Home / Fréttir (page 30)

Fréttir

Vástig hækkað í Noregi vegna hættu á hryðjuverkum – almenn lögregla vopnuð

3640177

Norska öryggislögreglan, PST, hækkaði vástig í Noregi sunnudaginn 9. apríl, næstu tvo mánuði verður það miðað við að líkur séu á hryðjuverki, terror sannsynlig. Var vástigið hækkað frá því að hryðjuverk var talið hugsanlegt, mulig. Þrjár meginástæður eru fyrir þessari ákvörðun: (1) Óljós tengsl 17 ára rússnesks hælisleitanda sem grunaður er um að hafa …

Lesa meira

Pútín tekur sér stöðu með Assad þrátt fyrir efnavopnaárásina

Bashar al-Assad og Vladimír Pútín.

Hafi Rússar viljað að svo virtist sem smáskil væru á milli sín og Bashar al-Assads Sýrlandsforseta ruku þeir honum til varnar eftir að Bandaríkjamenn gerðu stýrflaugaárásina á fimmtudaginn [6. apríl] að fyrirmælum Trumps forseta. Árásin treysti enn nánar en nokkru sinni áður böndin milli ráðamanna í Moskvu og alræmda sýrlenska einræðisherrans. Á þessum orðum hefst frétt eftir Neil MacFarquar, fréttaritara The New York Times (NYT) í Morkvu, …

Lesa meira

Martröð í Stokkhólmi vegna hryðjuverks

Almennir borgarar veittu slösuðum aðstoð.

Sænska lögreglan staðfesti laugardaginn 8. apríl að hún hefði handtekið mann sem hún grunaði um að hafa ekið á flutningabíl inn í helstu göngugötu Stokkhólms, Drottninggatan, síðdegis föstudaginn 7. apríl í þeim tilgangi að granda sem flestum vegfarendum. Í sænskum fjölmiðlum segir að sá sem handtekinn hafi verið sé 39 ára …

Lesa meira

Bandaríkjaher ræðst á Sýrlandsher vegna efnavopnaárásar

Stýriflaug skotið frá bandarísku herskipi.

Bandaríkjamenn hafa í fyrsta sinn gert beina árás á her Bashars al-Assads Sýrlandsforseta. Það gerðist aðfaranótt föstudags 7. apríl þegar 59 Tomahawk-stýriflaugum var skotið af herskipum í Austur-Miðjarhafi á Al Shayrat-flugvöllinn í austurhluta Sýrlands. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í um sex ár. Rússnesk stjórnvöld fordæmdu árásina að morgni föstudagsins og riftu …

Lesa meira

Rússneska öryggislögreglan herðir varnir kjarnakljúfa á Kóla-skaga

Rússneski ísbrjóturinn Jamal er knúinn tveimur kjarnakljúfum.

Rússnesk yfirvöld efndu til ráðstefnu um borð í safn-ísbrjótnum Lenín í höfninni í Múrmansk þriðjudaginn 4. apríl, daginn eftir að hryðjuverk var unnið í St. Pétursborg þar sem jarðlestarvagn var sprengdur í loft upp og 11 manns fórust en um 40 særðust. Heiti ráðstefnunnar í Múrmansk var: Leiðir til að …

Lesa meira

Rússar bera blak af Sýrlandsstjórn vegna efnavopnaárásar

Hugað að fórnarlömbum árásarinnar.

Efnavopnaárás í bænum Khan Sheikhoun í Sýrlandi þriðjudaginn 4. apríl hefur vakið reiði og hneykslan um heim allan. Er stjórn Bashars al-Assads Sýrlandsaforseta sökuð um árásina, þá mannskæðustu sem gerð hefur verið með efnavopnum í landinu um nokkurra ára skeið. Rússar bera blak af Sýrlandsstjórn. Samtök í London sem fylgjast …

Lesa meira

Uffe Ellemann: Kremlverjar í franskri kosningabaráttu

Uffe Ellemann-Jensen

Uffe Ellemann, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, skrifar reglulega dálk á vefsíðu Berlingske Tidende (b.dk). Mánudaginn 3. apríl fjallaði hann um hættu á íhlutun Rússa í kosningar í Frakklandi og Þýskalandi í ár. Ellemann segir að um síðustu helgi hafi sá óvenjulegi atburður gerst að frönsk eftirlitsnefnd með starfi fyrirtækja sem stunda …

Lesa meira

Vopnaglamur í Bretlandi til verndar Gíbraltar gegn ESB og Spánverjum

Frá Gíbraltar

Úrsögn Breta úr ESB hefur leitt af sér meiri hörku en áður í deilu þeirra við Spánverja um ráð yfir Gíbraltar, klettahöfða við Njörvasund sem tengir Miðjarðarhaf og Atlantshaf. Deilan við Spánverja vekur upp 35 ára gamlar minningar um Falklandseyjastríðið hjá Bretum en þá vörðu þeir ráð sín yfir Suður-Atlantshafseyjunum …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Póllands: Við erum svo sannarlega lýðræðissinnar og höfnum allri þjóðrembu

Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands.

Hætta er á að Pólland verði fórnarlamb „blöndu menningar og kynþátta“ og hluti af „heimi hjólreiðamanna og grasætna“. Ummæli af þessu tagi eru eignuð utanríkisráðherra Póllands Witold Waszczykowski (59 ára) og endurtekin honum til háðungar. Hann hefur ekki breytt neitt um stíl eftir að hann varð utanríkisráðherra í þjóðernissinuðu íhaldsstjórninni …

Lesa meira

Rússar hefja flutning á jarðgasi með skipum frá Jamal-skaga við Norður-Íshaf

Nýja gasflutningaskipið Christophe de Margerie.

Rússar leggja nú mikla áherslu á að nýta norðurleiðina svonefndu, siglingaleiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs fyrir norðan Rússlands. Bloomberg fréttastofan birti nýlega fréttaskýringu þar sem sagði að á árinu 2016 hefði flutningur á milli hafanna verið innan við 3% af þeim varningi sem fluttur var sjóleiðis eftir norðurleiðinni en hann …

Lesa meira