Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Miklar flotaæfingar í norðurhöfum í maí

Herskip úr rússneska Norðurflotanum.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um hádegisbil þriðjudaginn 9. maí að síðdegis þann sama dag mundi 20 skipa flotadeild, herskip og kafbátar, sigla frá Kóla-skaga út á Barentshaf til æfinga. Verða skipin við æfingarnar fram til loka maí. Þá taka flugvélar og þyrlur frá Norðurflotanum og rússneska flughernum þátt …

Lesa meira

Niðurstöður varðandi fjölgun kjarnavopna á Kóla-skaga sagðar „ógnvekjandi“

Kortið af Kóla-skaganum birtist á Barents Observer og sýnir fjögur kjarnorkuvopnabúr Rússa skammt frá norska bænum Kirkenes.

Thomas Nilsen, ritstjóri vefsíðunnar Independent Barents Observer, birtir mánudaginn 8. maí langa grein á síðunni með gervihnattarmyndum þar sem hann sýnir að kjarnorkuvopnum fækki síður en svo á norðurslóðum. Þróunin á Kóla-skaga sé í andstöðu við allar hugmyndir um fækkun kjarnorkuvopna. Minnt er á að í í nýja START-samningnum sé …

Lesa meira

Emmanuel Macron kjörinn Frakklandsforseti – vill vinna gegn sundurlyndi

Emmanuel Macron flytur fyrsta ávarps sitt sem kjörinn forseti.

Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands sunnudaginn 7. maí með 65,7% atkvæða. Hann er yngstur manna (39 ára) til að verða þjóðhöfðingi Frakka síðan Napóleon Bonaparte varð keisari Frakklands árið 1804, 35 ára gamall. Fyrir tæpu ári stofnaði Macron stjórnmálahreyfinguna En marche – Áfram! – og sagði skilið við sósíalista …

Lesa meira

Frakkland: Gagnaleka ætlað að skaða Emmanuel Macron á lokametrunum

Emmanuel Macron

Seinni umferð frönsku forsetakosninganna er sunnudaginn 7. maí. Því er spáð að mið-vinstrimaðurinn Emmanuel Macron sigri Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar. Macron nýtur stuðnings þeirra sem vilja að Frakkar fylgi áfram svipaðri stefnu í alþjóða- og innanríkisálum og þeir hafa gert undanfarna áratugi. Le Pen vill brjóta upp utanríkisstefnuna og …

Lesa meira

Dómsmálaráðherra áréttar mikilvægi greiningar á farþegalistum

837112

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi Varðbergs fimmtudaginn 4. maí að Ísland hefði sérstöðu meðal ríkja varðandi landamæravörslu vegna þess hve hátt hlutfall þeirra sem koma til landsins færu um Keflavíkurflugvöll og flugstöðina þar. Þetta minnkaði þó ekki nauðsyn þess að halda slíku eftirliti hvarvetna í landinu enda færi …

Lesa meira

Rússar smíða risakafbát til rannsókna og njósna

Skrokkur af Oscar-II rússneskum kafbáti í skipasmíðastöð á Kóla-skaga.

Rússar vinna nú að smíði risakafbátar sem ætlað er hlutverk á norðurslóðum og á Norður-Atlantshafi. Verður þetta stærsti kafbátur Rússa en grunnhönnun hans er að finna í kafbátum af Oscar-II gerð sem hafið var að smíða á Kóla-skaga árið 1992 án þess að smíðinni yrði lokið. Oscar-II bátar svipar til …

Lesa meira

Dómsmálaráðherra á Varðbergsfundi: Áhlaup hælisleitenda frá Albaníu og Makedóiníu

Frá Varðbergsfundinum með dómsmálaráðherra fimmtudaginn 4. maí 2017.

  Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra flutti erindi um borgaralega öryggisgæslu á fundi Varðbergs fimmtudaginn 4. maí aðeins þremur dögum eftir að dómsmálaráðuneytið var endurreisn með uppbroti innanríkisráðuneytisins milli þess og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í upphafi máls síns gat ráðherrann þess að fjölmiðlamaður hefði haft samband við sig til að spyrja …

Lesa meira

Við frostmark á fundi Merkel og Pútíns í Sotsjí

Angela Merkel og Vladimír Pútín í Sotsjí,

Angela Merkel Þýskalandskanslari og Vladimir Pútín Rússlandsforseti sögðu eftir fund sinn í Sotsjí í Rússlandi þriðjudaginn 2. maí að fyrirliggjandi friðarsamkomulag frá Minsk væri eina leiðin til friðar í Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra í Rússlandi síðan árið 2015 en Merkel fer nú um og hittir leiðtoga G20-ríkjanna fyrir …

Lesa meira

Vandræði innan þýska hersins vegna öfgamennsku gegn farandfólki

Urslua von der Leyen varnarmálaráðherra,

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur aflýst för til Bandaríkjanna vegna hryðjuverka-rannsóknar gegn liðsmanni í þýska hernum, Bundeswehr, sagði í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins þriðjudaginn 2. maí. Þýski ríkissaksóknarinn hefur tekið að sér rannsóknina vegna málsins gegn yfirlautinanti Franco A. vegna ásakana um að hann aðhyllist hægri öfgastefnu og undirbúi hryðjuverk. …

Lesa meira

Danir yfirgefa Europol – halda aðgangi að gagnagrunnum

Höfuðstöðvar Europol í Haag, Hollandi.

Danir yfirgáfu Europol, Evrópulögregluna, mánudaginn 1. maí en rétt fyrir brottförina náðist samkomulag um aðgang þeirra að gagnagrunnum lögreglunnar. Ákvörðunina um að slíta samstarfinu við Europol má rekja til niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Dana í desember 2015 þegar þeir ákváðu að halda fast í fyrirvara sinn gagnvart samstarfi ESB-ríkjanna á sviði …

Lesa meira