Home / Fréttir (page 197)

Fréttir

Rússneska elítan er háð krísum segir fyrrverandi ráðgjafi Pútíns

Gleb Pavlovskij

  Rússneska elítan er háð krísum. Kerfið þarf stöðugt nýjar hörmungar því að lögmæti sitt sækja valdsmennirnir til þess að koma fram sem frelsarar er haft eftir Gleb Pavlovskij, fyrrverandi ráðgjafi Pútíns, í Svenska Dagbladet. Vandi Rússlands felist meðal annars í skorti á pólitískum áhuga meðal þjóðarinnar „Þið á Vesturlöndum …

Lesa meira

Sjálfstraust bandarískra hermanna til bjargar segir þýskur ritstjóri

Varsla lögreglumanna tryggði ekki öryggi Thalys-lestarinnar.

  Föstudaginn 21. ágúst tókst farþegum um borð í lestarvagni á leið frá Amsterdam til Parísar að yfirbuga íslamista. Þetta hefur vakið umræður víða meðal annars á vefsíðu þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung. Hér er stytt endursögn á hugleiðingu Lorenz Hemicker, eins ritstjóra síðunnar, sunnudaginn 23. ágúst. Í Evrópu er …

Lesa meira

Úkraínuforseti segir Rússa sækja með her að landi sínu

Petro Porosjeno Úkraínuforseti flytur þjóðhátíðarræðu.

Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, varaði í þjóðhátíðarræðu sunnudaginn 23. ágúst við hættu á innrás Rússa. Hann sagði að óvinurinn fylgdi fram hugmyndinni um beina árás á Úkraínu í ræðu sem hann flutti á Maidan, Sjálfstæðistorginu í hjarta Kænugarðs. Taldi forsetinn að meira en 50.000 hermenn væru í Rússlandi, við landamæri …

Lesa meira

Rússland: Vélmenni við stjórn skriðdreka

Vélmenni

  Rússneskir verkfræðingar hafa smíðað vélmenni sem gerir skriðdrekum og öðrum vígdrekum kleift að fara ferða sinna án þess að stjórnandi sitji um borð í þeim. Frá þessu er sagt í rússneskum fjölmiðlum laugardaginn 22. ágúst. „Þetta snjallkerfi okkar má setja í næstum öll tæki sem búin eru rafeinda-stjórntækjum til …

Lesa meira

Nýr forseti Póllands tekur Eistland fram yfir Litháen

Andrzej Duda, forseti Póllands.

Andrzej Duda, nýkjörinn forseti Póllands, fer til Eistlands í fyrstu opinberu heimsókn sinni til útlanda. Litháar væntu þess að land sitt yrði hið fyrsta sem hinn nýkjörni forseti heimsækti en ágreiningur vegna stöðu pólska minnihlutans í Litháen veldur vandræðum í samskiptum ríkjanna. Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, bauð pólska forsetanum …

Lesa meira

Fullkomnasti árásar-kafbátur Breta í heimahöfn

Artful á leið til sjávar.

  Artful, þriðji árásar-kafbáturinn af Astute-gerð í breska flotanum, hefur verið lagt við festar í heimahöfn sinni í Clyde-firði í Skotlandi. Þaðan verður hann sendur í reynslusiglingar áður en hann verður tekinn formlega í notkun síðar á þessu ári. Um er að ræða hæstþróaða kafbát sem Bretar hafa nokkru sinni …

Lesa meira

Krím-tatarar sæta vaxandi harðræði af hálfu Rússa

Tatarar vilja að menning sín og hefðir njóti viðurkenningar.

Vladimír Pútin Rússlandsforseti hefur bent Tatörum, minnihlutahópi á Krímskaga, á að óska ekki eftir að fá sérstöðu sína viðurkennda innan samfélagsins á skaganum sem Rússar innlimuðu í óþökk Úkraínustjórnar í mars 2014. Tatarar eru múslímar og mynda um tíunda hluta íbúa á Krím. Þeir voru almennt andvígir valdatöku Rússa á …

Lesa meira

Bandaríkjastjórn fjölgar daglegum ferðum dróna um 50%

Reaper-dróni sem  notaður er til njósna.

  Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að auka flug dróna – ómannaðra flugtækja – um 50% um heim allan. Jeff Davis, talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Washington, sagði mánudaginn 17. ágúst að ætlunin væri að fjölga daglegum flugferðum dróna úr 60 í 90. Verkefni drónanna er að safna upplýsingum á spennusvæðum í heiminum og …

Lesa meira

Efnahagur Rússa í rúst – ekkert bendir til endurreisnar

Rúblan hefur fallið um helming síðan sumarið 2014.

Efnahagur Rússlands versnar áfram og ekkert bendir til að Vladimír Pútín forseti geti snúið þróuninni til betri vegar. Verg landsframleiðsla (VLF) minnkaði um 4.6% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Samdráttarskeiðið í landinu hefur ekki verið verra síðan 2008 til 2009 þegar fjármálakreppan lamaði heimsviðskipti. Hagfræðingar undrast …

Lesa meira

Uppnám innan Kremlar – Pútín fjarlægist ákvarðanir

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

Brian Whitmore birti fimmtudaginn 13. ágúst eftirfarandi grein á vefsíðu Radio Free Europe: Menn átta sig á að málum sé verulega illa komið þegar Sergei Lavrov missir stjórn á sér. Rússneski utanríkisráðherrann er venjulega silkimjúkur opinberlega, blygðunarlaust og áreynslulaust beitir hann útúrsnúningi, spuna, rangfærslum og lygum í þágu ríkisstjórnar Vladimírs …

Lesa meira