Home / Fréttir (page 20)

Fréttir

Danir og Grænlendingar óttast aukin umsvif rússneskra herþotna á norðaustur hluta Grænlands

Frá bandarísku Thule-herstöðinni.

Claus Hjort Frederiksen, varnarmálaráðherra Danmerkur, áréttar vilja Dana til að viðhalda norðurslóðum sem lágspennusvæði en segir jafnframt að ef til vill neyðist Danir til að halda úti orrustuþotum á Grænlandi ef Rússar rjúfi grænlenska lofthelgi með hervélum sínum, Danska herstjórnin segir að ekki líði á löngu þar til rússneskar hervélar …

Lesa meira

Lars Løkke Rasmussen vill varanlegt landamæraeftirlit

Við dönsku landamærim.

Baráttan í Danmörku vegna þingkosninganna 5. júní einkennist nú af því að flokkarnir kynna stefnumál sín. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra og formaður Venstre-flokksins (mið-hægri), efndi mánudaginn 20. maí til blaðamannafundar í Kruså við þýsku landamærin og boðaði að hann vildi halda áfram landamæraeftirlitinu sem tekið var upp tímabundið en hefur …

Lesa meira

Fjöldafundur evrópskra þjóðernissinna í Mílanó

Frá fundinum í Mílanó

Evrópskir flokkar þjóðernissinna efndu til stórfundar í Milanó laugardaginn 18. maí þar sem þeir sameinuðust um stefnu sem þeir segja að muni umbreyta ESB eftir ESB-þingkosningarnar. Í fremstu röð flokksleiðtoganna voru Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðhreyfingarinnar (RN), í Frakklandi. Þau vilja að samtök flokka sinna, …

Lesa meira

„Kraftaverk“ að ég sigraði segir forsætisráðherra Ástralíu

Scott Morrison fagnar sigri í Sydney.

Íhaldsmaðurinn Scott Morrisson, forsætisráðherra í ríkisstjórn frjálslyndra og íhaldsmanna í Ástralíu, hélt velli í þingkosningum laugardaginn 18. maí. Miðað við spár fyrir kjördag lýsti hann sigri sínum sem „kraftaverki“. Hann þakkaði „þöglum meirihluta“ Ástrala stuðninginn. „Ég alltaf trúað á kraftaverk. En hvað Ástralía er stórkostleg!“ sagði Scott Morrisson á sigurhátíð …

Lesa meira

Austurríki: Stjórnarslit og kosningar vegna stórhneykslis

Heinz-Christian Strache segir af sér.

  Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, leysti upp stjórn sína og boðaði í skyndi til kosninga laugardaginn 18. maí eftir að leiðtogi samstarfsflokks hans sagði af sér vegna hneykslismáls. „Nú er nóg komið,“ sagði kanslarinn þegar hann tilkynnti stjórnarslitin, Heinz-Christian Strache varakanslari sagði af sér eftir að myndband sýndi hann bjóða …

Lesa meira

Rússar aftur á Evrópuráðsþingið með atkvæðisrétt

publishable-1-e1550566729141

Þýska fréttastofan DW segir að Frakkar og Þjóðverjar hafi knúið í gegn samkomulag sem geri Rússum kleift að taka að nýju fullan þátt í störfum Evrópuráðsins í Strassborg. Eftir innlimun Krímskaga í Rússland voru rússneskir þingmenn á Evrópuráðsþinginu sviptir atkvæðisrétti sem varð til þess að þeir hættu að sækja þingfundi. …

Lesa meira

Vestager frá Danmörku vill verða forseti ESB-framkvæmdastjórnarinnar

Margrethe Vesager, Frans Timmermans og Manfred Weber.

  Fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn ESB, Margrethe Vestager, segist hafa hug á að verða forseti framkvæmdastjórnar ESB næstu fimm árin. Niðurstaða um hver skipar þetta forystusæti ESB eftir að Jean-Claude Juncker hverfur úr því að loknu kjörtímabili sínu ræðst eftir kosningarnar til ESB-þingsins 26.  maí. Vestager tók af skarið um …

Lesa meira

Óttast hervæðingu Rússa á norðurslóðum

James Gray

Hér birtist frétt sem Bogi Ágústsson, fréttamaður ríkisútvarpsins, skrifaði á ruv.is 15. maí eftir viðtal við breska þingmanninum James Gray sem flutti ræðu á Varðbergsfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. maí.   Formaður nefndar breska þingsins um heimskautasvæðin hefur áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum og segir hernaðarumsvif þeirra hafa aukist …

Lesa meira

NATO og tímaskekkja VG

Kolbrún Bergþórsdóttir

Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 13. maí segir Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarritstjóri blaðsins:   Tímaskekkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í sjónvarpsviðtali hjá BBC á dögunum í þættinum Hardtalk. Hún var mælsk, rökföst, skynsöm og jarðbundin og með sterka útgeislun. Einmitt þannig eiga forsætisráðherrar helst að vera. Í viðtalinu nefndi Katrín að Ísland …

Lesa meira

Hvít-Rússar sækja skaðabætur til Rússa vegna mengaðrar olíu

Olíuhreinsistöð í Hvíta-Rússlandi.

    Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, segir að „gífurlegt“ tjón hafi orðið í landi sínu vegna megnaðrar olíu sem þangað barst eftir Druzhba-leiðslunni og hann vænti skaðabóta frá Rússum. Ríkisfréttastofan Belta hafði eftir forsetanum laugadaginn 11. maí að nú væri unnið að því að meta tjónið. Hann segir að tjónið …

Lesa meira