Home / Fréttir (page 19)

Fréttir

Trump segir N-Kóreumönnum að byssurnar séu hlaðnar

Eldflaug skotið á loft í Norður-Kóreu.

  Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði Norður-Kóreumönnum enn á ný föstudaginn 11. ágúst þegar hann sagði hernaðarlegar lausnir gagnvart þeim „læstar og hlaðnar“. Ráðamenn í Pjongjang, höfuðborg N-Kóreu, saka forsetann um að ýta Kóreuskaga á barm kjarnorkuátaka. Leiðtogar annarra landa lýsa áhyggjum vegna ástandsins. Í frétt Reuters-fréttastofunnar föstudaginn 11. ágúst segir …

Lesa meira

Rússneski Norðurflotinn hefur æfingar

Hluti rússneska Norðurflotans í heimahöfn á Kóla-skaga.

Innan rússneska Norðurflotans, öflugasta af fimm herflotum Rússa, búa menn sig nú undir sérstakar æfingar sem ná til helstu þátta hans. Yfirmaður rússneska flotans, Vladimir Koroljev, stjórnar æfingunum sem munu standa í „nokkra daga“. Frá þessu er skýrt er Barents Observer miðvikudaginn 9. ágúst þar sem vitnað er í samtal …

Lesa meira

Tillerson segir Bandaríkjamönnum að sofa rólegum þrátt fyrir hótanir N-Kóreumanna

Flotastöð Bandaríkjamanna á Guam.

Bandaríkjamenn ættu að „sofa rólegir“ og ekki hafa áhyggjur af hótunum Norður-Kóreumanna um árás á Guam segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Skömmu eftir að hann lét þessi orð falla fór Donald Trump Bandaríkjaforseti lofsamlegum orðum um kjarnorkumátt Bandaríkjanna á Twitter. Flugvél Tillersons hafði hefðbundna viðkomu á bandarísku Kyrrahafseyjunni Guam miðvikudaginn …

Lesa meira

Norskar geislavarnir dreifa joð-töflum af ótta við kjarnorkuslys

Myndina tók. .... þegar rússneski risakafbáturinn fór undir dönsku Stórabeltisbrúna.

Um þessar mundir er stærsti kjarnorkukafbátur heims, rússneski kafbáturinn Dmitri Donskoj, á siglingu norður með strönd Noregs eftir að hafa tekið þátt í flotasýningu í St. Pétursborg. Kafbáturinn er 172 metra langur og getur borið allt að 200 kjarnaodda. Hann er knúinn af tveimur gömlum kjarnakljúfum og siglir ofansjávar. Í …

Lesa meira

Grænlensk stjórnarskrárnefnd hittir forseta Íslands

Forseti Íslands með grænlensku stjórnarskrárnefndinni á Bessastöðum fimmtudaginn 3. ágúst 2017.

  Stjórnarskrárnefnd Grænlendinga er um þessar mundir í heimsókn á Íslandi segir í frétt grænlenska útvarpsins, KNR, mánudaginn 7. ágúst. Tilgangurinn er að fræðast um vinnu við stjórnarskrármál hér á landi. Frá Íslandi heldur nefndin miðvikudaginn 9. ágúst. Grænlenska stjórnarskrárnefndin var skipuð í apríl 2017. Í henni sitja sjö nefndarmenn …

Lesa meira

Lavrov segir Tillerson áfram fúsan til að ræða við sig

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, og Rex Tillerson, utanríkisráherra Bandaríkjanna.

  Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði sunnudaginn 6. ágúst að hann teldi Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fúsan til að ræða áfram við Rússa um flókin málefni þrátt fyrir spennu í tvíhliða samskiptum ríkjanna og þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði nýlega samþykkt hertar refsiaðgerðir gegn Rússneskum stjórnvöldum. „Við urðum þess varir …

Lesa meira

Stoltenberg segir samskipti NATO við Rússa verri en nokkru sinni síðan í kalda stríðinu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að samskipti NATO og Rússa séu erfiðari núna en nokkru sinni frá því að kalda stríðinu lauk. „Segja má réttilega að samskipti NATO við Rússa séu erfiðari núna en þau hafa nokkru sinni verið síðan í lok kalda stríðsins,“ sagði Stoltenberg við CNN-sjónvarpsstöðina fimmtudaginn 3. …

Lesa meira

Óvinsældir Macrons Frakklandsforseta aukast áfram

Hér ganga þeir saman fyrir miðju Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Edouard Philippe forsætisráðherra.

Rúmum tveimur mánuðum eftir að hafa verið kjörinn forseti Frakklands hafa vinsældir Emmanuels Macrons minnkað á við það sem verst hefur orðið áður í V. lýðveldinu sem kom til sögunnar 1958. Árið 1995 mældust vinsældir Jacques Chiracs aðeins 39% í júlí, Macron mælist nú með 36%, François Hollande mældist með …

Lesa meira

Rússar slá ekkert af í flotamálum á norðurslóðum

admiralkuznetsov-kolabay-gov-murman

Vladimir Pútin Rússlandsforseti ritaði fimmtudaginn 20. júlí undir stefnuskjal þar sem finna má háleit markmið fyrir rússneska herflotann. „Rússland mun ekki líða neinu öðru ríki að standa sér umtalsvert framar varðandi herflota og lögð verður áhersla á að styrkja stöðu landsins sem annars mesta flotaveldis heims,“ segir í stefnunni. Atle …

Lesa meira

Kínverjar opna fyrstu herflotastöðina fjarri heimalandinu

Kínverkst herskip leggst að bryggju í Djibouti.

Kínverjar opnuðu fyrstu herstöð sína erlendis þriðjudaginn 1. ágúst við hátíðlega athöfn í Djibouti, landi á austurströnd Afríku á skaga sem teygir sig út á milli Rauðahafs og Adenflóa. Fögnuðu kínversk stjórnvöld 90 ára afmæli alþýðuhers Kína á þennan hátt. Lega Djibouti við norðvestur enda Indlandshafs og herstöð þar vekur …

Lesa meira