Home / Fréttir (page 178)

Fréttir

Rússar segja Finnum að aukin NATO-umsvif kalli á viðbrögð

Timo Soini og Sergei Lavrov.

  Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi með Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands,  í Moskvu mánudaginn 6. júní að Rússar mundu grípa til sinna ráða vegna aukinna umsvifa NATO á Eystrasaltssvæðinu. Sama dag og Lavrov sagði þetta hófst árleg flotaæfing NATO, BALTOPS 16, að þessu sinni í fyrsta sinn í …

Lesa meira

NATO gegn hryðjuverkum með embætti upplýsinga- og greiningarstjóra

Fundur varnarmálaráðherra NATO 24. júní 2015.

  Innan NATO er stefnt að því að koma á fót nýju valdamiklu embætti til að samræma öflun, greiningu og miðlun viðkvæmra upplýsinga aðildarríkjanna. Markmiðið er að stuðla að aukinni dreifingu trúnaðarupplýsinga um hryðjuverk og aðrar ógnir. Eftir hryðjuverkin í París og Brussel hafa Evrópuríki lagt sig fram um meiri skipti slíkra upplýsinga sín …

Lesa meira

Utanríkisráðherra Austurríkis vill fara að fordæmi Ástrala í útlendingamálum

0,,18989676_303,00

  Utanríkisráðherra Austurríkis leggur til að þeir sem leiti hælis innan ESB verði geymdir á Miðjarðarhafi utan landamæra ESB. Vill hann að farið sé að fordæmi Ástrala í þessu efni. Sebastian Kurz (29 ára) utanríkisráðherra er úr Þjóðarflokknum, mið-hægriflokknum. Hann lét orð falla um þessa leið til að hefta komu flótta- og …

Lesa meira

Rússneskur sendiherra segir að ekki verði gripið til gagnráðstafana vegna BALTOPS-æfingarinnar

Mikhail Vanin sendiherra

  Flotaæfingar undir forystu Bandaríkjamanna, BALTOPS, hefjast á Eystrasalti mánudaginn 6. júní Mikhail Vanin, sendiherra Rússa í Kaupmannahöfn, segir að æfingarnar séu and-rússneskar en Rússar muni ekki bregðast við þeim með sérstökum gagnaðgerðum. Þetta segir á vefsíðu Berlingske Tidende laugardaginn 4. júní. Þar er vitnað til þess að Michael Hesselholt …

Lesa meira

Hillary segir Trump óhæfan – Trump vill Hillary í fangelsi

Hillary Clinton gagnrýnir Donald Trump

  Hillary Clitnon, væntanlegur forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, gagnrýndi harkalega stefnu og geðslag Donalds Trumps, væntanlegs keppinautar hennar úr röðum repúblíkana, í ræðu í San Diego í Kaliforníu fimmtudaginn 2. júní. Trump hefði alls enga burði til að gegna embætti Bandaríkjaforseta. Hún minnti á að forsetinn væri æðsti yfirmaður alls …

Lesa meira

NATO: Útgjöld Evrópuríkja til varnarmála hækka á árinu 2016

29_4_NATO logo laivan savupiipussa 16_63645891

Útgjöld evrópskra NATO-ríkja til varnarmála munu hækka í fyrsta sinn í áratug á árinu 2016. Þetta kemur fram í samtali The Financial Times við Jens Stoltrnberg, framkvæmdastjóra NATO, sem birtist mánudaginn 31. maí. „Spáin fyrir árið 2016 sem reist er á tölum frá bandalagsríkjunum bendir til þess að á árinu …

Lesa meira

Rússar gerðu tölvuárás á finnskt fjölmiðlafyrirtæki

Gæsla netöryggis verður sífellt brýnni.

  Trend Micro í Tókío sem sérhæfir sig í netöryggismálum segir sterkar vísbendingar um að starfsmenn finnska fyrirtækisins Sanoma hafi orðið fyrir rússneskri tölvuárás sem skilaði ekki því sem að var stefnt. Rússnesk leynimiðstöð sem sérhæfir sig í net-njósnum og net-árásum opnaði gervi-netþjón sem líktist mjög tölvupóst-netþjóni Sanoma að sögn …

Lesa meira

Rússar hæðast að Anders Fogh Rasmussen og Úkraínumönnum

Petro Porosjenkó og Anders Fogh Rasmussen

  Anders Fogh Rasmussen, fyrrv. forsætisráðherra Dana og framkvæmdastjóri NATO, hefur verið skipaður sérlegur ráðgjafi Petros Porosjenkos Úkraínuforseta. Frá þessu var skýrt laugardaginn 28. maí. Fréttin hefur orðið rússneskum þingmönnum tilefni hæðnis- og frýjunarorða. Rússneski þingmaðurinn Sergei Zhigarev, varaformaður varnarmálanefndar Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, sagði að með því að …

Lesa meira

Finnskir mið-hægrimenn samþykkja að Finnar skuli í NATO

Elina-Lepomäki og Alexander-Stubb

  Samlingsflokkurinn, mið-hægri flokkurinn í Finnlandi hefur samþykkt að Finnar skuli sækja um aðild að NATO á næstu árum. Elina Lepomäki sem keppir að formennsku í flokknum segir ekki nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sauli Niinistö Finnlandsforseti ítrekaði hins vegar laugardaginn 28. maí að Finnar fari ekki í …

Lesa meira

Danmörk: Rússneski sendiherrann mótmælir fjandskap Dana

Rússneskir hermenn

Danir eru í fremstu röð þeirra sem hallmæla Rússum segir Mikhail Vanin, sendiherra Rússa í Kaupmannahöfn, við Politiken föstudaginn 27. maí. „Danir stunda sí og æ einhvers konar and-rússneska baráttu. Þegar gripið er til viðskiptaþvingana gegn Rússum eru Danir jafnan meðal þeirra fyrstu. Séu hermenn sendir að landamærum Rússlands eru Danir fremstir í flokki,“ segir sendiherrann …

Lesa meira