Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

Æðsti yfirmaður Bandaríkjahers harmar gönguför með Trump

Myndin er tekin mánudaginn 1. júní 2020 þegar Donald Trump forseti gekk frá Hvíta húsinu að St. John‘s biskupakirkjunni sem hafði orðið fyrir skaða daginn áður vegna uppþota og eldsvoða. Fyrir aftan Trump eru William Barr dómsmálaráðherra, Mark Esper varnarmálaráðherra og hershöfðinginn Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins. Þá eru embættismenn út Hvíta húsinu einnig í hópnum.

  Mark Milley, hershöfðingi, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, jók á einstæða spennu milli varnarmálaráðuneytisins og forsetaembættisins í Washington fimmtudaginn 11. júní þegar hann sagði að það hefði rangt af sér að ganga einkennisklæddur við hlið Donalds Trumps forseta fram hjá mótmælendum sem höfðu verið reknir af breiðgötunni fyrir framan Hvíta húsið …

Lesa meira

Rússneskar sprengjuvélar nálægt Alaska

Rússneskar spengjuvélar.

Bandarískar orrustuþotur flugu miðvikudaginn 10. júní tvisvar í veg fyrir rússneskar sprengjuvélar undan strönd Alaska segir í tilkynningu frá Loftvarnaherstjórn Norður-Ameríku (NORAD) 10. júní. Í tilkynningunni segir að bandarískar F-22 Raptors hafi snemma miðvikudaginn 10. júní flogið í veg fyrir rússneska flugsveit í innan við 20 sjómílna fjarlægð frá strönd …

Lesa meira

Vald herstjórnar rússneska Norðurflotans aukið

Rússnesk herskip í Sveromorsk á Kólaskaga, heimahöfn Norðurflotans. Thomas Nilsen ritstjóri Barents Observer tók myndina.

 Rússland er stærsta land veraldar en flatarmál þess er rúmlega sautján milljónir ferkílómetra.  Ráðamenn í Kreml reyna ýmislegt til þess að einfalda stjórnsýsluna í þessu víðfeðma landi.  Málefni rússneska heraflans eru þar ekki undanskilin. Fram kemur í bókinni The Russian Military Resurgence eftir René De La Pedraja, sem gefin var út 2018, að löng hefð sé fyrir …

Lesa meira

Rannsakendur í Harvard telja veiruna frá í ágúst 2019

Vísindamenn rannsaka kórónuveirur í Helmholtz-smit-rannsóknamiðstöðinni HZI í Brunswick, Þýskalandi.

Rannsóknir á vegum Harvard-læknaskólans á gervitunglamyndum af bílastæðum við sjúkrahús í kínversku borginni Wuhan ásamt beitingu leitarvéla leiðir í ljós að líklega hafi COVID-19-faraldurinn hafist mun fyrr en talið hefur verið til þessa. Við rannsóknina voru skoðaðar meira en 110 gervitunglamyndir af sjúkrahúsum í Wuhan frá janúar 2018 til apríl …

Lesa meira

Fyrir rétti í París vegna tengsla við lyfjahneyksli Rússa

Lamine Diack.

Fyrrverandi formaður Alþjóðasamtaka frjálsíþróttafólks situr fyrir rétti í París sakaður um spillingu og peningaþvætti í tengslum við lyfjamisferli rússneskra íþróttamanna. Í ákæru á hendur Lamine Diack segir að hann hafi fengið rúmlega 3.3 milljónir dollara frá rússneskum íþróttamönnum fyrir að hylma yfir ásakanir um ólöglega lyfjanotkun og heimila mönnunum að …

Lesa meira

Rússar ráðalausir gagnvart risa-olíumengun

Reynt að halda olíunni í skefjum.

Rúmlega 20 þúsund lestir af dísilolíu þekja nú víðáttumikið svæði, á, læki og freðmýri (túndru) vegna leka úr olíuþró í eigu fyrirtækisins Nornickel í Síberíu. Yfirvöldum var ekki tilkynnt um lekann fyrr en tveimur sólarhringum eftir að hann hófst og þau eru sögð næsta ráðalaus andspænis honum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra …

Lesa meira

Norðurslóðaþjóðir búi sig undir óvissu um stefnu Bandaríkjastjórnar

Rasmus Gjedssø Bertelsen prófessor.

Á vefsíðunni High North News sem gefin er út af High North Center í Nord-háskóla í Bodø í Noregi, birtist föstudaginn 5. júní viðtal við Rasmus Gjedssø Bertelsen, prófessor í norðurfræðum við Tromsø-háskóla um áhrif stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum á þróun norðurslóðamála. Prófessorinn segir að NATO-ríki í norðri verði að laga …

Lesa meira

Grænland og Ísland skipta sköpum í norðurslóðastefnu bandaríska flotans

Bandaríska herskipið Iwo Jima í Reykjavíkurhöfn haustið 2018.

  Rebecca Pincus, aðstoðar prófessor við Naval War College í Newport, Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum, segir að vegna áhrifa loftslagsbreytinga á norðurhöf verði herafli Bandaríkjanna og NATO að breyta áherslum sínum og varnarstefnu. Hún nefnir sérstaklega nauðsyn þess að Bandaríkjaher styrki viðveru sína og sambönd vegna GIUK-hliðsins, það er varnarlínunnar …

Lesa meira

Bandarískar sprengjuvélar að nýju yfir Barentshafi

Norskar orrustþotur með bandarískri B-52 sprengjuvél.

Að minnsta kosti fjórar F-35-orrustuþotur og þrjár F-16-orrustuþotur úr norska flughernum flugu hlið við hlið í norðurátt með bandarískum B-52-sprengjuvélum miðvikudaginn 3. júní að sögn norska flughersins. Æfingaflugið var aðeins tveimur vikum eftir að sænskar og norskar orrustuþotur flugu við bandarískrar B-1B sprengjuvélar yfir Skandinavíu-skaga. Miðvikudaginn 3. júní flugu vélarnar …

Lesa meira

Rússar herða gæslu á Norðurleiðinni

Rússnesk varðskip á vegum FSB.

Rússland er stærsta land i heimi.  Landamæri ríkisins eru rúmlega 20.000 kílómetra löng.  Eftir að Sovétríkin liðu undir lok var Landamæraeftirliti Rússlands (e. The Federal Border Guard Service of Russia), sem komið var á fót 1993, falið að gæta þeirra.  Áratug síðar, eða 2003, færði Vladimír Pútín Rússlandsforseti stofnunina undir …

Lesa meira