Home / Fréttir (page 200)

Fréttir

Forsætisráðherra Frakka varar við hættu á efna eða lífrænni árás

Unnið að rannsókn í húsarústum í St. Denis í Frakklandi,

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í ræðu á franska þinginu fimmtudaginn 19. nóvember, að hugsanlega myndu hryðjuverkamenn beita efna eða lífrænum vopnum í Frakklandi. Forsætisráðherrann sagði þetta þegar hann fylgdi úr hlaði frumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem henni er heimilað að lýsa yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu í stað 12 …

Lesa meira

Frakkar óska eftir hernaðaraðstoð ESB-ríkja vegna aðgerða utan Frakklands

Federica Mogherini

Ríkisstjórnir ESB-ríkjanna samþykktu þriðjudaginn 17. nóvember að veita Frökkum hernaðarlega aðstoð eftir hryðjuverkaárásina föstudaginn 13. nóvember. Er þetta í fyrsta sinn sem varnarmálaráðherrar ESB-ríkjanna standa að því að virkja ákvæði Lissabon-sáttmálans um sameiginlegar og gagnkvæmar varnir. Federica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi af þessu tilefni: „Frakkar hafa …

Lesa meira

Danir búa sig undir harðara stríð við Ríki íslams

Dönsk F-16 orrustuþota.

Innan stóru dönsku stjórnmálaflokkanna Jafnaðarmannaflokksins og Venstre-flokksins vilja menn herða baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Danir sendu fyrr á árinu F-16 orrustuþotur til þátttöku í aðgerðum gegn Ríki íslams (RÍ) í Írak. Stjórnvöld veittu ekki heimild til að þeim yrði beitt gegn skotmörkum í Sýrlandi. Í október var vélunum snúið …

Lesa meira

Frakklandsforseti vill þriggja mánaða neyðarástand vegna stríðsins við Ríki íslams

François Hollande kemur til þingfundar í Versala-höll

François Hollande Frakklandsforseti ávarpaði sameinað þing Frakklands á sérstökum fundi í Versala-höll mánudaginn 16. nóvember og lýsti að flutt yrði frumvarp til laga um þriggja mánaða neyðarástand í Frakklandi eftir hryðjuverkaárásina í París að kvöldi föstudags 13. nóvember. Frakklandsforseti sagði Frakka í stríði við vígamenn Daesh (Ríki íslams). Hann sagði …

Lesa meira

Hryðjuverkin í París – leit beinist að vopnasölum í Belgíu

Hrinn hefur verið kallaður til öryggisgæslu í París

Franskir embættismenn hafa nafngreint fyrsta byssumanninn af þeim sem tóku þátt í árásinni í París. Sagt er að unnt hafi verið að greina hann vegna hluta af fingri sem fannst í Bataclan-tónleikahúsinu. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið bifreið sem notuð var við árásina. Athygli lögreglu beinist að tengslum …

Lesa meira

Hollande segir Frakka í stríði við hryðjuverkamenn

Frakklandsforseti lýsir Ríki Íslams stríði á hendur

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa formlega lýst yfir að þau hafi staðið að baki árásum í París og Saint-Denis, skammt frá París, að kvöldi föstudags 13. nóvember. Að minnsta kosti 128 féllu í árásinni og um 100 manns særðust. Í yfirlýsingu samtakanna segir að árásin hafi verið skipulögð „af nákvæmni“, þar …

Lesa meira

Rússar segja kynningu á nýju kjarnorkuvopni hafa verið mistök

Skjalið um Status 6 sem sýnt var í rússnesku sjónvarpsfréttunum.

  Í fyrra sagði rússneska ríkissjónvarpið áhorfendum sínum að Rússar væru eina þjóðin sem gæti breytt Bandaríkjunum í „geislavirka ösku“. Nú í vikunni birtu tvær sjónvarpsstöðvar hlynntar Kremlverjum fréttir um hvernig rússneski herinn mundi ná þessu markmiði. Að kvöldi þriðjudags 10. nóvember mátti sjá nokkurra sekúndna frétt þar sem birtar …

Lesa meira

Svíar loka landamærum sínum – Schengen-samstarfið hangir á bláþræði

Slóvenía

Sænska ríkisstjórnin ákvað að frá og með kl. 12.00 fimmtudaginn 12. nóvember þurfi þeir sem koma til landsins að sýna skilríki, vegabréf eða annað, til að sanna hverjir þeir eru. Í Danmörku er þeim um 17.000 manns sem fara daglega til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna til vinnu bent á að gleyma …

Lesa meira

Noregur: Löggjöf í smíðum til að stöðva straum hælisleitenda frá Rússlandi

Storskog-landamærastöðin-við-Kirkenes-í-Noregi

  Farand- og flóttafólk leggur áfram leið sína frá Rússlandi til Noregs um Storskog-landamærastöðina skammt frá Kirkenes þótt vetur sé genginn í garð í Norður-Noregi. Í fyrstu settu Sýrlendingar mestan svip á aðkomufólkið, nú fjölgar hins vegar Afgönum í hópnum. Fólkið á það sameiginlegt að hafa dvalist lengur eða skemur …

Lesa meira

Jyllands-Posten: Ráðaleysi innan ESB vegna flóttamannavandans

Riddaralögregla Slóveníu reynir að stýra straumi flóttamanna,

  Í danska blaðinu Jyllands-Posten birtist þriðjudaginn 10. nóvember leiðari um flóttamannavandann í Evrópu og úrræðaleysið innan ESB vegna hans. Leiðarinn birtist hér í lauslegri þýðingu: „Þegar Inger Støjberg [dómsmálaráðherra Dana úr Venstre-flokknum] hóf gagnsókn með auglýsingum í erlendum fjölmiðlum og birti viðvaranir til flóttafólks um leggja ekki í hættuför …

Lesa meira