Home / Fréttir (page 214)

Fréttir

Spenna milli Finna og Rússa vegna ferðabanns á þingforseta

Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands,

Finnsk yfirvöld hafa hafnað beiðni um tímabundið afnám á ferðabanni ESB á forseta neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, Hefur neitunin leitt til spennu í samskiptum finnskra og rússneskra stjórnvalda. Var sendiherra Finnlands kallaður til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, segir að ekki þurfi að undrast þessi …

Lesa meira

Rússland: Ríkissaksóknari kannar álitamál vegna sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.

Ríkissaksóknari Rússlands kannar nú lögmæti ákvörðunarinnar ríksráðs Sovétríkjanna frá árinu 1991 um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. Frá þessu var skýrt í Moskvu þriðjudaginn 30. júní. Siglir rannsóknin í kjölfar úrskurðar embættisins um að Krímskagi hafi verið gefinn Úkraínu á ólögmætan hátt árið 1954. Fréttir um rannsókn ríkissaksóknarans ýta undir …

Lesa meira

Rússar láta kanna áhuga á ESB-her

Niðurstöður könnunarinnar á vegum Sputnik.

Meðal þess sem rússnesk stjórnvöld hafa gert til að bæta áróðursstöðu sína er að standa að baki fréttavefsíðunni sputniknews.com. Þriðjudaginn 30. júní birtist þar frétt um könnun á vegum hennar sem leiddi í ljós að tæplega þriðjungur manna í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi teldi að ESB ætti að halda úti …

Lesa meira

Meirihluti Rússa segir markmið Vesturlanda að „niðurlægja og veikja“ land sitt

Rússland

Rússar eru sannfærðir um að markmið Vesturlanda sé að „niðurlægja og veikja“ Rússland en þeir vilja að rússnesk stjórnvöld „fylgi óbreyttri stefnu þrátt fyrir refsiaðgerðir“. Þetta kemur fram í könnun sem Levada Center gerði og birt er í viðskiptablaðinu Kommersant segir í frétt TASS mánudaginn 29. júní. Alls sögðu 66% …

Lesa meira

Pútín vill kalt stríð – Þjóðverjar eiga fullt í fangi með ESB

Walter Russel Mead

  Pútín vill kalt stríð segir bandarískir sérfræðingurinn Walter Russell Mead við þýska blaðið Die Welt laugardaginn 27. júní. Andstæðingar Pútíns séu veikburða og Þjóðverjar eigi fullt í fangi með að glíma við Evrópuverkefnið, framtíð ESB, á vettvangi efnahagsmála og stjórnmála. Jens Wiegmann, utanríkismálaritstjóri Die Welt, ræðir við Walter Russel …

Lesa meira

Forsætisráðherra Frakka segir stríð milli menningarheima og ógnin gegn Frakklandi sé einstök

Manuel Valls

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í sjónvarpsviðtali að morgni sunnudags 28. júní að Frakkar stæðu frammi fyrir „stríði milli menningarheima“ og þeir hefðu „aldrei staðið frammi fyrir slíkri ógn“. Fosætisráðherrann sagði þetta vegna hryðjuverks gegn gasverksmiðju í Isère-héraði í Frakklandi föstudaginn 27. júní. Hann sagði að enginn gæti sætt sig …

Lesa meira

Ný skýrsla: Trúverðugleiki NATO ræðst í Eystrasaltsríkjunum

EdwardLucas

Bandaríska hugveitan Center for European Policy Analysis (CEPA) hefur gefið út skýrsluna The Coming Storm –Væntanlegt ofviðri – eftir Edward Lucas, heimskunnan blaðamann og rithöfund sem sendi meðal annars frá sér bókina The New Cold War árið 2008. Í skýrslunni fjallar hann um stöðu öryggismála á Eystrasalti og Norður-Evrópu nefnir hann …

Lesa meira

Rússar skapa aðstöðu fyrir háþróaðar spengjuþotur á Norður-Íshafi

Kortið sýnir nr. 1 er stjórnstöð norska hersins í Bodö. 2. er stjórnstöð rússneska hersins í Severomorsk á Kóla-skaga. Rauðu punktarnir sýna nýjar herstöðvar Rússa, gulu punktarnir sýna endurnýjaðar herstöðvar.

Kirill Makarov, vara-yfirmaður loftvarnahers Rússlands, sagði RIA Novosti fréttastofunni laugardaginn 20. júní að á vegum flughersins yrðu háþróaðar flugvélar, land-eldflaugar og ratsjár á eyjum í nýjum herstöðvum í Norður-Íshafi. „Allt miðar þetta að því að unnt sé að verja hagsmuni Rússlands hvar sem er við landamærin en einnig viljum huga …

Lesa meira

Viðbragðsher NATO stækkar, sex nýjar herstjórnir og greiðari boðleiðir

Fundur varnarmálaráðherra NATO 24. júní 2015.

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna tóku miðvikudaginn 24. júní lykilákvarðanir um að efla sameiginlegar varnir bandalagsins meðal annars með því að efla styrk og getu viðbragðshers NATO. „Við höfum stigið enn eitt skrefið til að laga NATO á breyttu og meira krefjandi ástandi öryggismála,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að fundinum loknum „okkur …

Lesa meira

Gunnar Bragi á varnarmálaráðherrafundi NATO

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra með varnarmálaráðherra Póllands.

Eftirfarandi frétt birtist á vefsíðu utanríkisráðuneytisins miðvikudaginn 24. maí: Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti í dag varnarmálaráðherrafund Atlandshafsbandalagsins í Brussel. Á fundinum eru aðgerðir til að efla sameiginlega varnar- og viðbragðsgetu bandalagsins efst á baugi, auk framkvæmdar viðbúnaðaráætlunar sem samþykkt var á leiðtogafundinum í Wales síðastliðið haust. Ráðherrarnir ræddu um …

Lesa meira