Home / Fréttir (page 180)

Fréttir

Rússland: Nýjar orrustuþotur og loftvarnaflaugar á norðurslóðum fyrir árslok

Kortið sýnir nr. 1 er stjórnstöð norska hersins í Bodö. 2. er stjórnstöð rússneska hersins í Severomorsk á Kóla-skaga. Rauðu punktarnir sýna nýjar herstöðvar Rússa, gulu punktarnir sýna endurnýjaðar herstöðvar.

Herstjórn Rússa á norðurslóðum verður efld með orrustuþotum og loftvarna-flugskeytum fyrir lok árs 2015 sagði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, mánudaginn 31. ágúst. Shoigu sagði að nauðsynlegt væri að auka herbúnað Rússa við Norður-Íshaf vegna umferðar á Norðurleiðinni, það er siglingaleiðinni fyrir norðan Rússland, auk þess sem gæta yrði þjóðarhagsmuna á …

Lesa meira

Rússar mótmæla norskri sjónvarpsmynd sem versta kalda stríðs áróðri

Jo Nesbø

  Rússar hafa mótmælt nýrri sjónvarpsþáttaröð norsku stöðvarinnar TV2 sem reist er á sögu eftirum innrás Rússa í Noreg. Á ensku heitir þáttaröðin Occupied – Hernumið. Umhverfissinnar hafa náð völdum í Noregi banna olíu- og gasvinnslu. Þetta verður til þess að Rússar taka völdin í Noregi í sínar hendur. Þættirnir …

Lesa meira

Charles Krauthammer: Obama bregst bandamönnum sínum – ýtir undir Pútín

Charles-Krauthammer

  „Hinn 5. september 2014 fóru útsendarar rússneskra stjórnvalda inn í Eistland og rændu eistneskum öryggisverði. Í fyrri viku var hann dæmdur í 15 ára fangelsi í lokuðu réttarhaldi í Rússlandi. Viðbrögðin? [Bandaríska] utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu. Framkvæmdastjóri NATO skrifaði á Twitter. Evrópusambandið sagði of snemmt að ræða hugsanlega …

Lesa meira

ESB býr sig undir að hefja flotaaðgerðir gegn smyglurum á Miðjarðarhafi – NATO vill aðstoða

Cavour, flugmóðutrskip Ítala, verður í forystu flotasveitar ESB á Miðjarðarhafi.

Innan NATO eru menn til þess búnir að veita ESB aðstoð til að stemma stigu við starfsemi smyglara á farand- og flóttafólki yfir Miðjarðarhaf. Þetta kemur fram í grein sem Nikolaj Nielsen skrifar á vefsíðuna EUobserver föstudaginn 28. ágúst, Hann vitnar í embættismann NATO sem segir bandalagið munu „rétta hjálparhönd …

Lesa meira

Forseti Póllands vill NATO-her í Austur-Evrópu

Andrzej Duda, forseti Póllands, og Toomas Hendrik Ilves, forseii Eistlands,

Andrzej Duda, sem tók við embætti forseta Póllands hinn 6. ágúst 2015, sagði í Tallinn, höfuðborg Eistlands, sunnudaginn 23. ágúst að NATO ætti að halda úti fastaher í austurhluta Evrópu. Hann sagði á fundi með blaðamönnum að NATO yrði að taka tillit til þess að varnarsvæði þess hefði breyst þegar …

Lesa meira

Bandaríkjamenn efla flugher sinn í Evrópu með háþróuðum orrustuvélum

Torséðar F-22 orrustuvélar

Í skugga átakanna í Austur-Úkraínu ætlar Bandaríkjastjórn að hafa háþróaðar orrustuþotur af gerðinni F-22 Raptor í herflugstöðvum í Evrópu – þetta eru kallaðar torséðar (stealth) vélar þar sem erfitt er að finna þær eða fylgjast með þeim í ratsjám. „Við munum brátt hafa F-22 vélar í stöðvum í Evrópu til …

Lesa meira

Rússneska elítan er háð krísum segir fyrrverandi ráðgjafi Pútíns

Gleb Pavlovskij

  Rússneska elítan er háð krísum. Kerfið þarf stöðugt nýjar hörmungar því að lögmæti sitt sækja valdsmennirnir til þess að koma fram sem frelsarar er haft eftir Gleb Pavlovskij, fyrrverandi ráðgjafi Pútíns, í Svenska Dagbladet. Vandi Rússlands felist meðal annars í skorti á pólitískum áhuga meðal þjóðarinnar „Þið á Vesturlöndum …

Lesa meira

Sjálfstraust bandarískra hermanna til bjargar segir þýskur ritstjóri

Varsla lögreglumanna tryggði ekki öryggi Thalys-lestarinnar.

  Föstudaginn 21. ágúst tókst farþegum um borð í lestarvagni á leið frá Amsterdam til Parísar að yfirbuga íslamista. Þetta hefur vakið umræður víða meðal annars á vefsíðu þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung. Hér er stytt endursögn á hugleiðingu Lorenz Hemicker, eins ritstjóra síðunnar, sunnudaginn 23. ágúst. Í Evrópu er …

Lesa meira

Úkraínuforseti segir Rússa sækja með her að landi sínu

Petro Porosjeno Úkraínuforseti flytur þjóðhátíðarræðu.

Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, varaði í þjóðhátíðarræðu sunnudaginn 23. ágúst við hættu á innrás Rússa. Hann sagði að óvinurinn fylgdi fram hugmyndinni um beina árás á Úkraínu í ræðu sem hann flutti á Maidan, Sjálfstæðistorginu í hjarta Kænugarðs. Taldi forsetinn að meira en 50.000 hermenn væru í Rússlandi, við landamæri …

Lesa meira

Rússland: Vélmenni við stjórn skriðdreka

Vélmenni

  Rússneskir verkfræðingar hafa smíðað vélmenni sem gerir skriðdrekum og öðrum vígdrekum kleift að fara ferða sinna án þess að stjórnandi sitji um borð í þeim. Frá þessu er sagt í rússneskum fjölmiðlum laugardaginn 22. ágúst. „Þetta snjallkerfi okkar má setja í næstum öll tæki sem búin eru rafeinda-stjórntækjum til …

Lesa meira