Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði í samtali við BBC sunnudaginn 6. janúar að gengið yrði til atkvæða um Brexit-tillögur, úrsögn úr ESB, hennar í breska þinginu. Hún mundi vinna að því að fá frekari „tryggingar“ frá ESB en ekki yrði haggað við fyrirliggjandi samkomulagi. Í samtalinu við sjónvarpsmanninn Andrew Marr …
Lesa meiraBann við betli tekur gildi í sænsku sveitarfélagi
Lögregla í sænska bænum Vellinge skammt frá Malmö stuggar nú við betlurum, tveimur vikum eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Svíþjóðar staðfesti heimild sveitarstjórnarinnar til að banna betl innan lögsögu sinnar. Jörgen Sjåstad, lögreglumaður í Vellinge, sagði við dagblaðið Sydsvenskan að hann hefði hafist handa við að framkvæma bannið í vikunni eftir …
Lesa meiraTölvuþrjótar ráðast á þýska forsetann, ráðherra og þingmenn
Netöryggisstofnun Þýskalands (BSI) rannsakar nú „gaumgæfilega“ hvernig unnt var að brjótast inn í opinbert tölvukerfi og stela upplýsingum frá hundruðum þýskra stjórnmálamanna og birta þær á netinu, sagði talsmaður stofnunarinnar föstudaginn 4. janúar. BSI segir að í fyrstu sé ekki að sjá að tekist hafi að brjótast inn í þau …
Lesa meiraTrump gortar sig af óvinsældum í Evrópu
Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði fyrsta ríkisstjórnarfund sinn á nýju ári, miðvikudaginn 2. janúar 2019, til að ræða óvinsældir sínar í Evrópu. Hann sagði blaðamönnum sem fengu aðgang að fundarherberginu að honum stæði á sama um lítið traust á sér í skoðanakönnunum í Evrópu. Það fælist í starfi sínu að krefjast …
Lesa meiraMitt Romney: Trump rís ekki undir þunga forsetaembættisins
Mitt Romney var forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum árið 2012. Hann var nú í nóvember kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Utah-ríki og tekur sæti á þinginu í Washington fimmtudaginn 3. janúar. Hann ritaði grein í The Washington Post þriðjudaginn 1. janúar, nýársdag, sem vakið hefur mikla athygli innan og utan Bandaríkjanna vegna …
Lesa meiraBandaríkin og Ísrael segja skilið við UNESCO
Bandaríkin og Ísrael sögðu skilið við UNESCO, Mennta- vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, 31. desember 2018. Ríkin kynntu úrsögn sína árið 2017. Ísrael hefur átt þar aðild frá 1949 en Bandaríkin hafa áður rofið aðild sína að UNESCO tímabundið. (Íslensk stjórnvöld stefna að setu í framkvæmdastjórn stofnunarinnar og berjast nú …
Lesa meiraSótt að breska innanríkisráðherranum vegna bátafólks á Ermarsundi
Sajid Javid, innanríkisráðherra Breta, segir að ekki séu „nein auðveld svör“ við spurningum um hvernig grípa skuli á vandanum vegna flótta- og farandfólks á Ermarsundi. Þetta sé vegna þess hve margir þættir málsins séu „ekki á valdi“ stjórnvalda. Javid gerði hlé á jólaleyfi sínu til að takast á við vaxandi …
Lesa meiraÍtalir fá fjárlög undir þrýstingi Brusselmanna
Neðri deild ítalska þingsins samþykkti fjárlög ársins 2019 laugardaginn 29. desember. Meirihluti Fimmstjörnu-hreyfingarinnar (M5S) og Bandalagsins – uppnámsflokka lengst til vinstri og hægri – samþykkti fjárlögin undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnin lyti stjórn og skipunum frá ESB. Fjárlögin voru afgreidd umræðulaust með atkvæðagreiðslu um traust þingmanna í garð ríkisstjórnarinnar, …
Lesa meiraRúmenar óhæfir til að leiða ESB segir Juncker
Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, viðurkenndi fyrir nokkrum vikum að stjórn lands síns væri ekki hæf til að taka að sér pólitískt forsæti í ráðherraráði ESB fyrstu sex mánuði ársins 2019. Embættismenn ESB telja að rúmensk stjórnvöld hafi ekki snúist skipulega gegn spillingu og ekki tekist að treysta sjálfstæði dómstóla. Jean-Claude …
Lesa meiraÓlöglegt bátafólk veldur Bretum áhyggjum
Caroline Nokes, innflytjendaráðherra Breta, hefur lýst „miklum áhyggjum“ vegna frétta um fjölgun farandfólks sem reynir að komast yfir Ermarsund frá Frakklandi til Englands í bátkænum. Frá því í nóvember hafa 209 manns komist þessa leið til Englands. Snemma að morgni fimmtudags 27. desember fundu breskir landamæraverðir 23 Írana á …
Lesa meira