Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

RAND segir Bandaríkjaher standa halloka gegn Rússum og Kínverjum

x1512659562582-jpg-pagespeed-ic-undolsc9cr

Bandaríkjamenn tapa að öllum líkindum hernaðarátökum hvort heldur við Rússa eða Kínverja segir bandaríska hugveitan RAND Corporation og telur að Bandaríkjaher skorti þjálfun og viðbragðsflýti. Nýjasta skýrsla RAND-stofnunarinnar í Kaliforníu ber heitið US Military Capabilities and Forces for a Dangerous World hefur að geyma þá spá að Bandaríkjaher færi líklega …

Lesa meira

Þýska leyniþjónustan varar viö vaxandi hættu af íslamistum

Þýskir lögreglumenn við athugun á skilríkjum.

Yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar segir að í Þýskalandi laðist æ fleiri múslimar til bókstafstrúar Salafista. Hreyfing þeirra er að mati þýskra yfirvalda hugsanlegur jarðvegur fyrir íslamska hryðjuverkamenn. Hans-Georg Maassen, yfirmaður þeirrar greinar þýsku leyniþjónustunnar (BfV), sem heldur uppi upplýsingaöflun og greiningu innan lands, sagði þetta sunnudaginn 10. desember. Maassen sagði að …

Lesa meira

Gasútflutningur hafinn frá Jamal-skaga – siglingar á Norðurleiðinni aukast

Það er kuldalegt við gasdælurnar við íshafið.

  Fyrsti farmurinn af kældu, fljótandi jarðgasi (LNG) var lestaður um borð í skipið Christophe de Margerie í höfninni Sabetta á Jamal-skaga við íshafsströnd Rússlands föstudaginn 8. desember. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og orkumálaráðherra Sádí-Arabíu tóku þátt í hátíðlegri athöfn af þessu tilefni. Þarna er ein mesta jarðgasvinnsla í heimi og …

Lesa meira

Áfangasigur í Brexit-viðræðunum – landamæri á Írlandi helsti þröskuldurinn

Frá landamærum Írska lýðveldisins og Norður-Írlands.

  Theresa May, forsætisráðherra Breta, tókst á úrslitastundu að ná samkomulagi við ESB sem bindur enda á deilur um „skilnaðarskilmála“ Breta og opnar leið að viðræðum um framtíðarskipan á samskiptum ESB og Breta eftir úrsögn þeirra úr sambandinu í mars 2019. Hefði Theresa May ekki náð að ljúka þessum fyrsta …

Lesa meira

Varnarsamskiptin við Bandaríkin og flugskýli til umræðu

Fluskýlið sem á að breyta, loftbitanum fyrir ofan hurðina, svo að P-B kafbátaleitarvélar geti notað það.

  Samskipti Íslendinga og Bandaríkjamanna hafa verið í fréttum undanfarna sólarhringa. Hér eru birtar þrjár fréttir (1) um reglubundinn samráðsfund háttsettra íslenskra og bandarískra embættismanna um alþjóðamál og öryggis- og varnarmál, (2) um óskir forsætisráðherra um nánari upplýsingar um fyrirætlanir bandaríska varnarmálaráðuneytisins á Keflavíkurflugvelli og (3) um framkvæmdir við flugskýli …

Lesa meira

Statoil ræðst í stærsta verkefni sitt á norðurslóðum

Vinnslumynd af Johan Castberg-svæðinu í Barentshafi.

  Norska ríkisolíufélagið Statoil tilkynnti þriðjudaginn 5. desember að ráðist yrði í risavaxið olíuvinnsluverkefni þess í Barentshafi. Verkefnið er kennt við Johan Castberg (norskan lögfræðing og stjórnmálamann um aldamótin 1900) og er hið mesta sem Norðmenn hafa nokkru sinni tekið sér fyrir hendur á norðurslóðum. Ætlað er að allt að …

Lesa meira

Dæmi um að þýskir flugmenn neiti að fljúga með brottvísaða hælsileitendur

Á leið í þýska brottflutningarvél.

Flugmenn víða um Þýskaland neita að fljúga úr landi með hælisleitendur sem hefur verið brottvísað. Þetta kemur fram í upplýsingum sem vinstri flokkurinn, Die Linke, hefur aflað frá stjórnvöldum. Þar segir að alls hafi verið hætt við 220 flug vegna þess að flugmenn hefðu ekki viljað láta draga sig inn …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn býr sig undir aukna kafbátaleit frá Íslandi

zdzri

Bandaríska varnarmálaráðuneytið býr sig undir að endurnýja flugvallaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli þegar stjórnvöld í Washington leggja áherslu á að fylgjast með nýrri kynslóð torséðra rússneskra kafbáta sem sveima inn á Norður-Atlantshaf. Á þennan veg hefst frétt á bandarísku vefsíðunni FP (Foreign Policy) mánudaginn 4. desember.  Þar segir að í fjárlögunum fyrir …

Lesa meira

Ummæli um játningu Flynns kalla vandræði yfir Trump

Donald Trump ræðir við blaðamrnn við Hvíta húsið laugardaginn 2. desmber.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti við blaðamenn laugardaginn 2. desember að upplýsingar sem fram hefðu komið daginn áður í sakamáli gegn Micahel Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa hans, sýndu að „alls ekki“ hefði verið um „leynimakk“ að ræða milli kosningastjórnar sinnar og Rússa á árinu 2016. „Ekkert leynimakk hefur komið í ljós, ekkert …

Lesa meira

Kanadamenn hvattir til að beina NATO að GIUK-hliðinu

Canadian Prime Minister Stephen Harper stands on the bow of the HMCS Kingston as it sails in the Navy Board Inlet Sunday August 24, 2014. THE CANADIAN PRESS/Adrian Wyld  //  na122314-second

„Við verðum að viðurkenna að veröldin er flókin og okkur ber að huga að hættulegum stöðum, norðurskautssvæði Kanada er í raun ekki einn þessara staða,“ sagði Byers og tók undir með Charron að ekki ætti að hvetja NATO til að leggja Kanadamönnum lið á norðurskautssvæðinu. Líta ætti til NORAD North …

Lesa meira