Home / Fréttir (page 30)

Fréttir

Boris Johnson næsti forsætisráðherra Breta

Boris Johnson.

Boris Johnson er nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Þetta var niðurstaða kosningar meðal flokksmanna milli Johnsons og Jeremys Hunts utanríkisráðherra. Úrslitin voru kynnt þriðjudaginn 23. júlí. Johnson fékk 92.153. (66,4%) atkvæði en Hunt 46.656 (34%). Boris Johnson verður næsti forsætisráðherra Breta og tekur við af Theresu May miðvikudaginn 24. júlí. Í …

Lesa meira

Íranir hertaka olíuskip undir breskum fána

Stena Impero

  Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, sagði föstudaginn 19. júlí að Íranir hefðu tekið tvö skip á sitt vald í Hormuz-sundi. Hann sagði annað skipið sigla undir breskum fána en hitt undir fána Líberíu. Hann sagði áhafnir skipanna af ýmsum þjóðernum en líklega ekki breska ríkisborgara. „Ekki er unnt að sætta …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn setur Tyrki út í kuldann

S-400 skotpallur settur um borð í rússneska flutningavél.

  Bandaríkjastjórn segir að Tyrkir séu ekki lengur  í hópi kaupenda á torséðu bandarísku F-35 orrustuþotunni vegna kaupa þeirrs á rússneska S-400 loftvarnakerfinu. Birt var tilkynning um þetta frá forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu miðvikudaginn 17. júlí. Þar sagði að vopnaviðskipti Tyrkja við Rússa gerðu þeim „ókleift að eiga aðild að …

Lesa meira

Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB

Ursula von der Leyen.

Kona hefur í fyrsta sinn verið kjörin forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þetta gerðist á ESB-þinginu í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí þegar meirihluti þingmanna samþykkti tillögu leiðtogaráðs ESB um að fyrrverandi varnarmálamálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen (60 ára) tæki við við af Jean-Claude Juncker 1. nóvember 2019. Tvær vikur eru liðnar …

Lesa meira

Ítalía: Salvini í vanda vegna ásakana um Rússagull

Matteo Salvini

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu og formaður Bandalagsins (Lega), hefur snúist hart til varnar vegna ásakana um að flokkur hans hafi reynt að fá leynilegar tekjur af olíusölu Rússa. Birtar hafa verið upptökur af samtölum samstarfsmanna Salvinis við Rússa um þetta mál í Moskvu í fyrra. Frétta-vefsíðan Buzzfeed birti á dögunum …

Lesa meira

Nýjum kjarnorkukafbáti Frakka hleypt af stokkunum

Emmanuel Macron við athöfnina í Cherbourg.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var föstudaginn 12. júlí í hafnarborginni Cherbourg í norðvestur hluta Frakklands og hleypti af stokkunum kjarnorkuknúna kafbátnum Suffren. Kafbáturinn er fyrstur í röð sex kafbáta af Barracuda-gerð sem verða þungamiðja í vörnum franska flotans. Franska skipasmíðastöðin Naval Group smíðar kafbátana sex. Þeir eru hluti af 9 milljarða …

Lesa meira

Rússneskar loftvarnaflaugar fluttar til Tyrklands

S-400 skotpallur settur um borð í rússneska flutningavél.

Fyrstu hlutar rússnesks eldflaugakerfis til loftvarna bárust til Tyrklands föstudaginn 12. júlí. Um er að ræða svonefnt S-400 loftvarnakerfi sem nota má til að finna flugvélar og önnur skotmörk. Bandaríkjastjórn leggst eindregið gegn þessum vopnakaupum Tyrkja og þau hafa skapað spennu innan NATO þar sem Bandaríkjamenn og Tyrkir eru meðal …

Lesa meira

Mið-hægrimenn með hreinan meirihluta á gríska þinginu

Kyriakos Mitsotakis flokksleiðtogi næsti forsætisráðherra Grikklaqnds, fagnar sigri.

  Grískir kjósendur veittu mið-hægriflokknum Nýtt lýðræði öflugan stuðning í þingkosningum sunnudaginn 6. júlí og verður Kyriakos Mitsotakis flokksleiðtogi næsti forsætisráðherra landsins. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra vinstra bandalagsins Syriza, viðurkenndi ósigur sinn strax eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. Ríkisstjórnarskiptin verða mánudaginn 7. júlí. Eftir að 80% atkvæða höfðu verið …

Lesa meira

Fjórtán rússneskir kafbátaliðar jarðsungnir

Grafreiturinn í St. Pétursborg.

  Herlögregla lokaði sögufrægum Serafimovskoj-kirkjugarðinum í St. Pétursborg í Rússlandi laugardaginn 6. júlí þegar 14 rússneskir kafbátaliðar voru bornir þar til grafar. Þeir létust í eldsvoða um borð kjarnorkukafbáti skammt frá landamærum Noregs við Kóla-skaga. Vladimir Pútin Rússlandsforseti hefur ekkert sagt um sjóslysið. Fjölmiðlamenn fengu ekki að vera við útförina. …

Lesa meira

Endurbætur á kínverska heraflanum

foreign201706231528000584202303203

Höfundur Kristinn Valdimarssson Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld eytt háum fjárhæðum í að endurskipuleggja herafla landsins.  Leiðtogi Kína, Xi Jinping, á sér þann draum að árið 2035 verði heraflinn í fremstu röð í heiminum og geti þá unnið Bandaríkjaher í átökum. Að sögn breska vikuritsins The Economist hafa endurbætur …

Lesa meira