Home / Fréttir (page 38)

Fréttir

Skipulögð glæpastarfsemi helsta ógn Evrópubúa

Frá höfuðstöðvum Europol í Haag.

  Skipulagðir glæpahópar sem sýna af sér sífellt meiri ofbeldishneigð eru mesta ógn við öryggi Evrópubúa, þeir eru hættulegri en hryðjuverkamenn eða farandfólk. Þetta koma fram í máli yfirmanna evrópskra lögregluliða á ráðstefnu í Haag þriðjudaginn 16. apríl. Að mati sérdeildar ítölsku lögreglunnar gegn mafíunni og Evrópulögreglunnar, Europol, láta hópar …

Lesa meira

Rússland: Norðmaður fær 14 ára dóm fyrir njósnir

Frode Berg

Norðmaðurinn Frode Berg, fyrrverandi landamæravörður í Kirkenes í Norður-Noregi, hlaut þriðjudaginn 16. apríl 14 ára fangelsisdóm í Moskvu fyrir njósnir. Skal hann vistaður í há-öryggisfangabúðum. Berg hefur setið 17 mánuði í varðhaldi og styttist fangelsisvist hans um þann tíma. Berg var einnig dæmdur til að greiða 15.000 evru sekt. Berg …

Lesa meira

Assange og forseti Ekvadors deila

Lenin Moreno

Hörð orðaskipti hafa átt sér milli ráðamanna í Ekvador og Julians Assange stofnanda WikiLeaks. Lenin Moreno hefur gripið til varna fyrir ákvörðun sína um að svipta Assange hælisvernd í fyrri viku sem leiddi til þess að hann var fluttur úr sendiráði Ekvadors í London af bresku lögreglunni. Moreno segir að …

Lesa meira

ESB-þingkosningar – rökstuddur grunur um afskipti Rússa

Vladimir Pútin í Brussel.

  Rökstuddur grunur er um að Rússar leggi þeim flokkum lið í kosningunum til ESB-þingsins í maí sem gagnrýnastir eru á ESB. Þetta falli að þeim aðferðum sem nágranni ESB í austri beiti þegar efnt sé til kosninga í ýmsum löndum, segir þýska fréttastofan Deutsche Welle sunnudaginn 14. apríl. Í …

Lesa meira

Ekkert maraþon við norðurpólinn í ár

Barneo-ísstöðin

Rússar hafa í 18 ár samfellt opnað leið að norðurpólnum um þetta leyti árs þar sem þeir hafa sett upp svonefndar Barneo-ísstöð. Hún verður þó ekki opnuð í ár vegna pólitískra og veðurfræðilegra ástæðna. Frá þessu var skýrt á vefsíðunni Icepeople föstudaginn 12. apríl. Ákvörðunin leiðir til þess að þeir …

Lesa meira

WikiLeaks stofnandinn Assange úr einni prísund í aðra í London

Julian Assange fluttur af lögreglu úr sendiráði Ekvador 10. apríl 2019.

  Julian Assange sem stóð að því að vefsíðan WikiLeaks kom til sögunnar var tekinn höndum fimmtudaginn 11. apríl í sendiráði Ekvador í London. Þar hafði hann dvalist síðan 2012 sem pólitískur hælisleitandi eftir að hann tapaði framsalsmáli fyrir breskum dómstóli. Taldi dómari að framselja ætti Assange til Svíþjóðar þar …

Lesa meira

Rússneski flotinn á skotæfingum undan Norður-Noregi

Rússneska orrustu-beitiskipið Pétur mikli.

  Stærstu stýriflauga beitiskip rússneska Norðurflotans, langdrægar sprengjuflugvélar, kafbátaleitarvélar, þyrlur og orrustuþotur og að líkindum kafbátar tóku þátt í æfingu undan strönd Noregs sem er allt annars eðlis en rússneskar æfingar til þessa, segir í frétt sem birtist á vefsíðunni Barents Observer fimmtudaginn 11. apríl. Norðurflotinn kallar flotadeildina sem kom …

Lesa meira

Hægrimenn undir forystu Netanyahus sigra í Ísrael

Nethanyahu-hjónin fagna kosningasigrinum.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, virðist á leið til að verða forsætisráðherra í fimmta sinn eftir þingkosningar þriðjudaginn 9. apríl. Úrslitunum er lýst sem mjög góðum fyrir forsætisráðherrann eftir harða baráttu flokks hans, Likud, við Bláa og hvíta miðjubandalagið undir forystu Bennys Gantz, fyrrverandi yfirmanns hers Ísraels. Gantz bauð sig nú …

Lesa meira

Toppfundur Ernu Solberg og Vladimirs Pútins

Erna Solberg og Vladimir Pútin í St. Pétursborg.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal norrænna ráðamanna sem tóku þátt í norðurslóðaráðstefnu í St.Pétursborg þriðjudaginn 9. apríl. Þar var einnig Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og hitti hún Vladimir Pútín Rússlandsforseta í fyrsta sinn á einkafundi frá því að Rússar hernámu Krímskaga fyrir fimm árum. „Við áttum góðan fund …

Lesa meira

Bandalag ESB-gagnrýnisflokka kynnt í Mílanó

Fulltrúar flokkanna fjögurra, frá vinstri: Olli Kotro (Finnar). Jörg Meuthen (AfD), Matteo Salvini (Bandalagið) Anders Vistisen (DF).

Danski þjóðarflokkurinn (DF) tilkynnti mánudaginn 8. apríl að hann yrði aðili að bandalagi gagnrýnna flokka innan Evrópusambandsins fyrir kosningarnar til þings ESB sem fram fara undir lok maí. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, var höfuðhvatamaður að stofnun bandalagsins og kynnti hann það á fundi í Mílanó. Finnski flokkurinn (Sannir Finnar) hefur …

Lesa meira