Home / Fréttir (page 210)

Fréttir

Forsetar Eystrasaltslandanna árétta nauðsyn varðstöðu gagnvart Rússum

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, tekur á móti Raimonds Vejonis,  nýjum forseta Lettlands,.

Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, og Raimonds Vejonis, forseti Lettlands, hittust í Vilnius, höfuðborg Litháens, mánudaginn 13. júlí og ræddu áform um sameiginleg kaup á loftvarnakerfum til að styrkja öryggi landa sinna vegna ögrana af hálfu Rússa. Veronis var settur inn í embætti forseta Lettlands miðvikudaginn 8. júlí. Daginn eftir fór …

Lesa meira

Rússar saka Bandaríkjaher um að kjarnorkuvæðingu í Evrópu

Anatolij Antonov, vara-varnamálaráðherra Rússlands.

Rússar hafa lýst áhyggjum vegna nýlegra tilrauna Bandaríkjamannan með kjarnorkusprengjur. Telja Rússar að þær bendi til þess að þeir hafi í huga að setja B61-12 kjarnorkusprengjur um borð í skammdrægar sprengjuvélar í herstöðvum á vegum NATO í Evrópu. Í frétt á sputniknews.com mánudaginn 13. júlí er minnt á að hinn …

Lesa meira

Cameron leggur áherslu á dróna og sérsveitir

Reaper-dróni sem  notaður er til njósna.

Sérsveitir breska hersins verða efldar og breska ríkið mun kaupa fleiri flugvélar og dróna til njósna. Þetta er meðal þess sem David Cameron, forsætisráðherra Breta, kynnir mánudaginn 13. júlí þegar hann skýrir hvernig ríkisstjórnin hyggst nýta auknar fjárveitingar til varnarmála. George Osborne fjármálaráðherra skýrði frá því í síðustu viku að …

Lesa meira

Yfirmaður landhers Bandaríkjanna boðar fjölgun hermanna í Evrópu

Ray Odierno

    Raymond Odierno, hershöfðingi, herráðsforingi landhers Bandaríkjanna, sagði föstudaginn 10. júlí við fréttaritara The Wall Street Journal (WSJ) í París, að hann vildi hverfa frá áformum Bandaríkjastjórnar um að fækka bandarískum hermönnum í Evrópu. Hann stefndi að því að fjölga bandarískum hermönnum í álfunni og auðvelda þannig að nota mætti …

Lesa meira

B-52 sprengjuvélar í 44 stunda Ástralíuflugi

B-52 sprengjuvél

Bandaríski flugherinn hefur skýrt frá því að tveimur B-52 vélum hafi verið flogið án millilendingar fram og til baka til Ástralíu til æfinga þar. Sprengjuvélarnar tóku á loft frá Barksdale Air Force Base í Louisiana-ríki, flugu til Ástralíu, féllu inn í æfingu ástralska hersins, slepptu venjulegum sprengjum og sneru síðan …

Lesa meira

Rússar efla kafbátaflota sinn

Rússn kafbátur

Rússar ætla að efla kafbátaflota sinn með tveimur nýjum kjarnorkuknúnum „fimmtu-kynslóðar bátum“ sem nú ganga undir vinnuheitunum „flugmóðurskipa-eyðir“ og „neðansjávar-vörður“. „Flugmóðurskipa-eyðirinn“ verður búinn stýriflaugum og honum á að beita gegn skotmörkum á landi og herskipum, einkum flugmóðurskipum, sagði Anatolij Shlemov, yfirmaður varnarmáladeildar Sameinuðu rússnesku skipasmiðjanna við Lenta.ru í síðustu viku. …

Lesa meira

Helsinki: ÖSE-þing spillir samskiptum Rússa og Finna

Sauni Niinistö Finnlandsforseti setur ÖSE-þingið í Helsinki.

  Nikolai Kovalev er eini rússneski þingmaðurinn sem situr 40 ára afmælisfund þings Öryggissamvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Helskini sem hófst mánudaginn 6. júlí. Hann kom klukkustund of seint til fundarins og gagnrýndi afgreiðslu finnskra stjórnvalda sem leiddi til að rússneskum þingmönnum, þar á meðal forseta neðri deildar þingsins, Dúmunnar, var …

Lesa meira

ÖSE varar við þróun mála í Úkraínu

Eftirlitsmenn ÖSE að störfum í Úkraínu.

  Öryggissamvinnustofnun Evrópu (ÖSE) varar við vaxandi spennu og hættu á átökum í austurhluta Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafa séð fjölgun þungavopna eins og skriðdreka og stórskotavopna við landamæra Úkraínu og Rússlands. Alexander Hug, varaformaður eftirlitsnefndar ÖSE í hafnarborginni Mariupol, segir að deiluaðilar hafi ekki virt ákvæði Minsk-samkomulagsins frá febrúar 2015 …

Lesa meira

Svíar efla varnir Gotlands vegna ögrana Rússa

Gotland er innan rauða hringsins á kortinu.

Sænskar orrustuþotur voru sendar að morgni laugardags 4. júlí til að fylgjast með ferðum tveggja rússneskra sprengjuflugvéla fyrir austan sænsku Eystrasaltseyjuna Gotland á milli Svíþjóðar og Lettlands. „Tvær Jas Gripen vélar eltu vélarnar og fylgdust með ferðum þeirra,“ sagði Marie Tisäter, vaktstjóri sænska hersins. „Þær rufu ekki sænska lofthelgi.“ Fréttir …

Lesa meira

Rússar ætla enn að auka loftvarnir á norðurslóðum

Rússneskar MiG 31 orrustuþotur verða  á norðurslóðum.

Loftvarnaher Rússa (Aerospace Defense Forces) leggur hart að sér við að tryggja landamæri landsins á norðurslóðum með því að reisa þar algjörlega sjálfvirkt ratsjárkerfi og fleiri varnarkerfi sagði yfirmaður í flughernum laugardaginn 4. „Auðvitað ætlum við að auka herafla okkar með ratsjám og flugstjórnakerfum auk þess að hafa þar loftvarna-flugskeyti,“ …

Lesa meira