Home / Fréttir (page 38)

Fréttir

Theresa May talar á Norðurlandaráðsfundi

Theresa May

  Theresa May, forsætisráðherra Breta, flytur ræðu á fundi Norðurlandaráðs í Osló þriðjudaginn 30. október. Haft er eftir Michael Tetzchner, forseta Norðurlandaráðs, að á Norðurlöndunum sé mönnum mikið kappsmál að eiga náið samstarf við Breta eftir Brexit, útgöngu þeirra úr ESB. Á meðan May dvelst í Noregi situr hún einnig …

Lesa meira

Rússneskar korvettur fylgjast með Trident Juncture

Rússneska korvettan Soobrazitelníj.

  Tvær korvettur úr Eystrasaltsflota Rússa eru komnar út á Norður-Atlantshaf í sama mund og NATO-varnaræfingin Trident Juncture hefst. Soobrazitelníj og Stoikij og koma frá Baltiiskij-flotastöðinni við Eystrasalt. Í fylgd með þeim er dráttarbáturinn Konetskíj og 5.000 lesta olíuskip, Kola. Rússneska flotastjórnin segir að korvetturnar séu þarna til að „sýna …

Lesa meira

Finninn Alexander Stubb í framboði til forystu í ESB

Alexander Stubb

Alexander Stubb, fyrrv. forsætisráðherra Finnlands (2014-2015) og leiðtogi mið-hægriflokks landsins, Samlingspartiet, stefnir að því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hann leitar eftir stuðningi til að verða oddviti EPP-flokksins í ESB-þingkosningunum í maí 2019. Til að ná því marki verður hann að sigra Þjóðverjann Manfred Weber sem er skjólstæðingur flokkssystur …

Lesa meira

Trump boðar riftun samnings um meðaldrægar kjarnaflaugar

Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan rita undir INF-samninginn árið 1987.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti laugardaginn 20. október að Bandaríkjastjórn mundi rifta samningnum um meðaldrægar kjarnorkuflaugar (Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty (INF)) sem hún gerði við Rússa árið 1987. Sakar forsetinn Rússa um að hafa samninginn að engu. „[Rússar] hafa árum saman brotið gegn samningnum. Ég veit ekki hvers vegna Obama …

Lesa meira

Þing Makedóníu samþykkir nýtt nafn landsins

Veggjakrotið minnir á þjóðaratkvæðagreiðsluna um nafnið.

  Aukinn meirihluti þingmanna Makedóníu styður að land þeirra heiti framvegis Norður-Makedónía. Nú verður gengið til þess verks að hrinda nafnbreytingunni í framkvæmd með stjórnarskrárbreytingu. Með henni er opnuð leið fyrir aðild landsins að NATO og ESB. Tillagan um nýtt nafn var samþykkt með 80 atkvæðum gegn 39 föstudaginn 19. …

Lesa meira

Finnland: Nettröll í þágu Rússa hljóta þungan dóm

Jessikka Aro

Stefnumótandi dómur féll í héraðsdómi Helsinki í Finnlandi fimmtudaginn 18. október þegar blaðakonunni Jessikku Aro voru dæmdar bætur og sá sem ofsótti hana á netinu var dæmdur í fangelsi. Um var að ræða nettröll hliðholl Rússum sem reyndu að þagga niður í blaðakonunni. Jessikka Aro starfar sem rannsóknarblaðamaður hjá finnska …

Lesa meira

Sádar játa að hafa drepið Khashoggi

Jamal Khashoggi

Rúmum tveimur vikum eftir að Jamal Khashoggi hvarf hafa Sádar játað á sig að hafa drepið hann. Sagt er að komið hafi til átaka milli Khashoggis og manna í ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Rannsókn málsins er ekki lokið í Sádí-Arabíu en 18 Sádar hafa verið handteknir segir í yfirlýsingu ríkissaksóknara …

Lesa meira

Trump segir Khashoggi allan og málið sé eitt hið versta í forsetatíð sinni

Mohammad bin Salman

    Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fimmtudaginn 18. október að hann teldi Sádann Jamal Khashoggi allan og sagðist treysta á trúnaðarupplýsingar úr mörgum áttum sem gæfu til kynna að hann hefði verið myrtur að fyrirlagi háttsettra manna í Sádí-Arabíu. Í The New York Times (NYT) segir að forsetinn hafi ekki …

Lesa meira

Uppnám í grísku ríkisstjórninni vegna Makedóníu-samningsins

Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands,

Uppnám er í ríkisstjórn Grikklands eftir að Nikos Kotzias utanríkisráðherra sagði af sér embætti miðvikudaginn 17. október vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um samninginn við Makedóníu um að ríkið skuli framvegis heita: Norður-Makedónía. Ágreiningurinn er milli Kotzias, sem styður samninginn, og Panos Kammenos varnnarmálaráðherra sem er andvígur samningnum. Alexis Tsipras forsætisráðherra …

Lesa meira

Varðbergsfundur: Fjórða orrustan um Atlantshafið segir stjórnandi varnaræfingar NATO

Frá fundinum í Norræna húsinu.

Bandaríski flotaforinginn James G. Foggo, yfirmaður flotastjórnar NATO í Napólí og stjórnandi Trident Juncture 2018 varnaræfingarinnar, sagði á fjölmennum fundi Varðbergs í Norræna húsinu þriðjudaginn 16. október að nú stæði yfir fjórða orrustan um Atlantshafið. Líta bæri varnaræfinguna í því ljósi og einnig ákvörðun Bandaríkjanna um að virkja 2. flota …

Lesa meira