Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

Spánarkonungur fjarlægist föður sinn

Filippus VI. Spánarkonungur og Jóhann Karl, faðir hans.

  Filippus VI. Spánarkonungur ákvað sunnudaginn 15. mars að fjarlægjast Jóhann Karl, föður sinn og forvera. Konungurinn fyrrverandi er flæktur í hneykslismál. Filippus hafnar arfi frá föður sínum. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því í svissneska blaðinu Tribune de Geneve að Jóhann Karl (82 ára) hefði fengið 100 milljónir …

Lesa meira

Guyanabúar vænta gullaldar af olíulindum

ol-index

Þegar tölfræði tungumála í heiminum er skoðuð kemur í ljós að kínverska (mandarín) er sú tunga sem flestir eiga að móðurmáli.  Hana tala rúmlega milljarður jarðarbúa.  Heldur færri alast upp í enskumælandi málsvæði.  Enska slær kínversku hins vegar við hvað varðar útbreiðslu en segja má að tungumálið sé talað í …

Lesa meira

Viðurkenndur tilgangur skilyrði komu til Danmerkur

rb-plus-midlertidig-graensekontrol-kan-vare-i-to-aar

Danska ríkisstjórnin ákvað föstudaginn 13. mars að loka landamærum Danmerkur tímabundið frá kl. 12.00 laugardaginn 14. mars. Þegar Mette Frederiksen forsætisráðherra kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi sagði hún: „Ferðamenn og útlendingar, sem geta ekki sannað að heimsókn þeirra til Danmerkur þjóni viðurkenndum tilgangi, fá ekki leyfi til að fara inn í …

Lesa meira

Fjórða herflug Rússa á tveimur vikum – nú suður í Biscaya-flóa

Á vefsíðunni BarentsObserver gerðu menn þetta kort til að sýna flugleið rússnesku hervélanna miðvikudaginn 11. mars.

Tvær rússneskar Tu-160 hljóðfráar sprengjuþotur flugu fimmtudaginn 12. mars suður með strönd Noregs, á milli Íslands og Bretlands, með vesturströnd Írlands suður í Biscaya-flóa áður en þeim var aftur snúið til heimavalla á Kólaskaga, austan við norðurlandamæri Noregs. Frá lokum kalda stríðsins hefur rússneskum hervélum aldrei fyrr verið flogið svo …

Lesa meira

Norðmenn aflýsa heræfingu vegna kórónaveirunnar

Frá heræfingunni Cold Response 2020

Norska herstjórnin ákvað miðvikudaginn 11. mars í samráði við heilbrigðisyfirvöld Noregs að hætta við heræfinguna Cold Response, viðamestu heræfingu ársins í Noregi. Hún hófst 2. mars og átti að standa til 18. mars. Rune Jakobsen, hershöfðingi og yfirmaður sameiginlegu norsku herstjórnarinnar, að útiloka yrði að hermenn yrðu til þess að …

Lesa meira

Magnus Nordenman í Spegli RÚV

ek-tdylxyaes7ye

Hér er upptaka og útskrift úr Spegli ríkisútvarpsins 10. mars 2020 þar sem Bogi Ágústsson fréttamaður ræðir við Magnus Nordenman. https://www.ruv.is/frett/mikilvaegi-nordur-atlantshafsins

Lesa meira

Rússneska Dúman gefur Pútín grænt ljós til 2036

Vladimír Pútín ávarpar Dúmuna.

  Rússneska Dúman, neðri deild rússneska þingsins, hefur samþykkt breytingu á stjórnarskránni sem heimilar Vladimir Pútín forseta að bjóða sig fram að nýju í forsetaembættið árið 2024. Að óbreyttu segir stjórnarskráin að forseti Rússlands geti setið tvö sex ára kjörtímabil samfleytt. Samkvæmt því á Pútín (67 ára) að hverfa úr …

Lesa meira

Norskar F-35 ofurþotur í fyrsta sinn við hlið rússneskra hervéla

Norski flugherinn tók þessa mynd af tveimur F-35 orrustuþotum á Keflavíkurflugvelli.

Tvær norskar F-35 orrustuþotur frá Ørland-flugherstöðinni fylgdust í fyrsta sinn með ferðum rússneskra hervéla á leið þeirra suður með strönd Noregs laugardaginn 7. mars. Norðmenn sendu einnig tvær F-16 orrustuþotur á vettvang frá Bodø. Þarna voru tvær Tu-142 vélar og ein MiG-31 þota á flugi suður í Norðursjó. Þetta var …

Lesa meira

Ítalía: Um 16 milljónir manna í sóttkví

Frá flugvellinum í Milanó 8. mars 2020.

  Ítalska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina borgirnar Mílanó, Feneyjar, Padua, Parma og Rimini auk héraða í norðurhluta Ítalíu sem „rauð svæði“ og þar með sett um 16 milljónir manna í sóttkví. Gildir ákvörðunin til 3. apríl. Frá þessu var skýrt að morgni sunnudags 8. mars til að halda aftur …

Lesa meira