Home / Fréttir (page 30)

Fréttir

Utanríkisráðherra: NATO hefur þegar brugðist við sókn Rússa út á N-Atlantshaf

Varðbergsfundurinn með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra var fjölsóttur.

  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í ræðu á fundi Varðbergs að í störfum sínum sem ráðherra ætla að leggja áherslu á öryggis- og varnarmál. Ráðherrann lýsti nýrri sókn Rússa út á Norður-Atlantshaf til varnar vígi langdrægra kjarnorkukafbáta þeirra í Barentshafi. Þá rakti hann viðbrögð innan NATO og aðild Íslendinga …

Lesa meira

Utanríkisráðherra: Ísland er hluti af breyttu og flóknu öryggisumhverfi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur ræðu sína á fundi Varðbergs.

Hér birtist í heild ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á hádegisfundi Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, 1. júní 2017. Þjóðaröryggi í nýju ljósi Ágætu fundarmenn, Ég vil byrja á því að þakka Varðbergi fyrir að standa fyrir þessum fundi um öryggis- og varnarmál. Ég hef lagt töluverða áherslu á þennan málaflokk í …

Lesa meira

Engin þíða í samskiptum Frakka og Rússa eftir heimsókn Pútíns

Vladimir Pútín og Emmanuel Macron á blaðamannafundi í Versalahöll.

  Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hittust á fundi í Versölum mánudaginn 29. maí. Fréttaskýrendur segja að fundur þeirra hafi ekki breytt neinu í opinberum samskiptum ríkjanna sem séu áfram við frostmark. Macron hafi reynt að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi en Pútín haldið að sér höndum. „Þótt …

Lesa meira

Bandaríkin: Vel heppnuð tilraun með eldflaugavarnir

ok-raketforsvar

Bandaríkjaher hefur í fyrsta sinn gert tilraun með því því að virkja eldflaugavarnarkerfi sitt gegn skipulagðri árás með langdrægri eldflaug (ICBM) og fagnar árangrinum í yfirlýsingu. Tilraunin var gerð þriðjudaginn 30. maí. Árásarflauginni var skotið frá Reagan-tilrauanstöðinni á Marshall-eyjum á Kyrrhafi í áttina að hafsvæði fyrir sunnan Alaska. Gagn-eldflaugin var …

Lesa meira

Merkel ruggar Atlantshafsbátnum í bjórtjaldi við München

Angela Merkel

  Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti sunnudaginn 28. maí ræðu á 2.400 manna fundi í bjórtjaldi skammt frá München í Bæjarlandi þar sem hún vísaði til ágreinings við Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðoga G7-ríkja í Taormina á Sikiley laugardaginn 27. maí og sagði: „Tíminn þegar við gátum fyllilega treyst á …

Lesa meira

Emmanuel Macron fær hrós fyrir framgöngu í Brussel og Taormina

Emmanuel Macron og Justin Trudeau í Taormina.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti (39 ára) hlaut eldskírn sína á alþjóðavettvangi á fundi ríkisoddvita NATO-ríkjanna í Brussel fimmtudaginn 25. maí og G7-ríkjanna í Taormina á Sikiley föstudaginn 26. maí og laugardaginn 27. maí. Ef marka má frásögn blaðamanna Le Monde stóðst hann prófið með prýði. Blaðamennirnir segja að hvarvetna þar sem …

Lesa meira

Merkel óánægð með afstöðu Trumps til loftslagsmála

Donald Trump og Angela Merkel í Taormina.

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að umræður á G7-leiðtogafundinum í Taormina á Sikiley laugardaginn 27. maí um loftslagsmál hafi verið „mjög ófullnægjandi“ vegna afstöðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem ætlar að íhuga fram í næstu viku hvort hann virði áfram Parísar-samkomulagið um loftslagsmál eða ákveði að Bandaríkjamenn segi sig frá því. Allir …

Lesa meira

Leiðtogar G7-ríkjanna funda á Sikiley

Frá G7-leiðtogafundinum í Taorima á Sikiley.

  Leiðtogar G7-ríkjanna hittust á fundi í Taorima á Sikiley föstudaginn 26. maí. Fjórir nýir eru í hópnum forsetar Bandaríkjanna og Frakklands og forsætisráðherrar Bretlands og Kanada. Fundinum lýkur laugardaginn 27. maí en alþjóða- og öryggismál eru á dagskrá hans og ber baráttuna gegn hryðjuverkum hátt. Á ríkisoddvitafundi NATO-ríkjanna í …

Lesa meira

Bjarni hittir Stoltenberg í höfuðstöðvum NATO

Bjarni Benediktsson og Jens Stoltenberg,

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði í dag [föstudaginn 26. maí 2017] með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í tengslum við fund leiðtoga bandalagsins sem fram fór í Brussel.  Á fundinum var rætt um þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnað og framlög til öryggis- og varnarmála. Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnumótun stjórnvalda í öryggis- og …

Lesa meira

Trump og Merkel afhjúpa minnismerki í nýjum höfuðstöðvum NATO

Donald Trump, Jens Stoltenberg og Angela Merkel í nýjum höfuðstöðvum NATO.

Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttaði enn á ríkisoddvitafundi NATO í Brussel fimmtudaginn 25. maí að aðildarríki bandalagsins legðu að minnsta kosti 2% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Fyrr sama dag hitti Trump forystumenn ESB og virtust þeir sannfærðir um að Trump hefði horfið frá einhverri af gagnrýni sinni í garð sambandsins. …

Lesa meira