Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Samkomulag milli Merkel og Seehofers í útlendingamálum

Horst Seehofer kynnir að hann hafi samið við Angelu Merkel.

  Að kvöldi mánudags 2. júlí tókst samkomulag milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Horsts Seehaufers innnanríkisráðherra um framkvæmd útlendingastefnunnar. Seehaufer sem hótaði afsögn að kvöldi sunnudags 1. júlí á fundi með flokksmönnum sínum í Kristilega sósíalflokknum (CSU) í München dró hana til baka að morgni mánudags. Allan mánudaginn sátu þingflokkar …

Lesa meira

Norður-Kóreumenn grunaðir um græsku vegna kjarnorkuvopna

Kim Jong-un og Donald Trump í Singapúr.

  Bandarískir leyniþjónustumenn segja að nýjar upplýsingar bendi til þess að Norður-Kóreustjórn ætli ekki að afsala sér kjarnorkuvopnum að fullu og öllu. Hún leiti þess í stað leiða til að fela hluta vopna sinna og einnig leynilegar vopnasmiðjur. The Washington Post (WP) birti frétt um þetta sunnudaginn 1. júlí. Efni …

Lesa meira

Þýskaland: Seehofer boðar afsögn sem innanríkisráðherra og leiðtogi CSU

Horst Seehofer

Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Kristilegra sósísaldemókrata (CSU) í Bæjaralandi, tilkynnti að kvöldi sunnudags 1. júlí á fundi með flokksfélögum í München  að hann ætlaði að segja af sér sem ráðherra og leiðtogi flokks síns vegna ágreinings við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara og leiðtoga Kristilegra demókrata (CDU), um útlendingamál. Deila …

Lesa meira

Ís hverfur af Barentshaf – verður eins og Atlantshaf

Þarna eru rauðar línur í kringum Barentshaf. Við hliðina er Karahaf, þar minnkar ís líka.

Vísindamenn sem rannsaka breytingar vegna áhrifa hlýnunar jarðar í norðurhöfum telja breytingar í Barentshafi svo örar að frekar beri að líta á hafsvæðið sem hluta af Atlantshafi en Norður-Íshafi, segir í The Washington Post fyrir nokkrum dögum. Vitnað er í Sigrid Lind við hafrannsóknastofnunina í Tromsø sem segir að breyting …

Lesa meira

Ítölskum höfnum lokað fyrir björgunarskipum hjálparsamtaka

Um borð í björgunarskipi á Miðjarðarhafi.

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, tilkynnti föstudaginn 29. júní að í „allt sumar“ yrðu ítalskar hafnir lokaðar fyrir öllum skipum hjálparsamtaka sem sinna björgunarstörfum á siglingaleiðum yfir Miðjarðarhaf frá Afríku til Evrópu. „Hjálparsamtökin sjá Ítalíu aðeins á póstkorti,“ sagði Salvini. Hann er nýr varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bandalagsins sem skipar sér …

Lesa meira

Óljós málamiðlun um flótta- og farandfólk í leiðtogaráði ESB

Hættuför flótta- og farandfólks yfir Miðjarðarhaf.

Undir morgun föstudags 29. júní komst leiðtogaráð ESB-ríkjanna 28 að samkomulagi um hvernig standa skuli að mótttöku flótta- og farandfólks til Schengen-svæðisins. Texti samkomulagsins er í ýmsu tilliti óljós og framkvæmd þess ræðst að verulegu leyti af ákvörðun hvers ríkis fyrir sig. Textinn dugði þó til að sátt náðist að …

Lesa meira

Trump og Pútín hittast í Helsinki 16. júlí

Donald Trump og Vladimír Pútín.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittast á fyrsta opinbera toppfundi sínum í Helskinki 16. júlí. Þetta var tilkynnt samtímis í Kreml og Hvíta húsinu fimmtudaginn 28. júní. Fréttaskýrendur segja að það eitt að fundurinn verði gefi Trump og Pútin tilefni til að slá sér upp vegna hans. …

Lesa meira

Sögulegar breytingar í Sádí-Arabíu

Múhammeð bin Salman.

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson   Nú eru aðeins rúm fjögur ár þar til næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta verður haldin í Katar.  Góðar líkur eru á því að þá verði staða mála í Persaflóaríkjunum talsvert frábrugðin því sem nú er.  Þetta kemur aðallega til af því að nú heldur prinsinn Múhammeð …

Lesa meira

Albanska ríkisstjórnin hafnar hugmynd um hælismiðstöð ESB,

f1eaab31d7f9d259fc236cb04ec8dadd

Albanska ríkisstjórnin hefur hafnað hugmyndum um að Evrópusambandið opni miðstöð fyrir hælisleitendur í Albaníu. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sagði að tillaga um þetta efni yrði ekki samþykkt af stjórn sinni jafnvel í skiptum fyrir aðild að ESB. Hann tók fram að sér þætti óverjandi að fallast á hugmynd sem fæli …

Lesa meira

Austurríkismenn við öllu búnir með öflugri landamæravörslu

Lnadamæravarsla æfð í Austurríki.

  Austurrísk stjórnvöld efndu til æfingar við landamæravörslu þriðjudaginn 26. júní. Heinz-Christian Strache, varakanslari og formaður Frelsisflokks Austurríkis (FPÖ), sagði í samtali við þýska blaðið Bild að æfinguna mætti meðal annars rekja til ágreinings innan þýsku ríkisstjórnarinnar um útlendingamál. Óljóst er hvernig deilu Angelu Merkel Þýskalandskanslara (CDU) við Horst Seehofer …

Lesa meira