Home / Fréttir (page 21)

Fréttir

Bandaríska utanríkisráðuneytið vill jafna ágreining við ESB vegna Íranssamningsins

Donald Tusk flytur skammarrræðu um Trump í Sófíu.

  Bandarískir embættismenn leggja áherslu á að samskipti stjórnvalda í Bandaríkjunum og Evrópu hafi ekki skaðast vegna þess að Bandaríkjastjórn hefur sagt skilið við Íranssamninginn. „Það er fleira sem sameinar okkur en sundrar,“ sagði Brian Hook, yfirmaður stefnumótunarsviðs bandaríska utanríkisráðuneytisins, við blaðamenn föstudaginn 18. maí. „Það er gert of mikið …

Lesa meira

Sergei Skripal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eiturefnaárás

Sergei Skripal

Breskir læknar útskrifuðu fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skripal föstudaginn 18. maí eftir rúmlega tveggja mánaða legu í sjúkrahúsi í Salisbury í suðvesturhluta Englands. Skripal og dóttir hans Yulia urðu þar fyrir eiturefnaárás 4. mars sl. Skripal (66 ára) lá vikum saman í dái. Skripal hefur dvalist í Bretlandi síðan árið 2010 …

Lesa meira

Ítalía: Gerð stjórnarsáttmála uppnámsflokka á lokastigi

Luigi Di Maio og Matteo Salvini.

Forystumenn tveggja uppnámsflokka á Ítalíu, Fimmstjörnu-hreyfingarinnar (M5S) og Bandalagsins ætluðu að kvöldi fimmtudags 17. maí að leggja lokahönd á sáttmála „stjórnar í þágu breytinga“. Þeir ræða jafnframt hver skuli verða forsætisráðherra í stjórninni. Ekki hefur fengist staðfest hvort leiðtogarnir ætli að leggja stjórnarsáttmálann og ráðherralista fyrir Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, …

Lesa meira

Guðlaugur Þór í Pentagon

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Pentagon, Washington, 15. maí 2018.

Samvinna Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum og innan Atlantshafsbandalagsins voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington þriðjudaginn 15. maí. „Samvinna Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum á sér langa sögu og hefur þróast í áranna rás. Undanfarin ár …

Lesa meira

Gagn-kafbátaæfing fyrir norðan Ísland

Bandarískur tundurpsillir af Arleigh Burke-gerð.

Nú í vikunni er 6. floti Bandaríkjanna í forystu fyrir gagn-kafbátaæfingu á Norður-Atlantshafi sem tekur mið af síauknum umsvifum rússneskra kafbáta í hafinu. Æfingin fer fram undan strönd Nordlands í Norður-Noregi. Fyrir utan Norðmenn og Bandaríkjamenn taka Kanadamenn, Frakkar og Bretar þátt í æfingunni. Bandarískur árásarkafbátur, norsk freigáta, bandarískur tundurspillir …

Lesa meira

Leyniþjónustuforstjórar vara við tölvuárásum og hryðjuverkum

36716259_303

Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku leyni- og öryggisþjónustunnar, BfV, segir að Þjóðverjar verði að ráða yfir eigin spilliforriti til að geta tekist á við tölvuþrjóta. Hann telur hugsanlegt að gerð verði tölvuárás á mikilvæga innviði Þýskalands. Maaßen sagði við þýsku útvarpsstöðina rbb mánudaginn 14. maí að þýsk yfirvöld yrðu geta gripið …

Lesa meira

Fimm elstu þjóðarleiðtogar heims

Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu.

Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, varð í fyrri viku elsti þjóðarleiðtogi heims, 92 ára, fæddur í júlí 1925. Elísabet 2. Bretadrottning varð 92 ára í apríl 2018. Hún hefur verið drottning í 66 ár eða síðan árið 1952, 25 ára þegar faðir hennar Georg VI andaðist. Beji Caid Essebsi, 91 árs, …

Lesa meira

John Bolton útilokar ekki refisaðgerðir gegn evrópskum fyrirtækjum

John Bolton

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, telur hugsanlegt að brotthvarf Bandaríkjastjórnar frá Íranssamningnum um kjarnorkumál leiði til refsiaðgerða gegn evrópskum fyrirtækjum. „Það er hugsanlegt. Það fer eftir afstöðu annarra ríkisstjórna,“ sagði hann í fréttaskýringaþættinum State of the Union með Jack Tapper á CNN sunnudaginn 13. maí. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hafði …

Lesa meira

Norska herstjórnin sögð vilja endurskoða afstöðuna til Andøya

Norsk P3 Orion vél á Andøya.

Undir lok árs 2016 var skýrt frá því í Noregi að ákveðið hefði verið að loka herstöð við flugvöll á Andøya í Norður-Noregi. Tilkynningunni var illa tekið af heimamönnum og gagnrýnendur sögðu einnig að loftvarnir  á þessum slóðum minnkuðu. Á Andøya hefur til þessa verið heimavöllur fyrir P-3 Orion kafbátaleitarvélar …

Lesa meira

Þríhliða varnarsamkomulag Bandaríkjanna, Finna og Svía undirritað

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands.

  Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna, Finnlands og Svíþjóðar stíga mánudaginn 14. maí enn eitt skrefið til að auka hernaðarlegt samstarf ríkjanna. Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands, og Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, hitta þá James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Ráðherrarnir ræða hernaðarlegt samstarf ríkjanna þriggja og almennt um stöðu öryggismála, segir í fréttatilkynningu …

Lesa meira