Home / Fréttir (page 215)

Fréttir

ESB býr sig undir hernað gegn smyglurum á Miðjarðarhafi

Cavour, flugmóðutrskip Ítala, verður í forystu flotasveitar ESB á Miðjarðarhafi.

  Frederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, skýrði blaðamönnum frá því í Lúxemborg mánudaginn 22. júní að næstu daga hæfist ný aðgerð undir merkjum ESB til að takast á við straum farandfólks frá Líbíu yfir Miðjarðarhaf til Ítalíu eða annarra staða í Evrópu. Cavour, stærsta flugmóðurskip Ítalía, verður í forystu herskipa frá …

Lesa meira

Bandaríkjamenn senda þungavopn til austurhluta Evrópu

Bandarískir brynvagnar.

Bandaríkjastjórn mun senda skriðdreka, bryndreka og stórskotavopn „tímabundið“ til sex Evrópulanda segir Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Áformin um sendingu þungavopnanna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum frá 13. júní og hafa þegar kallað fram reiðileg viðbrögð stjórnvalda í Moskvu. Bandarísku hergögnin verða send til Eistlands, Lettlands og Litháens en auk …

Lesa meira

Pútín selur eigin hugaróra

Vladimír Pútín

Í The New York Times birtist eftirfarandi leiðari mánudaginn 22. júní: Valdimír Pútín Rússlandsforseti hvikar ekki frá furðusögunni sem hann hratt af stað til að gera sem minnst úr eigin hlut í Úkraínu-deilunni. Í henni felst að allri skuld er skellt á Vesturlönd og þau sökuð um að ýta undir …

Lesa meira

Stoltenberg boðar öflugan viðbragðsher, hraðari boðleiðir og nýja birgða- og flutningastjórn

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, efndi til blaðamannafundar í Brussel mánudaginn 22. júní og kynnti viðfansgefni fundar varnarmálaráðherra bandalagsins sem verður í höfuðstöðvunum í Brussel 24. og 25. júní. Meginefni fundarins snýst um viðbrögð NATO við breyttum og brýnum verkefnum á sviði öryggismála. Þar er glímt við flóknari og erfiðari verkefni …

Lesa meira

Rússar vígbúast í Kaliningrad

Hér má sjá Kaliningrad við Eystrasalt milli Litháens og Póllands.

  Rússar hafa sent svo mikið af herliði og vopnum – þar á meðal eldflaugar sem geta borið kjarnorkusprengjur – inn á landskika sinn við Eystrasalt milli Litháens og Póllands, Kaliningrad (Königsberg) að varla finnst meiri vígbúnaður á einum stað í Evrópu um þessar mundir, segir Tony Wesolowsky í grein …

Lesa meira

Le Monde: Hið viðkvæma verkefni Bandaríkjamanna til varnar Evrópu

Sylvie Kauffmann

    „Fæling: „varnarstefna, einkum reist á kjarnorkuvopnum. Eftir síðari heimsstyrjöldina kom fæling í veg fyrir átök milli fylkinganna tveggja.“ Larousse [franska orðabókin] bendir á ítarefni um fælingu í sagnfræðibókum. Orðið er dálítið úrelt en blómatími þess var í kalda stríðinu, Kúbudeilunni og á tíma meðaldrægu eldflauganna í Evrópu,“ með …

Lesa meira

Rússar ætla sjálfir að smíða eigin þyrlumóðurskip

Á myndinni sést þegar bryndrekum er ekið um borð í franskt Mistral-skip.

Endanlega hefur verið hætt við afhendingu á tveimur þyrlumóðurskipum af Mistral-gerð frá Frökkum til Rússa og viðskiptum fyrir 1,5 milljarð evra hefur verið rift. Á rússnesku vefsíðunni Sputnik segir föstudaginn 19. júní að í stað frönsku skipanna ætli Rússar að hanna og smíða eigin þyrlumóðurskip Í fréttinni segir að í …

Lesa meira

Pútín leikur sér að kjarnorkuvopnum

Þessi keisaralega brjóstmynd af Vladimír Pútín er í nágrenni St. Pétursborgar - hún birtist með greininni í Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Umræður um hernaðarstefnu Rússlands og stöðu NATO vaxa í réttu hlutfalli við vaxandi spennu vegna árekstranna í Úkraínu og innlimunnar Krímskaga í Rússland í mars 2014. Hér var fimmtudaginn 18. júní birt endursögn á grein eftir Magnus Nordenman, öryggismálasérfræðing í Bandaríkjunum, um það hvernig staða öryggismála á Eystrasalti hefur öðlast …

Lesa meira

Aukin spenna einkennir flotaæfingu17 ríkja á Eystrasalti

Hér má skip  á leið til flotaæfinga 17 ríkja á Eystrasalti.

Um þessar mundir taka 49 skip, 69 flugvélar og kafbátar frá 17 löndum þátt í hinni árlegu flotaæfingu BALTOPS á Eystrasalti. Herskip frá Bandaríkjunum og Bretlandi taka þátt í æfingunni sem hefur undanfarin ár einkum snúist um hvernig virkja eigi herskip utan Eystrasalts í björgunaraðgerðum komi til stórslysa eða sjóráns. …

Lesa meira

Stoltenberg sakar Pútín um hættulegt kjarnorkuvopnaglamur

Rússneskar eldflaugar á hersýningu.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar muni setja upp rúmlega 40 nýjar langdrægar kjarnorkueldflaugar á þessu ári að sögn BBC. Þar var einnig vitnað þriðjudaginn 16. júní í Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, sem sagði að í boðskap forsetans fælist „kjarnorkuvopnaglamur“ sem væri „óréttmætt“ og „hættulegt“. Pútín segir þetta lið í …

Lesa meira