Home / Fréttir (page 30)

Fréttir

Sænski fjármálaráðherrann bendir hælisleitendum á að leita til annars lands

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Stefan Löfven forsætisráðherra.

Jafnaðarmaðurinn Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, hvetur flóttamenn að leita til annarra landa en Svíþjóðar. Aðlögun flóttamanna að sænsku samfélagi sé ekki sem best og hafi ekki verið lengi. „Ég tel að þetta fólk fái betri tækifæri leiti það til annars lands,“ segir hún í samtali við Dagens Nyheter föstudaginn 22. …

Lesa meira

Spánn: Rajoy vill ræða við nýja stjórn Katalóníu en ekki Puigdemont

Mariano Rajoy, forsætisáðherra Spánar.

  Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, býður verðandi héraðsstjórn Katalóníu samstarf en hafnar þó boði frá Carles Puigdemont, leiðtoga fráfarandi héraðsstjórnar, um fund. Puigdemont leitaði skjóls í Brussel eftir að Rajoy og stjórn hans ákvað að héraðsstjórnin í Katalóníu skyldi sótt til saka fyrir stjórnarskrárbrot. Rajoy boðaði síðan til aukakosninga til …

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB vill refsa Pólverjum vegna dómstólalaga

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands.

„Pólverjar virða réttarríkið eins mikið og aðrar ESB-þjóðir,“ sagði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, á Twitter eftir að framkvæmdastjórn ESB sendi miðvikudaginn 20. desember frá sér tilkynningu um að pólska ríkisstjórnin skapaði hættu fyrir lýðræðisleg gildi sambandsins. Þá sendi pólska utanríkisráðherrann frá sér þessa tilkynningu: „Pólska stjórnin harmar að framkvæmdastjórn ESB hafi …

Lesa meira

Nýtt danskt hættumat: Ógn af netárásum og þrýstingi Rússa eykst

Tölvuþrjótur.

  Vaxandi ógn er af þrýstingi Rússa gegn Dönum segir í nýju hættumati Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), eftirgrennslanaþjónustu danska hersins, það er þeirrar stofnunar í Danmörku sem safnar upplýsingum um ytri hættur sem kunna að steðja að danska ríkinu og íbúum þess. FE gaf út árlegt hættumat sitt þriðjudaginn 19. desember. …

Lesa meira

Bandaríkjamenn styrkja herstöðvar umhverfis Rússa með 214 m. dollurum

Bandarísk orrustuþota af F-22 gerð.

Bandaríkjastjórn hyggst verja 214 milljónum dollara til að endurbæta og leggja flugvelli, skapa æfingaaðstöðu og byggja hernaðarmannvirki í austur- og norðurhluta Evrópu í þeim tilgangi að halda „sókn Rússa“ í skefjum segir í frétt Iran Press TV mánudaginn 18. desember. Hernaðarlegu framkvæmdirnar verða við landamæri Rússlands en auk þess á …

Lesa meira

CIA bjargar Kazan-dómkirkjunni í St. Pétursborg

Kazan-dómkirkjan í St. Pétursborg.

Þær fréttir bárust frá rússnesku forsetaskrifstofunni í Kreml sunnudaginn 17. desember að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði miðlað upplýsingum sem komu í veg fyrir að hryðjuverkasamtökin Daesh (Ríki íslams) gætu unnið illvirki með sprengjum í St. Pétursborg. Af þessu tilefni hringdi Vladimír Pútín Rússlandsforseti í Donald Trump Bandaríkjaforseta til að þakka …

Lesa meira

Washington Post sakar Trump um aðgerðarleysi gegn netárásum Rússa

Donald Trump og Vladimir Pútín.

Fréttir frá Bandaríkjunum sunnudaginn 17. desember voru á þann veg að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynni að reka sérstaka saksóknarann sem rannsakar íhlutun Rússa í bandarísku kosningarnar árið 2016. Geri forsetinn það ekki kunni hann á annan hátt að spilla fyrir framgangi rannsóknarinnar. Sama sunnudag birti blaðið The Washington Post leiðara …

Lesa meira

Pútín vill stórauka atvinnustarfsemi á norðurslóðum í samvinnu við Kínverja

Pútín á árlegum blaðamannafundi 14. desember 2017.

Atvinnustarfsemi í nyrstu héruðum Rússlands við Norður-Íshaf í samvinnu við Kínverja hefur forgang hjá Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Þetta kom fram á árlegum blaðamannafundi hans  í Moskvu. Um 1.400 fjölmiðlamenn sóttu fundinn og stóð hann í 4 klukkustundir fimmtudaginn 14. desember. Það var blaðamaður frá Komi-lýðveldinu sem spurði forsetann um hver …

Lesa meira

Bretar óttast að Rússar valdi tjóni á neðansjávarstrengjum

Kortið sýmir leiðir neðansjávarstrengja.

  Æðsti yfirmaður breska hersins, Sir Stuart Peach, varar við hættunni á að Rússar valdi skaða á fjarskipta- og netsrengjum í hafdjúpunum. Hann segir að Bretar og NATO verði að forgangsraða til að vernda betur neðansjávarstrengi. Í ræðu sem Sir Stuart Peach flutti hjá Royal United Services Institute (RUSI) breskri …

Lesa meira

Tillerson fær tiltal úr Hvíta húsinu

Secretary of State Rex Tillerson waits to speak at the 2017 Atlantic Council-Korea Foundation Forum in Washington, Tuesday, Dec. 12, 2017. (AP Photo/Susan Walsh)

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þriðjudaginn 12. desember Bandaríkjamenn tilbúna til viðræðna Norður-Kóreumenn „án fyrirvara“. Embættismenn forsetaskrifstofunnar lýstu strax annarri skoðun. Með því að taka annan pól í hæðina en Rex Tillerson gerðu menn Trumps enn einu lítið úr orðum utanríkisráðherrans. Þeir sögðu miðvikudaginn 13. desember að ekki yrði efnt …

Lesa meira