Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Stigmögnun í deilum Breta og Rússa

Nikolai Glushkov

Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði laugardaginn 17. mars að Bretar myndu ekki gefa eftir gagnvart Rússum eftir að þeir tilkynntu brottrekstur 23 breskra stjórnarerindreka vegna deilu þjóðanna eftir eiturefnaárásina í Salisbury. May flutti ræðu á fundi í London með flokksmönnum sínum Íhaldsflokknum og sagði að asnaspörk Pútíns breyttu ekki þeirri …

Lesa meira

Boris Johnson segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi ákveðið eiturefnaárásina

42946754_403

Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, segir „yfirgnæfandi líkur“ á Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi sjálfur gefið fyrirmæli um að eitrað yrði fyrir fyrrv. rússneskum njósnara í Salisbury á Suður-Englandi. Fréttaskýrendur segja að ákvörðun utanríkisráðherrans um að skella skuldinni af taugaeitursárásinni beint á forseta Rússlands sýni að harkan aukist í orðaskiptum stjórnvalda í …

Lesa meira

Stoltenberg segir eiturefnaárásina einsdæmi í sögu NATO – hvetur til árvekni gegn Rússum

Jens Stoltenberg kynnir ársskýrslu NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kynnti ársskýrslu bandalagsins fyrir árið 2017 fimmtudaginn 15. mars. Á blaðamannafundinum vék hann einnig að beitingu taugaeiturs í Salisbury á Englandi. Hann sagði að aldrei fyrr hefði það gerst frá því að NATO var stofnað árið 1949 að taugaeitri hefði verið beitt til árásar í aðildarríki …

Lesa meira

Rússar sviðsettu árás á norska ratstjárstöð

Ratsjárstöðin við Vardø.

Fyrir einu ári, 24. mars 2017, settu níu rússneskar flugvélar á svið árás á ratsjárstöð Norðmanna við bæinn Vardø á Vardøya við Barentshafsströnd Noregs, skammt frá heimahöfn langdrægra kjarnorkukafbáta Rússa. Í árlegri ræðu sem Morten Haga Lunde, hershöfðingi, yfirmaður Leyniþjónustu norska hersins, flutti í Hermálafélaginu í Osló í fyrri viku …

Lesa meira

Breska ríkisstjórnin grípur til aðgerða gegn Rússum vegna taugaeitursins

Theresa May, forsætisráðherra Breta.

Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að vísa 23 rússneskum sendiráðsmönnum úr landi vegna árásarinnar með taugaeitri á feðginin Sergei Skripal og Juliu sunnudaginn 4. mars í Salisbury í Suður-Englandi. Bretar líta á alla 23 sendiráðsmennina sem njósnara. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kynnti þessa ákvörðun í ræðu í neðri deild breska þingsins …

Lesa meira

Rússar hafna ásökunum Breta um eiturárás – krefjast sönnunargagna

skynews-sergei-skripal-an-yulia_4250962

  Breski sendiherrann í Moskvu, Laurie Bristow,var kallaður í rússneska utanríkisráðuneytið þriðjudaginn 13. mars, sama dag og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, neitaði að Rússar stæðu að baki eiturefnaárásinni í Salisbury í S-Englandi sunnudaginn 4. mars. Lavrov sagði að Rússar myndu aðeins koma að málinu og vinna með Bretum fengju þeir …

Lesa meira

Bandaríkin: Rex Tillerson rekinn Mike Pompeo nýr utanríkisráðherra

Mike Pompeo

Mánuðum saman hefur verið orðrómur um að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yrði ekki langlífur í embætti. Í færslu á Twitter snemma morguns í Washington tilkynnti Donald Trump forseti að Tillerson væri settur af og í stað hans yrði Mike Pompeo, forstjóra CIA, utanríkisráðherra.  Rex Tillerson hefur verið á ferðalagi um …

Lesa meira

Danir vilja halda áfram landamæravörslu gagnvart Þýskalandi

Grænsekontrollen forlænges frem til 12. maj Hjemmeværnet starter grænsekontrol

Sex aðildarríki Schengen-samstarfsins búa sig undir að halda áfram gæslu á innri landamærum Schengen-svæðisins næstu sex mánuði eftir 12. maí 2018 þegar núgildandi undanþágutími endar. Inger Støjberg, útlendingamálaráðherra Dana, segir að ekki séu nein rök fyrir að falla frá landamæragæslunni. Ræddi hún framhald gæslunnar við ráðherra annarra Schengen-ríkja sem fylgja …

Lesa meira

May segir „mjög líklegt“ að Rússar standi að baki eiturárás í Salisbury

Af ótta við eiturefni er lögreglubíll fjarlægður frá Salisbury.

„Það er mjög líklegt að Rússar standi að baki árásinni á fyrrverandi rússneskan njósnara,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Breta, í neðri deild breska þingsins síðdegis mánudaginn 12. mars. Forsætisráðherrann gerði þinginu grein fyrir niðurstöðum sérfræðinga á eiturefna-árás á Rússann Sergej Skripal, fyrrv. njósnara, og Juliu, dóttur hans, í Salisbury í …

Lesa meira

Steve Bannon: Popúlistar allra landa sameinist

Steve Bannon og Marine Le Pen

Steve Bannon, fyrrverandi hugsjónaráðgjafi Donalds Trumps, flutti laugardaginn 10. mars ávarp á flokksþingi frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen. Hann fagnaði bylgju popúlisma sem hann sagði að færi um heim allan. Í The Washington Post (WP) sagði að heimsókn Bannons til Lille hefði komið á óvart, fyrst hefði verið sagt …

Lesa meira