Home / Fréttir (page 31)

Fréttir

Sænski herinn vill tvöfalda mátt sinn

Sænskir hermenn á Gotlandi.

Sænska herstjórnin sendi frá sér skýrslu föstudaginn 23. febrúar með rökstuðningi fyrir því að fjölga yrði í hernum frá 50.000 manns núna í 120.000 manns árið 2035. Þá er talið að auka þurfi árleg útgjöld til varnarmála úr 56 milljörðum sænskra króna nú í 115 milljarða króna árið 2035. Skýrsla …

Lesa meira

Kína: Xi Jinping vill sitja ótímabundið í forsæti

Xi Jinping

Boðuð hafa verið áform kínverska kommúnistaflokksins um að afnema stjórnarskrárákvæði sem setja tímamörk við setu manna í embætti forseta Kína. Við breytinguna getur Xi Jinping (64 ára), núverandi forseti, setið áfram eftir að öðru kjörtímabili hans  lýkur árið 2023. Xinhua-fréttastofan tilkynnti sunnudaginn 25. febrúar að tillaga um þessa breytingu á …

Lesa meira

Grimmdin miskunnarlaus í Sýrlandi – rússneskir málaliðar ráðast á Bandaríkjamenn

Frá blóðbaðinu í Ghouta

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sendu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf föstudaginn 23. febrúar og hvöttu hann til að styðja ályktun um 30 daga vopnahlé í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að binda enda á eina mannskæðustu árásarlotu sprengjuvéla í Sýrlandsstríðinu. Sprengjuárásirnar eru gerðar á austurhluta Goutha í Sýrlandi, …

Lesa meira

Frakkland: Harka hleypur í deilur um útlendingamál

Emmanuel Macron

Franska ríkisstjórnin kynnti miðvikudaginn 21. febrúar nýtt frumvarp til útlendingalaga og sæta ákvæði þess gagnrýni réttindasamtaka fyrir að vera of harkaleg. Ríkisstjórnin segir að frumvarpið einkennist af „fullkomnu jafnvægi“. Frumvarpið gerir refsivert að fara ólöglega inn í Frakkland. Þá eru ákvæði sem heimila að hraða brottvísun svonefnds „efnahagslegs farandfólks“. Ríkisstjórnin …

Lesa meira

Franska Þjóðfylkingin klofnar vegna afstöðunnar til ESB

Florian Philippot

Florian Philippot, sem var hægri hönd Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, í fyrra hefur stofnað eigin flokk undir heitinu: Les Patriots (Föðurlandsvinir). Stofnfundur flokksins var í norðurhluta Frakklands sunnudaginn 18. febrúar. Illindi eru milli Marine Le Pen og Florians Philippots eftir að upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Hann …

Lesa meira

Línur lagðar fyrir leiðtogafund NATO í Brussel 2018

Jens Stoltenberg ræðir við fundarmenn í hátíðarsal Háskólans í Óslo.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti setningarávarp á árlegri Leangkollen öryggisráðstefnu Norsku Atlantshafssamtakanna sem var haldin í Osló dagana 5.-6. febrúar. Stoltenberg gerði að umtalsefni sínu óstöðugt öryggisumhverfi Evrópu sem innlimun Rússlands á Krímskaganum og áframhaldandi stuðningur við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum Úkraínu hefði valdið. NATO hefði brugðist við þessu ótrygga ástandi …

Lesa meira

Þýskir jafnaðarmenn falla í könnunum – greiða atkvæði um stjórnarsamstarf

Flokksskírteini SPD

Nú hafa 463,723 félagar í þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD) fengið senda seðla í póstatkvæðagreiðslu um hvort flokkurinn eigi að endurnýja stjórnarsamstarf við kristilegu flokkanna CDU og CSU til ársins 2021. Atkvæðagreiðslan hófst þriðjudaginn 20. febrúar og lýkur henni föstudaginn 2. mars. Talningu á að ljúka sunnudaginn 4. mars. Ungliðar innan SPD …

Lesa meira

Orbán segir dimm ský yfir Evrópu vegna innflytjenda

Viktor Orbán

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sér „dimm ský yfir Evrópu“. Þau megi rekja til straums innflytjenda og skeytingarleysis vestrænna stjórnmálamanna. Þetta kom fram í stefnuræðu sem hann flutti sunnudaginn 18. febrúar á fundi flokksmanna sinna í Búdapest. Orbán er kunnur fyrir að kveða fast að orði í málflutningi sínum um innflytjendur. …

Lesa meira

Langt í land innan ESB við mótun sameiginlegrar öryggisstefnu

Einkennismerki sameiginlegs hers innan ESB.

Á öryggisráðstefnunni í München sem lauk sunnudaginn 18. febrúar lýstu háttsettir fulltrúar margra Evrópuríkja nauðsyn þess að mótuð yrði sameiginleg stefna ESB í öryggismálum. Kynntu þeir tillögur um hvernig tryggja mætti öryggi sambandsins í heimi þar sem öryggisleysi eykst. Lewis Sanders, sérfræðingur þýsku fréttastofunnar DW, segir að fjöldi tillagnanna veki …

Lesa meira

Rússar ákærðir fyrir undirróður í Bandaríkjunum – blaður segir Lavrov

Rod. J. Rosenstein, varadómsmálaráðherra.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti föstudaginn 16. febrúar ákæru á hendur 13 Rússum og þremur fyrirtækjum fyrir að hafa beitt þaulhugsuðum aðferðum til að hafa áhrif á bandarísku kosningabaráttuna árið 2016 og til stuðnings við baráttu Donalds Trumps. Leiðin lá frá skrifstofu í St. Pétursborg í Rússlandi til samfélagsmiðla í Bandaríkjunum og …

Lesa meira