Home / Fréttir (page 29)

Fréttir

Ummæli um játningu Flynns kalla vandræði yfir Trump

Donald Trump ræðir við blaðamrnn við Hvíta húsið laugardaginn 2. desmber.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti við blaðamenn laugardaginn 2. desember að upplýsingar sem fram hefðu komið daginn áður í sakamáli gegn Micahel Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa hans, sýndu að „alls ekki“ hefði verið um „leynimakk“ að ræða milli kosningastjórnar sinnar og Rússa á árinu 2016. „Ekkert leynimakk hefur komið í ljós, ekkert …

Lesa meira

Kanadamenn hvattir til að beina NATO að GIUK-hliðinu

Canadian Prime Minister Stephen Harper stands on the bow of the HMCS Kingston as it sails in the Navy Board Inlet Sunday August 24, 2014. THE CANADIAN PRESS/Adrian Wyld  //  na122314-second

„Við verðum að viðurkenna að veröldin er flókin og okkur ber að huga að hættulegum stöðum, norðurskautssvæði Kanada er í raun ekki einn þessara staða,“ sagði Byers og tók undir með Charron að ekki ætti að hvetja NATO til að leggja Kanadamönnum lið á norðurskautssvæðinu. Líta ætti til NORAD North …

Lesa meira

Flynn fyrr. öryggiráðgjafi laug að FBI um samtöl við rússneska sendiherrann

Michael Flynn

Michael T. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, viðurkenndi föstudaginn 1. desember að hann hefði logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um samtöl við sendiherra Rússlands í desember 2016 eftir að Trump var kjörinn forseti en hafði ekki enn verið settur í embætti. Þar með hefur rannsókn sérstaks saksóknara á afskiptum …

Lesa meira

Áhugi Finna á NATO-aðild minnkar milli ára

Finnskir sjálfboðaliðar á æfingu.

  Finnum sem vilja að land sitt gerist aðili að NATO fækkar heldur ef marka má nýja könnun sem Taloustutkimus gerði og birt var miðviukudaginn 29. nóvember fyrir ráðgjafanefnd um varnarmál innan finnska þingsins. Í sambærilegri könnun árið 2016 sögðust 25% Finna vilja aðild að NATO nú eru þeir 22% …

Lesa meira

Orðrómur um brottrekstur Tillersons utanríkisráðherra magnast

Rex Tillerson

Innan bandaríska forsetaembættisins hefur verið unnin áætlun um lausn Rex Tillersons utanríkisráðherra frá embætti og skipun Mikes Pompeos, forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, í hans stað. Pompeo er sagður njóta meira trausts Donalds Trumps forseta en aðrir ráðgjafar hans um þjóðaröryggismál og sýna forsetanum þá hollustu sem hann krefst. Frá þessu …

Lesa meira

Ný freigáta og landgönguskip bætast við rússneska Norðurflotann

Fréigátan Admiral Gorshkov.

  Ný freigáta og stórt landgönguskip bætast innan skamms við rússneska Norðurflotann eftir að hafa verið meira en áratug í smíðum og reynslusiglingum segir Atle Staalesen hjá vefsíðunni Barents Observer mánudaginn 27. nóvember. Nýja freigátan, Admiral Gorshkov, verður afhent þegar ferðum hennar á þjálfunarsvæði Norðurflotans í Barentshafi lýkur. Freigátan er …

Lesa meira

Danir utanveltu í ESB-varnarsamstarfi – Norðmenn standa ESB nær

Norskur hermaður á æfingu.

  Danir samþykktu á sínum tíma fyrirvara vegna aðildar sinnar að ESB sem veldur því meðal annars að þeir geta ekki þátt í skipulagða varnarsamstarfinu, PESCO, sem hafið er á formlegum grunni milli 23 ESB-ríkja eftir að utanríkisráðherrar þeirra rituðu mánudaginn 13. nóvember undir skuldbindingu um aðild að samstarfinu. Anders …

Lesa meira

Ný útgáfa af stærstu sprengjuflugvél Rússa – send út á Norður-Atlantshaf

Frumeintak af nýju sprengjuþotunni.

„Tupolev Tu-160 „Blackjack“ aftur í fjöldaframleiðslu eftir 25 ára hlé,“ segir á vefsíðunni Allt um flug mánudaginn 20. nóvember. Flugvélar af þessari gerð sáust oft í nágrenni Íslands í kalda stríðinu. Undanfarin ár hafa Rússar fjölgað ferðum sprengjuvéla við lofthelgi NATO-ríkjanna meðal annars á Norður-Atlantshafi. Í frétt vefsíðunnar Allt um …

Lesa meira

Skógarhöggsdeila pólsku ríkisstjórnarinnar við ESB óleyst

Skógarhöggsmaður í Bialowieza-skógi.

Pólska ríkisstjórnin bregst kuldalega við dómi ESB-dómstólsins í Lúxemborg mánudaginn 20. nóvember um að hætt verði skógarhöggi í Bialowieza-skógi. Verði stjórnin ekki við kröfu dómaranna um að hætta skógarhöggi innan 15 daga frá uppkvaðningu dómsins ber henni að greiða 100.000 evrur í dagsektir þar til bannið er virt. Stjórnin segir …

Lesa meira

Grænlenska stjórnarskrárnefndin vekur deilur

Grænlenska stjórnarskrárnefndin.

Grænlenska þingið, Inatsisartut, samþykkti fjárlög ársins 2018 á fundi sínum mánudaginn 20. nóvember. Eitt ákvæði nýju laganna hefur vakið harðar pólitískar deilur, það er um að heimilt sé að verja hálfri milljón danskra króna, um átta milljónum íslenskra króna, til að standa straum af kostnaði við nefnd sem skipuð hefur …

Lesa meira