Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Rússar mótmæla efirlaunabreytingum

Mótmælendur í Moskvu sunnudaginn 2. september.

Þúsundir manna um allt Rússland mótmæltu sunnudaginn 2. september fyrirhuguðum breytingum á eftirlaunaaldri í landinu þrátt fyrir að Vladimír Pútín forseti flytti á dögunum sjónvarpsávarp og mildaði tillögurnar. „Við efnum í dag til mótmæla í öllu Rússlandi gegn þessum mannfjandsamlegu breytingum,“ sagði Gennadíj Zjuganov, leiðtogi rússneska kommúnistaflokksins í ræðu á …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn sker niður fjárveitingar til SÞ-flóttmannastofnunar fyrir Palestínumenn

2016_11_14-unrwa-staff-in-the-gaza-strip-strike-in-protest-against-the-organisations-neglect-of-its-employees-and-their-rights-10

Bandaríkjastjórn ætlar að hætta að veita fé til stofnunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem stofnuð var 1949 til aðstoða Palestínumenn sem flúðu þegar Ísraelsríki var stofnað. Nú njóta fimm milljónir manna aðstoðar stofnunarinnar en stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vill að SÞ endurskoði hverja telja eigi palestínska flóttamenn. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins …

Lesa meira

Rússar heimta leynd yfir SÞ-skýrslu um brot N-Kóreustjórnar

Myndin sýnir skip N-Kóreu í ólöglegum viðskiptum á hafi úti.

  Rússar hindra að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) birti skýrslu sem sýnir að Norður-Kóreumenn brjóta gegn ákvörðunum SÞ um takmarkanir á sölu olíu til Norður-Kóreu. Þar er að sögn starfsmanna SÞ meðal annars um að ræða olíusölu úr rússneskum skipum á hafi úti. „Skýrslan er lokuð vegna þess að við erum …

Lesa meira

Macron boðar Finnum gagnkvæmt varnarsamstarf

Emmanuel Macron og Sauli Niinistö.

  Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, í Helsinki fimmtudaginn 30. ágúst. Viðræðurnar snerust að verulegu leyti um varnarmál. Finnskir fjölmiðlar túlka orð Macrons um aukið varnarsamstarf innan ESB á þann veg að hann vilji að Finnum verði „næstum sjálfkrafa“ veitt aðstoð verði að þeim vegið. Á …

Lesa meira

Varnarmál bar hæst á blaðamannafundi Macrons í Kristjánsborgarhöll

Emmanuel Macron, Margrét Danadrotting, Brigitte Macro og Mary prinsessa á svölum Amalienborgar.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kom til Danmerkur þriðjudaginn 28. ágúst í 36 klukkustunda opinbera heimsókn eins og það er orðað í Le Figaro. Franskur forseti hefur ekki verið í opinberri heimsókn í Danmörku frá því árið 1982. Í franska blaðinu er rætt við Henning Rasmussen fyrir utan Amalienborg þar sem hann …

Lesa meira

Flutningsmagn eykst um 81% á Norðursiglingaleiðinni

Olíu lestað um borð í skip á Novíj Port-svæðinu.

Á þessu ári hafi alls 9,95 milljón lestir af varningi verið fluttar til og frá höfnum á Norðursiglingaleiðinni, það er leiðinni frá Atlantshafi til Kyrrahafs fyrir norðan Rússland. Þetta kemur fram í samtali varaforstjóra rússnesku ríkisstofnunarinnar Rosmorrestjflot við PortNews sem segir aukningu á flutningsmagni 81%  í ár miðað við árið …

Lesa meira

Grænlendingar tilnefna fyrsta sendifulltrúa sinn á Íslandi

Jacob Isbosethsen.

Grænlenska utanríkisráðuneytið tilnefndi mánudaginn 27. ágúst Jacob Isbosethsen, reyndan ráðgjafa um utanríkismál, til að verða fyrsta fulltrúa sinn á Íslandi. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra sagði að Isbosethsen hefði verið valinn til embættisins vegna „traustrar og víðtækrar“ reynslu sinnar í utanríkismálum. Grænlenska þingið samþykkti einróma í fyrra að opna sendiskrifstofu í Reykjavík. …

Lesa meira

Útlendingamótmæli í Chemnitz í austurhluta Þýskalands

Loftmynd af mótmælendum í Chemnitz.

  Þúsundir manna fóru um götur borgarinnar Chemnitz í austurhluta Þýskalands að kvöldi mánudags 27. ágúst og kröfðust þess að útlendingar yfirgæfu Þýskaland. Samtímis komu um 1.000 andmælendur mótmælanna saman í litlum garði og hvöttu „nasistana“ til að yfigefa borgina. Allt fór friðsamlega fram í fyrstu enda hélt öflugt lögreglulið …

Lesa meira

Frakklandsforseti vill að Evrópa ábyrgist eigið öryggi

Emmanuel Macron flytur ræðu sína á sendiherrafundinum.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í ræðu mánudaginn 27. ágúst að hann ætlaði að leggja fram nýjar tillögur á vettvangi Evrópusambandsins til að efla öryggi undir merkjum þess, sambandið yrði að hverfa frá því að treysta á mátt Bandaríkjanna. „Evrópa getur ekki lengur treyst á Bandaríkin vegna eigin öryggis. Það …

Lesa meira

Finnlandsforseti útilokar ekki NATO-aðild

lks-25-8-2018-sauli-niinisto%cc%88-kyselytunti-ylen-1

  Sauli Niinistö, forseti Finnlands, sagði á fundi með blaðamönnum laugardaginn 25. ágúst að hann útilokaði ekki aðild Finnlands að NATO. Hann sagðist sáttur við stefnu finnsku ríkisstjórnarinnar sem eflt hefur tengslin við NATO þrátt fyrir að vekja óvild Rússa vegna þess. Finnar hafa tekið þátt í fundum á vegum …

Lesa meira