Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

Bandarískar sprengjuvélar til Noregs

Bandarísku sprengjuvélarnar verða á  Örland-flugvelli.

Jyllands Posten birtir föstudaginn 12. febrúar frétt um að á næstunni sendi Bandaríkjastjórn fjórar sprengjuvélar og 200 hermenn til norsku flugherstöðvarinnar í Ørland. Segir blaðið þetta sögulegan viðburð: Í fyrsta sinn á síðari tímum haldi bandaríski flugherinn úti sprengjuvélum í Noregi. Bandaríkjamenn færi sig ekki aðeins nær Arktis, norðurslóðum, heldur …

Lesa meira

Ungir Grænlendingar í herskyldu á heimaslóð

20170622_tsunami01-696x464

Danski herinn fær 1,5 milljarð DKR til að auka viðveru sína á norðurslóðum (Arktis) og á Norður-Atlantshafi. Þetta er hluti samkomulags sex flokka (Socialdemokratiet, Venstre, Konservative, Liberal Alliance, Radikale Venstre og Dansk Folkeparti) á danska þinginu Danskir þingmenn sömdu árið 2018 um að auka útgjöld til varnarmála um alls 4,8 …

Lesa meira

Hljóðfráar rússneskar sprengjuþotur á norðurslóðum

Hljóðfrá rússnesk Tu-160 sprengjuþota á flugi utan norskrar lofthelgi.

Tvær langdrægar, hljóðfráar rússneskar sprengjuþotur af Tu-160-gerð í fylgd orrustuvéla rússneska Norðurflotans reyndu krafta sína utan lofthelgi Noregs í norðri þriðjudaginn 9. febrúar. Thomas Nilsen, ritstjóri norsku vefsíðunnar BarentsObserver segir frá ferðum vélanna á síðunni og segir að þær hafi verið 12 tíma á lofti og flogið um rússneska lofthelgi …

Lesa meira

Bandarískar eldneytisvélar æfa með finnska flughernum

Bandarísk KC-135 Stratotanker – eldsneytisflugvél og F/A-18 Hornet-orrustuþota.

Bandarískum KC-135 Stratotanker-eldsneytisflugvélum ­ verður flogið frá bresku flugherstöðinni í Mildenhall til æfinga með finnskum F/A-18 Hornet-orrustuþotum frá þremur flugvöllum í Rovaniemi, Rissala og Pirkkala. Eldsneytistaka á lofti er hluti alþjóðlegs æfingakerfis finnska flughersins sem stofnað er til í samstarfi við aðrar þjóðir segir í tilkynningu finnska hersins. Markmiðið er …

Lesa meira

Biden boðar endurkomu á alþjóðavettvang

Joe Biden flytur ræðu í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Antony Blinken utanríkisráðherra í bakgrunni.

„Boðskapur minn til heimsins í dag er: Bandaríkin eru komin aftur,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í stefnuræðu um utanríkismál sem hann flutti í bandaríska utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 4. febrúar. „Undir bandarískri forystu verður á þessari stundu að takast á við sókn forræðisafla, þar á meðal vaxandi viðleitni Kínverja til að …

Lesa meira

Burke flotaforingi ræðir mikilvægi Keflavíkurflugvallar

Robert Burke flotaforingi

Æðsti yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu vakti á dögunum máls á mikilvægi þess að nota aðstöðu á Keflavíkurflugvelli í þágu kafbátaleitarflugvéla við núverandi stöðu mála á Norður-Atlantshafi þar sem stórveldi kepptu sín á milli. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður í Evrópu/Afríku-flotastjórnar Bandaríkjanna, flutti þriðjudaginn 2. febrúar ræðu á fjarfundi sem hugveiturnar …

Lesa meira

Frakkar vilja að hætt verði við Nord Stream 2 verkefnið

Um 94% af leiðslum Nord Stream 2 hefur verið lagt. Hér er hluti þess sem enn bíður.

Clement Beaune, Evrópuráðherra Frakklands, hvatti þýsku ríkisstjórnina mánudaginn 1. febrúar til að hætta við lagningu gasleiðslunnar Nord Stream 2 frá Rússlandi til Þýskalands. Vísaði hann sérstaklega til þess hve mikill fjöldi fólks var handtekinn í Rússlandi vegna mótmæla í tengslum við fangelsun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalníjs. Fyrir utan Frakka hafa …

Lesa meira

Njáll Trausti Friðbertsson nýr formaður Varðbergs

njall

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Norðausturkjördæmi, var kjörinn formaður Varðbergs á fjar-aðalfundi fimmtudaginn 28. janúar 2021. Aðrir í stjórn félagsins til næstu tveggja ára eru: Davíð Stefánsson, Gustav Pétursson, Karítas Ríkharðsdóttir, Kjartan Gunnarsson, Magnús Örn Gunnarsson, Sóley Kaldal. Björn Bjarnason, fráfarandi formaður, flutti skýrslu stjórnar og sagði: Aðalfund Varðbergs …

Lesa meira

Um Routledge Handbook of Arctic Security

9781138227996

Fá svæði á jarðkringlunni eru jafn hrjóstrug og norðurheimskautssvæðið.  Því þarf ekki að undra að lítið hefur verið fjallað um heimshlutann í gegnum tíðina.  Það er helst er einstakir atburðir áttu sér stað, svo sem eins og umdeild Pólför Bandaríkjamannsins Robert E. Peary árið 1909 eða þegar bandaríski kjarnorkukafbáturinn Nautilus …

Lesa meira

Þúsundir handteknar í miklum mótmælum um allt Rússland – ótti í Kreml

Myndin er tekin í Múrmansk, stærstu borg Rússlands í norðri, og sýnir mótmælagöngu með borða þar sem þess er krafist að Alexei Navalníj verði látins laus.

Rúmlega 3.300 mótmælendur voru handteknir í Rússlandi laugardaginn 23. janúar þegar þeir fóru út á stræti og torg eftir hvatningu frá stjórnarandstæðingnum Alexei Navalníj um að lýsa óánægju með Vladimir Pútin Rússlandsforseta og stjórn hans. Vinir Navalníjs segja erlendum blaðamönnum að taugaveiklun og jafnvel hræðsla hafi gripið um sig á …

Lesa meira