Home / Fréttir (page 30)

Fréttir

Rússi líklega stjórnarformaður Interpol

Aleksander Prokuptsjuk

Líklegt er að Rússinn Aleksander Prokuptsjuk verði kjörinn stjórnarformaður alþjóðalögreglunnar Interpol á fundi samtakanna í Dubai miðvikudaginn 21. nóvember. Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna hefur líkt framboði hans og hugsanlegu kjöri við að minkur sé sendur í hæsnabú. Stjórn Úkraínu hefur boðað úrsögn úr Interpol nái Aleksander Prokuptsjuk kjöri. Bandaríski þingmannahópurinn segir …

Lesa meira

Moskva: Browder sakaður um að myrða lögfræðing sinn

Bill Browder,

Rússneskir saksóknarar tilkynntu mánudaginn 19. nóvember að þeir hefðu stofnað til nýrrar málsóknar gegn Bill Browder, höfundi bókarinnar Eftirlýstur sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir fáeinum árum. Browder er harður gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda og Vladimirs Pútíns forseta sérstaklega. Hann sætir nú ákæru fyrir að standa að baki dauða lögfræðings síns …

Lesa meira

Macron heitir á Þjóðverja að endurnýja ESB

Emmanuel Macron í þýska þinginu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var í Berlín sunnudaginn 18. nóvember til að að minnast loka fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hann futti ræðu í þýska þinginu og hvatti til þess að Frakkar og Þjóðverjar endurnýjuðu náin tengsl sín til að styrkja lýðræðislega Evrópu til framtíðarverkefna. Um leið og forsetinn vottaði látnum hermönnum virðingu sína …

Lesa meira

Frakkland: Mótmæli gegn hækkun á eldsneyti valda banaslysi

Gulvesta-hreyfingin lét að sér kveða um allt  Frakkland.

Bifreiðaeigendur í Frakklandi efndu til mótmæla gegn hækkun skatta á eldsneyti laugardaginn 17. nóvember. Þeir klæddust gulum öryggisvestum og voru mótmælin kennd við þau, „gulvesta-mótmælin“. Þrátt fyrir mikla kynningarherferð týndi kona lífi þegar ökumaður bifreiðar, kona, var gripin ofsahræðslu þegar hún sá hóp fólks óvænt fyrir framan sig. „Gulvesta-hreyfingin“ hvatti …

Lesa meira

Finnar ræða við Rússa vegna GPS-truflana

ic-ne-de-gps-33568015

Finnska utanríkisráðuneytið sendi fimmtudaginn 15. nóvember skýrslu til utanríkismálanefndar finnska þingsins um truflanir á gervihnattar flugleiðsögu sendingum (GPS). Ráðuneytið taldi ekki við hæfi að birta niðurstöðu rannsóknar sinnar opinberlega. Finnsk yfirvöld rannsaka enn hver stóð fyrir GPS-truflununum í Norður-Noregi og Norður-Finnlandi á sama tíma og NATO-varnaræfingin Trident Juncture fór þar …

Lesa meira

Hörð hríð gerð að May – ætlar að berjast til þrautar fyrir Brexit

Theresa May á blaðamannafundinum 15. nóvember.

  Theresa May, forsætisráðherra Breta, sætir harðri gagnrýni í eigin ríkisstjórn og þingflokki fyrir skilnaðarsamkomulagið við ESB um úrsögn Breta úr sambandinu (Brexit). May kynnti niðurstöðu viðræðnanna við ESB á þingi og blaðamannafundi fimmtudaginn 15. nóvember. Hún segist ætla að berjast til þrautar í málinu og leggja það fyrir neðri …

Lesa meira

Theresa May fær stuðning ríkisstjórnarinnar við ESB-úrsagnaráætlun

Theresa May kynnir stuðning ríkisstjótnarinnst við ESB-áætlun sína.

Theresa May fékk samþykki ríkisstjórnar sinnar miðvikudaginn 14. nóvember við áætlun um brottför Breta úr ESB kl. 23.00 föstudaginn 29. mars 2019. Samkomulag hefur tekist um hvernig staðið verður að úrsögninni. Samkomulagið verður ekki að formlegri vinnuáætlun fyrr en í fyrsta lagi eftir að leiðtogaráð ESB hefur samþykkt það og …

Lesa meira

Theresa May kynnir Brexit-samkomulag – uppnám meðal íhaldsþingmanna

46147366_303

Tilkynnt var síðdegis þriðjudaginn 13. nóvember að samningamenn Evrópusambandsins og Breta hefðu loks náð samkomulagi um skilnað Breta við sambandið. Næsta skref er að Theresu May, forsætisráðherra Breta, takist að sannfæra stjórn sína og meirihluta þingmanna um að styðja samninginn. May boðaði til ríkisstjórnarfundar miðvikudaginn 14. nóvember en að kvöldi …

Lesa meira

Seehofer úr formennsku eins og Merkel

Horst Seehofer

  Angela Merkel Þýskalandskanslari ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Kristilega demókrataflokksins (CDU) á flokksþingi í desember. Nú tveimur vikum eftir yfirlýsingu Merkel tilkynnir Horst Seehofer, innanríkisráðherra og formaður Kristilega sósíalflokksins (CSU) í Bæjaralandi að hann ætli ekki heldur að gefa kost á sér til …

Lesa meira

Alþingismenn ræða öryggis- og varnarmál

Bandaríski flotinn sendi þessa mynd frá Harry S. Truman í september þegar gestir frá Íslandi heimsóttu skipið.

  Mánudaginn 5. nóvember var sérstök umræða á alþingi undir fyrirsögninni öryggis- og varnarmál. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG var málshefjandi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í umræðunni ásamt þingmönnum úr öllum þingflokkum. Í upphafsræðu sagði Rósa Björk tilefni umræðunnar mega rekja til varnaræfingar NATO hér á landi …

Lesa meira