Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

Macron missir gamlan stuðningsmann úr ríkisstjórn

Gérard Collomb og Emmnanuel Macron.

  Emmanuel Macron, forseta Frakklands, tókst ekki að fá Gérard Collomb innanríkisráðherra til að sitja áfram í ríkisstjórninni. Hann sagði af sér miðvikudaginn 3. október og til að taka að nýju við embætti borgarstjóra í Lyon. Í forsetakosningabaráttunni í ársbyrjun 2017 var Collomb (71 árs) meðal öflugustu stuðningsmanna Macron (40 …

Lesa meira

Rússar mótmæla nýrri varnarstefnu Breta vegna norðurslóða

Gavin Williamson

Breski varnarmálaráðherrann kynnti sunnudaginn 30. september varnarstefnu vegna norðurslóða. Þar er gert ráð fyrir að Norður-Íshafið og norðurslóðir verði miðlægur þáttur við gæslu öryggis Bretlands. Í samræmi við það ætla Bretar að auka viðveru sína þar á landi, sjó og í lofti. Daginn eftir að stefnan var kynnt mótmælti rússneska …

Lesa meira

Geislavarnir Noregs útiloka ekki hættuna af kjarnorkuárás

Rússneskur kjarnorkukafbátur í norðurhöfum.

  Geislavarnir Noregs hafa birt nýtt kjarnorkuógnarmat fyrir Noreg. Matið hefur breyst mikið undanfarin ár. Í hættumatinu segja geislavarnirnar að auknar líkur séu á að kjarnorku og geislavirkni verði beitt í illum tilgangi. Nefnd eru dæmi um hættur af þessu tagi sem kynnu að steðja að Norðmönnum: hryðjuverk gegn kjarnorkustöðvum, …

Lesa meira

Norður-Makedónía: Lítil kjörsókn en mikill stuðningur við nýtt nafn

Talsmenn lítillar kjörsóknar fagna.

Kjörsókn var aðeins um 35% í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Makedóníu sunnudaginn 30. september um breytingu á heiti landsins í Lýðveldið Norður-Makedónía.  Meira en 90% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn við Grikkland sem breytir nafni landsins í Norður-Makedóníu. Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, sagði að hann mundi nú stíga næsta skref og …

Lesa meira

Nóbelsverðlaunin: Hugsanlega tekin frá Sænsku akademíunni

Lars Heikensten

Hugsanlegt er talið að kynferðisleg áreitni og hneyksli í tengslum við hana verði til þess að Sænska akademían verði til frambúðar svipt hlutverki sínu við veitingu Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum. Lars Heikensten, forstöðumaður Nóbelstofnunarinnar, gaf til kynna föstudaginn 28. september að stigin yrðu „afdrifarík skref“ gripi Sænska akademían ekki til frekari …

Lesa meira

Makedónía: Rússar reyna að spilla þjóðaratkvæðagreiðslu

Kosningaspjöld til stuðnings já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

  Rússar standa fyrir laumulegri áróðursherferð til að spilla fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Makedóníu sunnudaginn 30. september sem kann að opna þjóðinni leið inn í NATO og ESB. Atkvæðagreiðslan er um nýtt nafn á landinu og þar með lausn á 27 ára deilu við Grikki. Allt frá því að Makedónía kom …

Lesa meira

Abramovitsj hafnað í Sviss til að gæta orðspors landsins

Roman Abramovitsj.

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovitsj vildi fá að setjast að í Sviss en afturkallaði beiðni sína þegar við blasti að henni yrði hafnað sagði embættismaður svissneskrar útlendingastofu miðvikudaginn 26. september. Það var blaðið Tribune de Genéve (TdG) sem fyrst flutti fréttir af málinu og þar kom fram að svissneska sambands-lögreglan hefði …

Lesa meira

Vinur Merkel settur af sem þingflokksformaður CDU/CSU

Ralph Brinkhaus, nýr þingflokksformaður.

Angela Merkel Þýskalandskanslari varð fyrir pólitísku áfalli þriðjudaginn 25. september þegar náinn samstarfsmaður hennar undanfarin 13 ár, Volker Kauder, tapaði í kosningu um formennsku í sameinuðum þingflokki kristilegra CDU/CSU í þinginu í Berlín. Ralph Brinkhaus, varaformaður þingflokksins, náði kjöri í leynilegri atkvæðagreiðslu með 125 atkvæðum gegn 112 fyrir Kauder. Á …

Lesa meira

Launmorðingi Skripals með heiðursmerki frá Pútín

Anatolíj Vladimirovitsj Tsjepiga ofursti í Spetsnaz.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur veitt launmorðingja sem eitraði fyrir Sergei Skripal í Salisbury heiðursmerki sem ofursta í rússneskri njósnastofnun. Breska lögreglan kallaði þennan mann Ruslan Boshirov, rétt nafn hans er Anatolíj Vladimirovitsj Tsjepiga. Hann er 39 ára og hefur tekið þátt í stríðunum í Tsjetjeníu og Úkraínu. Rússlandsforseti lýsti hann …

Lesa meira

S-300 flaugar til marks um spennu milli Rússa og Ísraela

S-300 flaugar til sýnis á Rauða torginu í Moskvu.

  Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði mánudaginn 24. september að Rússar ætluðu að láta sýrlenska hernum í té háþróaðan loftvarnabúnað. Tilkynning forsetans er talin til marks um vaxandi spennu milli Rússa og Ísraela. Hún kunni að auka líkur á lofthernaði yfir Sýrlandi. Ísraelar hafa árum saman lagst gegn því að …

Lesa meira