Home / Fréttir (page 2)

Fréttir

London: Hryðjuverkaður á skilorði myrðir tvo vegfarendur

Usuma Kahn

  Hryðjuverkamaður, Usman Kahn (28 ára), myrti tvo almenna borgara með hnífi við London-brú (London Bridge) síðdegis föstudaginn 29. nóvember. Lögregla skaut hann til bana. Kahn hafði áður sætt dómi fyrir hryðjuverk en var látinn laus í fyrra með rafrænt ökklaband svo að fylgjast mætti með honum. Hryðjuverkasveit bresku lögreglunnar …

Lesa meira

Rússnesk yfirvöld vega að rétti frumbyggja í norðri

tass10384097-2

Borgardómur í Moskvu úrskurðaði miðvikudaginn 9. nóvember 2019 að leysa bæri upp baráttusamtök fyrir réttindum frumbyggja á norðurslóðum um 20 árum eftir að þau voru stofnuð. Um er að ræða lið í aðför rússneskra stjórnvalda að frjálsum félagasamtölum. Árið 2015 settu rússnesk yfirvöld á svartan lista samtök sem störfuðu undir …

Lesa meira

Macron segir „heiladauða“-ummælin um NATO skila árangri

Jens Stoltenberg og Emmanuel Macron í París 28. nóvember 2019.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hittust í Élysée-höll í París fimmtudaginn 28. nóvember til viðræðna um fyrirhugaðan leiðtogafund NATO miðvikudaginn 4. desember í London. Á fundi með blaðamönnum eftir samtal þeirra sagði Macron að hann stæði við það sem hann sagði í viðtali við The Economist 21. …

Lesa meira

Óvissa um bandarísk áform á Grænlandi

greenland

Nýjar ofurhljóðfráar skotflaugar Rússa skýra ef til vill hvers vegna áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi er eins mikill og raunin er. Flaugunum má meðal annars koma fyrir í flugvélum sem athafna sig frá rússneskum herstöðvum á norðurskautssvæðinu. Stöðvarnar eru ekki langt frá bandarísku Thule-herstöðinni á Grænlandi. Þetta kemur fram í grein …

Lesa meira

Umdeildar eyjar í Austur-Kínahafi

eyjar

  Höfundur: Kristinn Valdimarsson Þó flestir vonist eftir friðsamri veröld þá dugir óskhyggja ein og sér ekki til að tryggja það enda leynast hættur víða.  Sum svæði í veröldinni eru ótryggari heldur en önnur.  Eitt þeirra er af og til í fréttum en það er Suður – Kínahaf.  Nokkur Asíuríki …

Lesa meira

Nýjar ógnir í öryggismálum – Varðbergsræða dómsmálaráðherra

aslaug-arna

  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 21. nóvember. Hér birtist ræðan í heild. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þetta boð og jafnframt þakka stjórn Varðbergs fyrir að standa  fyrir þessum fundi – og um leið að halda út því …

Lesa meira

Tekist á um Huawei á CDU-flokksþingi – Merkel tapar

51379884_354

Þing Kristilega demókrataflokksins (CDU) í Þýskalandi samþykkti laugardaginn 23. nóvember með miklum meirihluta að þýska sambandsþingið ræddi og tæki afstöðu til þess hvort umdeilda kínverska hátæknifyrirtækið Huawei kæmi að innleiðingu 5G netsins í Þýskalandi. Samþykktin gengur þvert á stefnu Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga flokksins til margra ára, sem mælti …

Lesa meira

Rússar skila úkraínskum varðbátum – Frakklandsforseti fagnar

Úkraínsku bátarnir.

Frakkar fagna því sérstaklega að Rússar hafa skilað þremur varðbátum frá Úkraínu sem þeir hertóku í fyrra á Svartahafi. Telja Frakkar að með ákvörðun sinni auðveldi Rússar umræður á fundi í París í desember þar sem reynt verður að leysa úr deilum Rússa og Úkraínumanna. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði mánudaginn …

Lesa meira

Óöld í Kamerún

Paul Biya, forseti Kamerún.

Höfundur: Kristinn Valdimarsson Kamerún liggur við Gíneuflóa í vestanverðri Afríku.  Þann 6. nóvember árið 1982 sagði Ahmadou Ahidjo, forseti landsins óvænt af sér.  Við tók Paul Biya sem verið hafði forsætisráðherra í Kamerún.  Nú 37 árum síðar situr hann ennþá á valdastóli.  Litlu munaði reyndar að honum hefði verið steypt …

Lesa meira