Home / Fréttir (page 31)

Fréttir

Rússar slá ekkert af í flotamálum á norðurslóðum

admiralkuznetsov-kolabay-gov-murman

Vladimir Pútin Rússlandsforseti ritaði fimmtudaginn 20. júlí undir stefnuskjal þar sem finna má háleit markmið fyrir rússneska herflotann. „Rússland mun ekki líða neinu öðru ríki að standa sér umtalsvert framar varðandi herflota og lögð verður áhersla á að styrkja stöðu landsins sem annars mesta flotaveldis heims,“ segir í stefnunni. Atle …

Lesa meira

Kínverjar opna fyrstu herflotastöðina fjarri heimalandinu

Kínverkst herskip leggst að bryggju í Djibouti.

Kínverjar opnuðu fyrstu herstöð sína erlendis þriðjudaginn 1. ágúst við hátíðlega athöfn í Djibouti, landi á austurströnd Afríku á skaga sem teygir sig út á milli Rauðahafs og Adenflóa. Fögnuðu kínversk stjórnvöld 90 ára afmæli alþýðuhers Kína á þennan hátt. Lega Djibouti við norðvestur enda Indlandshafs og herstöð þar vekur …

Lesa meira

Varaforseti Bandaríkjanna heitir stuðningi við NATO-aðild Georgíu

Giorgi Kvirikashvili, forsætisráðherra Georgíu, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, lyfta glasi í Tbilisi.

  Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, áréttaði þriðjudaginn 1. ágúst stuðning Bandaríkjastjórnar við fullveldi Georgíu og landsyfirráðarétt. Varaforsetinn var í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, og fordæmdi „árás“ Rússa og „hernám“ þeirra á landi Georgíu. „Bandaríkin standa með Georgíu,“ sagði Pence á sameiginlegum blaðamannafundi með Giorgi Kvirikashvili, forsætisráðherra Georgíu. Varaforsetinn sagði við fjölmiðlamennina: „Nú …

Lesa meira

Bandarískar Patriot-loftvarnaflaugar hugsanlega fluttar til Eistlands

Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.

Bandaríkjastjórn íhugar að koma fyrir Patriot-eldflaugakerfi í Eistlandi sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, við Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, á fundi þeirra sunnudaginn 30. júlí í Tallinn. Bandaríska Patriot-kerfið er hreyfanlegt eldflaugakerfi til loftvarna bæði gegn flugvélum og eldflaugum. Ratas forsætisráðherra sagði að þeir hefðu rætt fyrirhugaðar heræfingar Rússa skammt frá …

Lesa meira

Bretar leita á náðir bandamanna vegna kafbátaleitarvéla

Rússneskur kafbátur undan strönd Bretlands.

  Bretar verða að leita til Frakka og annarra bandamanna sinna innan NATO til að geta haldið uppi eftirliti á hafsvæðum við Bretlandseyjar gegn rússneskum njósnaleiðöngrum þangað sagði í The Telegraph fimmtudaginn 27. júlí. Erlendum flota-eftirlitsflugvélum á breskum flugvöllum hefur fjölgað um 76% milli ára segir í gögnum breska varnarmálaráðuneytisins. …

Lesa meira

Spenna magnast í samskiptum stjórnvalda Rússa og Bandaríkjamanna

Vladimír Pútin og Donald Trump.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði sunnudaginn 30. júlí að Bandaríkjastjórn yrði að fækka starfsmönnum sínum í sendiráði hennar í Moskvu og sendiskrifstofum annars staðar í Rússlandi um 755. Með þessu svaraði hann af hörku nýjum bandarískum lögum um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna gruns um afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningabaráttunni í …

Lesa meira

Trump fær nýjan liðsstjóra – ekki úr flokknum heldur landgönguliðinu

Reince Priebus og John Kelly.

Donald Trump Bandaríkjaforseti rak Reince Priebus, liðsstjóra sinn og fyrrv. formann stjórnar Repúblikanaflokksins, föstudaginn 28. júlí og réð John Kelly, fyrrverandi yfirhershöfðingja landgönguliðs Bandaríkjahers, í hans stað. Kelly sat í ríkisstjórninni sem Trump skipaði í janúar og gegndi embætti heimaöryggisráðherra (Secretary of Homeland Security)þ Donald Trump og John Kelly hittust …

Lesa meira

Rússar svara refsiaðgerðum Bandaríkjaþings – ESB óttast áhrif á orkumarkað

Bandaríska sendiráðið í Moskvu.

  Rússnesk stjórnvöld stigu fyrsta skrefið föstudaginn 28. júlí til að svara hertum refsiaðgerðum sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt gegn þeim vegna grunsemda um afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum 2016. Hafa Rússar bannað Bandaríkjamönnum afnot af tveimur húseignum og gefið fyrirmæli um að starfsmönnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Rússlandi verði fækkað fyrir …

Lesa meira

Sívaxandi verkefni hvíla á flotastjórn NATO, MARCOM

Undir þessari ljósmynd segir á Sputnik News að í Pentagon skjálfi menn á beinunum þegar þeir sjái endurkomu rússneska flotans.

Hér á síðunni má lesa í heild á ensku ræðu sem Clive Johnstone, flotaforingi, æðsti flotatstjórnandi NATO sem yfirmaður MARCOM, Maritime Command, flotastjórnar NATO, flutti á ráðstefnu Varðbergs og Alþjóðamálastofnunar HÍ 23. júní 2017. Johnstone flotaforingi sagt brýnt fyrir ráðstefnugesti að átta sig á að næstum allt sem snerti umsvif …

Lesa meira

Rússneska sjónvarpið: Þeytingi er laumulega beint gegn Kremlverjum

ed91a571-25bb-4edb-afb2-14329447abcc

Frá því var sagt hér á landi i vor að nýtt æði hefði gripið íslensk börn og ungmenni, leikfang sem kallast á ensku fidget spinner. Margar tillögur hefðu komið fram um íslenskt heiti yfir þessi leikfang, til að mynda spinnegal, eirðarkringla, þeytispjald, þyrilsnælda, snældusnúður, fiktisnælda, snælduspóla, spunavél, askibani eða aðins …

Lesa meira