Home / Fréttir (page 180)

Fréttir

NATO: 4.000 hermenn með fasta viðveru í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi

Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Innan NATO er unnið að því að senda fjögur herfylki – um 4.000 hermenn – til fastrar viðveru í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum þremur. Með þessu á að svara vaxandi hernaðarumsvifum Rússa í nágrenni ríkjanna. Til þessa hafa 150 bandarískir hermenn farið á milli Eystrasaltslandanna þriggja. Þetta kemur fram í The …

Lesa meira

Bandarískir hermenn æfa í Finnlandi

Bandarískum Stryker-bryndrekum ekið um vegi Finnlands.

  Bandarískir hermenn hófu mánudaginn 2. maí æfingar með finnska hernum í sveitarfélaginu Kankaanpää í vesturhluta Finnlands. Í frétt finnska rikisútvarpsins YLE um æfingarnar eru þær sagðar „umdeildar·. Æfingarnar eru að mestu við þorpið Niinisalo. Þar er bækistöð stórskotaliðssveitar, hluta Pori stórfylkisins í varnarher Finnlands. Um 2.300 finnskir og 185 …

Lesa meira

Rússar hóta Svíum með nýrri kynslóð skotflauga gangi þeir í NATO

Hér má sjá rússneska hermenn vinna við að setja Iskander-skotflaug á pall.

Rússar leggja nú lokahönd á nýja gerð skotflauga sem líklegt er að verði settar á skotpalla í norðurhluta Rússlands gangi Svíar í NATO sagði varaformaður varnarmálanefndar efri deildar rússneska þingsins föstudaginn 29. apríl. Daginn áður, fimmtudaginn 28. apríl, hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagt að rússneska ríkisstjórnin mundi grípa til …

Lesa meira

Enn mótmæla Bandaríkjamenn glæfraflugi Rússa yfir Eystrasalti

Rússneskar orrustuþotur af Su-27 gerð sýna listir sínar.

Rússnesk orrustuþota flaug hættulega nærri bandarískri herflugvél á alþjóðlegri flugleið yfir Eystrasalti föstudaginn 29. apríl. Bandaríska Evrópuherstjórnin (US EUCOM) í Stuttgart skýrði frá atvikinu. Í tilkynningunni segir að rússnesku vélinni af Su-27 gerð (kölluð Flanker af NATO) hafi verið flogið „á ábyrgðarlausan og ófagmannalegan hátt“ í ekki nema 10 metra …

Lesa meira

Finnland: Mælt með mikilli aðgæslu sé áhugi á NATO-aðild

29_4_NATO logo laivan savupiipussa 16_63645891

Í skýrslu um áhrif af hugsanlegri NATO-aðild Finnland sem kynnt var föstudaginn 29. apríl segir að nú þegar séu Finnar í innsta kjarna samstarfsþjóða NATO og varla verði lengra gengið í hernaðarsamvinnu við bandalagið á öllum sviðum fyrir utan loftrýmiseftirlit. Tækju Finnar hins vegar ákvörðun um að ganga í Atlantshafsbandalagið …

Lesa meira

Trump um utanríkismál og dálæti Rússa á honum

Donald Trump

Donald Trump sem keppir að tilnefningu sem forsetaefni repúblíkana í kosningunum í nóvember 2016 flutti jómfrúarræðu sína um utanríkismál miðvikudaginn 27. apríl. Þar lagði hann áherslu á kjörorð sitt America first og sagði að stjórn sín mundi miða allt við það. Hann sagði nauðsynlegt að taka stjórn utanríkismála föstum tökum …

Lesa meira

Bandaríkjamenn boða aukin hernaðarumsvif á Eystrasaltssvæðinu

Jan Salestrand, aðstoðarvarnarmálaráðherra Svíþjóðar (tv), tekur á móti Robert Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaræikjanna.

  Bandaríkjamenn munu auka viðveru sína á Eystrasaltssvæðinu til að halda Rússum í skefjum. Þetta er niðurstaða fundar sem Robert Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hélt með háttsettum embættismönnum úr varnarmálaráðuneytum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriðjudaginn 26. apríl í Stokkhólmi. „Við látum áfram mjög mikið að okkur kveða á þessu svæði,“ sagði Work …

Lesa meira

Rússland: Panama-skjölin varpa ljósi á Magnitskíj-málið

Bill Browder

Baráttusamtök gegn skipulagðri glæpastarfi   Organized Crime and Corruption Reporting Project (OCCRP) hafa birt bankaskjöl sem sýna að sellóleikarinn Sergei Roldugin, gamall vinur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, tók við fjármunum frá aflandsfélagi um svipað leyti og félagið var notað til að stela fé frá rússneska ríkinu. Þjófnaðarmálið er kennt við lögfræðinginn sem …

Lesa meira

Rússneska varðliðið stofnað af ótta við óeirðir innan Rússlands

Vladimir Pútín og Viktor Zolotov.

  Sérfræðingar í innri öryggismálum Rússlands segja að skoða beri nýja öryggisliðsaflann sem settur hefur verið á fót sem lið í undirbúningi vegna þingkosninga í landinu í september. Liðið hefur hlotið nafnið Rússneska varðliðið og lýtur yfirstjórn Viktors Zolotovs sem var einkalífvörður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í 13 ár. Pútín stofnaði …

Lesa meira

ESB eykur samvinnu í lögreglumálum – Danir uggandi

Danska lögreglan í hryðjuverkaátökum.

Danir óttast að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB miðvikudaginn 20. apríl um að sameina krafta innan Evrópusambandsins enn frekar í baráttunni við hryðjuverkamenn kunni að leiða til enn meiri einangrunar þeirra í samstarfinu innan ESB um lögreglu- og réttarfarsmál. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 2015 höfnuðu Danir að fella á brott fyrirvara í …

Lesa meira