaviku hennar vegna sóknar flokksins Alternativ für Deutschland (AfD) í krafti stefnu sinnar í útlendingamálum. …

Lesa meira

Rússar virkja herstöðvar sínar við Norður-Íshaf

Stýriflaug skotið frá Kotelníj.

Rússneski herinn hefur ekki farið leynt með nýjan og nútímalegan vopnabúnað sinn við norðurlandamæri Rússlands og þar á meðal á Norður-Íshafi segir í grein eftir Atle Staalsen á vefsíðunni Barents Observer miðvikudaginn 20. september. Skotið hefur verið stýriflaugum frá afskekktri rússneskri herstöð í Kotelníj á sama tíma og Rússar efna …

Lesa meira