Home / Fréttir (page 185)

Fréttir

Leiðtogar 9 NATO-ríkja andmæla linnulausum yfirgangi Rússa

Frá fundi leiðtoganna níu í Búkarest,

Leiðtogar þriggja Eystrasaltsríkja og sex Mið- og Austur-Evrópuríkja sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu miðvikudaginn 4. nóvember eftir fund í Búkarest, Rúmeníu, að þeir hefðu miklar áhyggjur af linnulausum yfirgangi Rússa. Í yfirlýsingunni er þess krafist að Rússar virði að nýju alþjóalög og standi við skuldbindingar sínar. Án þess að það sé …

Lesa meira

Forsætisráðherra Slóveníu vekur máls á stríðshættu vegna flóttamannastraumsins

Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu

Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu, sagði á blaðamannafundi þriðjudaginn 3. nóvember að vandinn vegna aðkomufólks í Evrópu kynni að leiða til átaka að nýju milli lýðveldanna sem áður mynduðu Júgóslavíu og börðust sín á milli á tíunda áratugnum. Hundruð þúsunda farand- og flóttafólks frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og fleiri ríkjum hafa …

Lesa meira

Merkel óttast hernaðarátök loki Þjóðverjar landamærum sínum

Angela Merkel á framtíðarfundi CDU í Darmstadt mánudaginn 2. nóvember 2015.

Angela Merkel Þýskalandskanslari varði stefnu sína í útlendingamálum á fundi flokks síns, CDU, í Darmstadt að kvöldi mánudags 2. nóvember. Hún sagði að með því að koma á fót „biðsvæðum“ yrði auðveldast að brottvísa þeim sem ættu engan rétt á hælisvist í Þýskalandi. Gripu Þjóðverjar til þess ráðs að loka …

Lesa meira

Þýskaland: Stjórnarflokkana greinir á um flóttamannastefnu

Flóttamenn óska eftir skráningu við komuna til Þýskalands.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðirnar (UNHCR) í Genf upplýsti mánudaginn 2. nóvember að í október 2015 hefðu 218.394 flóttamenn lagt leið sína yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Þessi fjöldi er hinn mesti á einum mánuði og nálgast hann heildarfjölda flóttamanna allt árið 2014. Flestir flóttamannanna vilja setjast að í Þýskalandi og þar magnast …

Lesa meira

Bandarísk hergögn koma til Eistlands

Hér er verið að landa bandarískum skriðdreka í Eistlandi.

Eistlendingar hafa tekið á móti fyrstu bandarísku hergögnunum sem Ashton Carter varnarmálaráðherra lofaði að senda þeim og öðrum Aurstur-Evrópuþjóðum á ferð sinni til þeirra í júlí 2015. Fyrir viku voru 40 vígdrekar fluttir til Tapa-herstöðvarinnar um 90 km fyrir austan höfuðborgina Tallinn. Fleiri hergögn bárust síðan um miðja vikuna og …

Lesa meira

Yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO varar enn á ný við framgöngu Rússa

Philip M. Breedlove, yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO.

Philip M. Breedlove. flughershöfðingi og yfirmaður Evrópuherstjórnar NATO, sagði á fundi með blaðamönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í Washington föstudaginn 30. október að enn ykjust hernaðarlegar áskoranir í Evrópu og þær yrðu stöðugt flóknari. „Í raun er ekki of fast orði kveðið að segja að staðan breytist næstum á hverjum degi,“ …

Lesa meira

N-Kóreustjórn leigir fólk úr landi til nauðungarvinnu

Marzuki Darusman

Meira en 50.000 Norður-Kóreumenn hafa verið sendir úr landi til starfa, einkum í Rússlandi og Kína. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segja að um nauðungarvinnu sé að ræða. Marzuki Darusman sem samið hefur skýrslu um málið fyrir SÞ segir að stjórnvöld N-Kóreu auki útflutning á vinnuafli til að fara á svig …

Lesa meira

NATO: Rætt um að senda herafla til bækistöðva í A-Evrópu

nato

Innan NATO velta stjórnvöld fyrir sér að senda 4.000 hermenn til ríkja sem eiga landamæri með Rússlandi. Er talið að með því yrði dregið úr líkum á að Rússar grípi til glannalegra hernaðaraðgerða gegn ríkjunum. Frá þessu er sagt í The Daily Telegraph (DT) fimmtudaginn 29. október. Blaðið segir að …

Lesa meira

Flóttamenn valda spennu milli stjórnvalda í Austurríki og Bæjaralandi

Riddaralögregla Slóveníu reynir að stýra straumi flóttamanna,

  Spenna eykst milli Austurríkismanna og Þjóðverja vegna flóttamannastraumsins til Evrópu.  Meðal stuðningsmanna Angelu Merkel Þýskalandskanslara í flokki kristilegra demókrata (CDU) og í flokki kristilegra sósíalista (CSU) í Bæjaralandi vex óþolinmæði vegna afleiðinga þeirrar ákvörðunar kanslarans að bjóða aðkomufólki úr suðri til landsins. Í Bæjaralandi vilja ráðamenn að Merkel beiti …

Lesa meira

Pólland: Flokkur laga og réttar með hreinan meirihluta á þingi

Jarosław Kaczyński, leiðtogi Flokks laga og réttar, fagnar sigri flokks síns.

  Flokkur laga og réttar hlaut 235 sæti af 460 í neðri deild pólska þingsins í kosningum sunnudaginn 25. október. Hann hefur því hreinan meirihluta að baki ríkisstjórnar sem hann myndar. Aldrei fyrr frá hruni kommúnismans hefur pólskur stjórnmálaflokkur náð þessum árangri. Stefna flokksins er reist á íhaldssömum kaþólskum viðhorfum …

Lesa meira