Home / Fréttir (page 210)

Fréttir

Forseti rússneska þingsins sakar Bandaríkjastjórn um ögranir og aðför að efnahag Rússlands

sergei-naryshkin-US

  Sergei Narjíshkin, forseti neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, birti mánudaginn 10. ágúst grein í blaðinu Rossiiskaja Gazeta þar sem hann sakar Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um „ögranir“ í garð Rússa og tilraunir til að gera landið gjaldþrota. Þingforsetinn ræðst á Bandaríkin fyrir tillögu um að koma á …

Lesa meira

Matvælastríðið veldur Pútín erfiðleikum – hundruð þúsunda mótmæla á netinu

Jarðýta eyðir bannfærðum matvælum.

  Rússnesk stjórnvöld hafa tekið til við að eyðileggja matvæli eins og um „venjulega lögregluaðgerð“ sé að ræða segir í The Moscow Times sunnudaginn 9. ágúst. Blaðið bætir við að hér sé þó ekki um neina „venjulega aðgerð“ að ræða. Þvert á móti sé þetta „augljós barbarismi, móðgun við samfélagið …

Lesa meira

Rússneski herinn í vanda vegna skorts á íhlutum frá Úkraínu

Rússneskur vígdreki

  Rússneski herinn á mikið undir að fá íhluti frá Úkraínu. Á Sovéttímanum voru hergagnasmiðjur Sovétríkjanna að mestu í Úkraínu. Eftir að ófriður varð milli landanna á síðasta ári hefur smíði og viðhald rússneskra hergagna raskast og vopnasmiðjur í Úkraínu glíma við rekstrarvanda segir í grein eftir Katrine Bjerre Toft …

Lesa meira

Ferðir rússneskra hervéla yfir Evrópu margfaldast

Bresk Typhoon-þota eltir rússneskar herþotur yfir Eystrasalti 25. júlí 2015.

  Í breska blaðinu The Guardian birtist mánudaginn 3. ágúst grein þar sem tekið er saman yfirlit yfir atvik í Evrópu og Asíu þar sem herþotur eru sendar í veg fyrir ókunnar flugvélar. Telja höfundar greinarinnar að mikil fjölgun þessara atvika sýni aukna geópólitíska spennu í Evrópu og Asíu. Flugvélar …

Lesa meira

Úkraínustjórn reisir landamæragirðingu og grefur skriðdrekaskurði gagnvart Rússlandi

Landamæragirðing Úkraínumanna gagnvart Rússlandi

Ríkisstjórn Úkraínu hóf undir lok ársins 2014 að reisa landamæragirðingu á milli Úkraínu og Rússlands auk þess að gera hindranir við landamæri til að tefja eða jafnvel hindra að skriðdrekar komist yfir landamærin. Girðingin mælist mjög illa fyrir meðal rússneskra ráðamanna. Formaður utanríkismálanefndar rússneska þingsins segir að um „smánarmúr“ sé …

Lesa meira

Pútín skammast í garð Tyrkja – Erdoğan segir Pútín gefa eftir vegna Sýrlands

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

Í The Moscow Times birtist mánudaginn 3. ágúst frétt um að Vladmir Pútín Rússlandsforseti hefði farið á svig við hefðbundnar diplómatískar reglur og kallað sjálfur á Ümit Yardim, sendiherra Tyrklands í Moskvu, á sinn fund og tilkynnt honum að rússneska ríkisstjórnin kynni tafarlaust að slíta stjórnmálasambandi við Tyrkland nema Recep …

Lesa meira

Forsetar Frakklands og Rússlands semja um uppgjör vegna þyrlumóðurskipa

Mistral-þyrlumóðurskip.

Frakkar og Rússar hafa samið um hvernig staðið skuli að uppgjöri vegna ákvörðunar Frakka um að standa ekki við samning sinni við Rússa um smíði tveggja þyrlumóðurskipa af Mistral-gerð. Deilur um uppgjörið hafa spillt samskiptum ríkjanna í nokkra mánuði. François Hollande Frakklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sömdu um uppgjörið. Að …

Lesa meira

Rússar árétta kröfu um eignarhald á norðurpólnum

Norður Íshaf

  Það vekur enga sérstaka undrun að Rússar geri nú kröfu um að landgrunnið á norðurpólnum sé viðurkennt sem eign þeirra og vekur ekki heldur uppnám að Danir og Kanadamenn hafa einnig krafist eignarhalds á hluta hafsbotnsins á þessu svæði, segir Sarah Kott í úttekt á vefsíðu Jyllands-Posten þriðjudaginn 4. …

Lesa meira

Forseti Úkraínu útilokar ekki árás Rússa á Finna og Eystrasaltsþjóðirnar

Petro

  Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði AFP-fréttastofunni mánudaginn 3. ágúst að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði áform um að ráðast „inn í alla Evrópu“ og taldi hann að Eystrasaltsríkin og Finnland yrðu hugsanlega næstu fórnarlömb hans. „Pútín ætlar að ganga eins langt og við leyfum honum,“ sagði Porosjenkó í samtali við …

Lesa meira

Þingmaður í Montenegro telur hagstætt að vera besti vinur Rússlands, andmælir viðskiptaþvingunum

Vinur Rússa á ESB-þinginu

Evrópusambandið ákvað hinn 22. júlí að framlengja refisaðgerðir gegn Rússum vegna yfirgangs þeirra í Úkraínu til 23. júní 2016. Miðvikudaginn 30. júlí var tilkynnt að sjö ríki utan ESB hefðu ákveðið að slást í hóp með ESB-ríkjunum: Albanía, Georgia (að hluta), Ísland, Liechtenstein, Montenegro (Svartfjallaland), Noregur og Úkraína. Á vefsíðunni …

Lesa meira