Home / Fréttir (page 32)

Fréttir

Kínverjar sjósetja fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskip sitt

Flugmóðurskip Kínverja sjósett.

Kínverjar sjósettu fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskip sitt miðvikidaginn 26. apríl.  Því kann að vera gefið nafnið  Shandong eftir héraðinu þar sem það var smíðað.   Búist er við að skipið verði formlega tekið í notkun árið 2018 eða 2019. Fyrir eiga Kínverjar flugmóðurskipið Liaoning en byrjað var að nota það árið 2012.  …

Lesa meira

Danski dómsmálaráðherrann segir ástandið í Malmø „skelfilegt“ og „brjálað“

Søren Pape Poulson, dómsmálaráðherra Danmerkur.

„Þetta er mjög skelfilegt og fullkomlega brjálað. Ég þakka guði og skapara mínum fyrir að þetta sé ekki svona í Danmörku,“ segir Søren Pape Poulson, leiðtogi Íhaldsflokksins og dómsmálaráðherra Danmerkur, um þróun afbrota og glæpa í sænsku borginni Malmø, 30 km frá Kaupmannahöfn,  handan Eyrarsund. Undanfarna mánuði hefur ógnaröld ríkt …

Lesa meira

Tölvupósthólf danska hersins ekki nægilega vel varin

Tölvuþrjótur.

Tæknileg sjónarmið réðu því að danski herinn breytti ekki á leyniorðum á pósthólfum á netinu sem tölvuþrjótar höfðu opnað. Vegna þessa gátu þrjótarnir haldið áfram og tæmt hólf starfsmanna hersins þótt upplýst hefði verið um árásina. Frá þessu er skýrt í danska blaðinu Information þriðjudaginn 25. apríl sem vitnar í …

Lesa meira

Færeyingar orðnir 50.000 búa sig undir nýja stjórnarskrá

Aksel Johannesen, lögmaður Færeyja.

Að ári munu Færeyingar greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá sem markar stöðu þeirra skýrar innan danska ríkisins og hefur að geyma ákvæði um hvernig staðið skuli að málum ákvæði á síðari stigum að stíga lokaskrefið til fulls sjálfstæðis. Þau söguleg tímamót urðu fyrir skömmu að opinber fjöldi íbúa Færeyja fór …

Lesa meira

Öryggismál þvælast fyrir breska Verkamannaflokknum vegna Corbyns

Andrew Gwynne, formaður kjörtstjórnar breska Verkamannaflokksins.

  Innan Verkamannaflokksins í Bretlandi hafa menn löngum deilt um gildi Trident-kjarnorkuflauga Breta og kafbátanna sem flytja þær. Nú deila ráðamenn flokksins einnig um hvort þeir mundu heimila dróna-árás til að fella leiðtoga Daesh (Ríkis íslams). Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gaf til kynna í sjónvarpsviðtali sunnudaginn 23. apríl að hann …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn segjast geta grandað bandarísku flugmóðurskipi í einu höggi

Flugmóðurskipið Carl Wilson við Indónesíu.

Norður-Kóreumenn sögðu sunnudaginn 23. apríl að þeir væru til þess búnir að sökkva bandarísku flotadeildinni undir forystu flugmóðurskipsins Carls Vinsons til að sýna hernaðarmátt sinn. Orð í þessa veru féllu þegar tvo japönsk herskip sigldu til æfinga með flotadeildinni á vesturhluta Kyrrahafs. Flotadeildin stefnir í átt að Kóreuskaga að fyrirmælum …

Lesa meira

Emmanuel Macron stefnir í frönsku forsetahöllina

Emmanuel Macron veifar til vegfarenda í París.

Emmanuel Macron fyrrv. bankamaður sem síðar var efnahagsmálaráðherra í stjórn franskra sósíalista en stofnaði að lokum eigin mið-vinstri flokk, Áfram!, fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi sunnudaginn 23. apríl. Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, fékk næstflest atkvæði. Þau keppa um forsetaembættið í síðari umferð kosninganna sunnudaginn 7. …

Lesa meira

Fyrirflug á vegum NATO jókst mjög á árinu 2016

Rússnesk Sukhoi Su-25 hervél.

Frá lokum kalda stríðsins hafa orrustuþotur undir merkjum NATO aldrei flogið í veg fyrir fleiri ókunnar flugvélar en árið 2016. Alls var flogið í veg fyrir 780 rússneskar flugvélar á árinu sagði talsmaður herstjórnar NATO í Ramstein í Þýskalandi við þýsku fréttastofuna DPA í vikunni. Árið 2015 voru fyrirflugin alls …

Lesa meira

Lögreglumaður skotinn í París – forsetaframbjóðendur vilja taka harðar á öfgamönnum íslamista

Lögregla lokaði Champs Elysees næturlangt.

Franska lögreglan rannsakar morð á lögreglumanni að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl á breiðgötunni Champs-Elysees í hjarta Parísar sem hryðjuverk. Þrír særðust í árásinni, tveir lögreglumenn og þýsk ferðakona áður en ódæðismaðurinn var felldur. Forsætisráðherra Frakklands hryðjuverkinu sem árás á Evrópu. Öll umferð var stöðvuð um Champs-Elysees þar til snemma morguns …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn greiðir úr fréttaflækju vegna flugmóðurskips

Flugmóðurskipið Carl Wilson við Indónesíu.

Stjórnvöld í Washington höfnuðu því miðvikudaginn 19. apríl að þau hefðu gefið villandi upplýsingar um ferðir bandarískrar flotadeildar undir forystu flugmóðurskips á leið að Kóreuskaga. Þau sögðust aldrei hafa nefnt neina dagsetningu vegna komu skipanna að skaganum, þau væru nú á leiðinni þangað. Snemma í fyrri viku lét Donald Trump …

Lesa meira