Home / Fréttir (page 3)

Fréttir

NATO: Vettvangur daglegs öryggispólitísks samráðs og samræmingar.

Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri flytur ávarp sitt á fundi Varðbergs.

  Varðberg efndi til hátíðarfundar í tilefni af 70 ára afmæli NATO fimmtudaginn 4. apríl. Fundurinn var fjölmennur í Veröld, húsi Vigdísar. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, var meðal ræðumanna og hér birtist ávarp hans:   Allt frá stofnun Atlantshafsbandalagsins fyrir 70 árum hefur ríkt stöðugleiki og friður í vestanverðri Evrópu …

Lesa meira

Afmælisyfirlýsing NATO-utanríkisráðherra

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna í Washingtom 4. apríl 2019.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna 29 komu saman í höfuðborg Bandaríkjanna fimmtudaginn 4. apríl og fögnuðu 70 ára afmæli NATO með þessari yfirlýsingu: Fyrir sjötíu árum var ritað undir stofnsáttmála NATO í Washington D. C.. Nú er bandalag okkar öflugast allra í sögunni, það tryggir öryggi tæplega milljarðs manna, öryggi landa okkar og …

Lesa meira

NATO og vandinn vegna Trumps

Donald Trump.

Tveir fyrrverandi fastafulltrúar Bandaríkjanna hjá NATO: Nicholas Burns (2001-2005) og Douglas Lute (2013-2017) sem starfa nú báðir við Harvard-háskóla skrifa grein í The Washington Post í tilefni af 70 ára afmæli NATO 4. apríl 2019 undir fyrirsögninni:  Trump forseti er stærsti vandi NATO Þeir segja NATO enn vera öflugasta hernaðarbandalag …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn stöðvar F-35 viðskipti við Tyrki

S-400 loftvarnakerfi Rússa er eitt hið öflugasta í heimi.

Bandaríkjastjórn hefur stöðvað afgreiðslu á hlutum sem tengjast sölu á háþróuðu orrustuþotunni F-35 til Tyrklands. Bandaríska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu mánudaginn 1. apríl. Ástæðuna má rekja til andstöðu Bandaríkjamanna við fyrirhuguð kaup Tyrkja á S-400 loftvarnabúnaði frá Rússum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir að það hafi engin áhrif …

Lesa meira

Aldur NATO er hár fyrir öryggisbandalag

seven-nato-countries-hit-spending-target-1024x1024

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Þann 4. apríl næstkomandi fagnar Atlantshafsbandalagið 70 ára afmæli sínu. Varðberg minnist afmælisins með hátíðarfundi í Veröld, húsi Vigdísar, fimmtudaginn 4. apríl kl. 16.30. Sjötíu ár eru hár aldur fyrir öryggisbandalag enda hefur verið reiknað út að flest þeirra verða ekki langlíf (sjá skýrslu Brookings Institution hugveitunnar: …

Lesa meira

Slóvakía: Andúð á spillingu réð vali á forseta

Zuzana Caputova.

Zuzana Caputova. frjálslyndur lögfræðingur, verður fyrsta konan í embætti forseta í Slóvakíu. Hún sigraði í annarri umferð forsetakosninga í landinu laugardaginn 30. mars. Hún hlaut 58,38% atkvæða eftir að hafa gert baráttu gegn spillingu að helsta kosningamáli sínu. Maros Sefcovic og varaforseti framkvæmdastjórnar ESB var andstæðingur hennar og frambjóðandi ráðandi …

Lesa meira

Bandarískar B-52 sprengjuvélar á Noregshafi

B-52 sprengjuvél í fylgd norskra F-16 orrustuþotna.

Bandaríski flugherinn heldur úti sex B-52 sprengjuvélum frá Fairford-herflugvellinum í Bretlandi. Þaðan hafa vélarnar flogið reglulega yfir norðurhluta Evrópu. Úr austri koma rússneskar sprengjuvélar af Tu-142, Tu-160 og Tu-95 gerð sem fara yfir Barentshaf og þaðan út á Norður-Atlantshaf. Fimmtudaginn 28. mars flugu fimm B-52 sprengjuvélar yfir Noregshaf sagði í …

Lesa meira

Utanríkisráðherra: Til marks um vaxandi hernaðarumsvif Rússa

Þrjár ítalskar orrustuþotur á flugi yfir ísjaka.

Tvisvar með 10 daga millibili hafa rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) flogið í áttina að íslenskri lofthelgi. Ítalskar öryggisþotur við NATO-loftrýmisgæslu á Keflavíkurflugvelli flugu í veg fyrir rússnesku sprengjuvélarnar. Hér birtast fréttatilkynningar íslenskra yfirvalda vegna komu rússnesku vélanna. Einnig er birt tilkynning um framkvæmdir á öryggissvæðinu á …

Lesa meira

Noregur: Viking Sky sjötta vélarvana farþegaskipið á einu ári

Skemmtiferðaskipið Viking Sky vélarvana á Hustadvika.

Í norska blaðinu Aftenposten birtist fimmtudaginn 28. mars úttekt á skýrslum vaktstöðva við strendur Noregs sem sýnir að skemmtiferðaskipið Viking Sky sem lenti í sjávarháska undan strönd Noregs í fyrri viku sé sjötta farþegaskipið sem lendir í vandræðum vegna vélarbilunar við Noregsstrendur á einu ári. Frá 2017 hafa 114 skip …

Lesa meira

Samkomulag við Breta í varnar- og öryggismálum

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, og Guðlaugur Þór Þórðarson í London 26. mars 2019.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, rituðu þriðjudaginn 26. mars undir samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir: „Um er að ræða uppfærslu af samkomulagi frá árinu 2008 sem nær nú til fleiri samstarfsþátta en …

Lesa meira